Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 1
GRÍÐARLEG EYÐILEGGING Hvirfil- bylurinn Charley gekk yfir Flórída og olli meiri skemmdum og manntjóni en nokkur hvirfilbylur hefur gert í meira en áratug. Ríkisstjórinn segir versta óttann hafa orðið að veruleika. Sjá síðu 4 SKIPTAR SKOÐANIR Þingmenn grein- ir á um hvort umskipti á rekstri Landspítal- ans sé sönnun þess að hagræða hafi mátt í rekstri sjúkrahússins eða til kominn vegna þess að álagið á starfsmönnum hafi verið aukið verulega. Sjá síðu 6 EKKERT VOPNAHLÉ Tilraunir til að semja um vopnahlé í Najaf runnu út í sandinn í gær. Útlit er fyrir að áframhald verði á bardögunum sem hafa staðið yfir í rúma viku og kostað nokkur hundruð manns lífið. Sjá síðu 2 PÁFI Í PÍLAGRÍMSFERÐ Jóhannes Páll páfi annar hélt í pílagrímsför til lind- anna í Lourdes. Þar sagðist hann skilja þjáningar sjúkra enda ætti hann sjálfur við veikindi að stríða. Sjá síðu 4 SLÖKKVILIÐSDAGURINN Ungum sem öldnum býðst að kynna sér tæki og tól slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í dag. Mikið verður um að vera við verslunarmið- stöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Þrátt fyrir ófrið í Írak slá líkams- ræktarmenn ekki slöku við í lík- amsræktarstöðinni sem nefnd er eftir Arnold Schwarzenegger. ▲ SÍÐA 16 The Arnold Classic Gym í Bagdad MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 15. ágúst 2004 – 220. tölublað – 4. árgangur N†TT KORTATÍMABIL SÍÐA 30 ▲ Reynir Lyngdal öskrar á tígrisdýr Á BATAVEGI EFTIR ERFIÐ VEIKINDI Davíð Oddsson tók á móti Göran Persson og eiginkonu hans að heimili sínu í gær. Hann lýsti við það tækifæri framtíðaráformum sínum um að fara í utanríkisráðuneytið þegar hann stígur af stóli forsætisráðherra. Davíð ætlar að sjá til hvort hann nái ekki fullum kröftum aftur. Fjölburafæðing: Tvíburi ól fjórbura BANDARÍKIN, AP 34. afmælisdagur Geana Morris á eftir að verða henni heldur betur eftirminnileg- ur því þá fæddi hún tvö pör af ein- eggja tvíburum. Sjálf er Geana tvíeggja tvíburi. „Þetta er mjög sérstakur dagur fyrir mig,“ sagði Geana himinlif- andi eftir að hafa fætt fjórburana. Geana gekkst undir tæknifrjóvg- un í janúar. Þá var tveimur fóstur- vísum komið fyrir í henni í von um að annar næði að þroskast í barn. Árangurinn var því vonum framar. Fyrir eiga Geana og maður hennar tveggja ára son. ■ Opið 13-17 í dag STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsæt- isráðherra gerir ráð fyrir að taka við starfi utanríkisráðherra þegar Halldór Ásgrímsson tekur við sem forsætisráðherra hinn 15. september næstkomandi. Davíð hefur verið fjarverandi frá störfum undanfarnar vikur vegna skurðaðgerða sem hann gekkst undir og segir ekki víst hvenær hann snýr aftur til starfa. „Ég býst við að verða á hálfu gasi eitthvað fram eftir og sé til hvort ég nái fullum kröftum. Geri ég það ekki verð ég að hætta.“ Davíð segist „leyfa sér þann munað“ að hugsa ekki mikið út í hvaða verk- efni verða helst á hans könnu þeg- ar hann tekur við utanríkisráðu- neytinu. Eitt af hans stærstu verkefnum verður varnarsam- starfið við Bandaríkjamenn. Á morgun mun Bandaríkjafor- seti tilkynna um niðurskurð bandaríska heraflans í Evrópu. Davíð segist ekki búast við niður- skurði hér á landi. „Ég átti góð samtöl við Bandaríkjaforseta og hann sagði mér að herþoturnar munu ekki fara án okkar samþykk- is. Hann talaði af hreinskilni og milli okkar ríkir mikill trúnaður.“ Sjá síðu 2 Davíð á leiðinni í utanríkismálin Davíð Oddsson fer úr forsætisráðuneytinu í utanríkisráðuneytið. Óvíst er hvenær hann snýr aftur til starfa en hann ætlar að fara sér hægt í fyrstu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SUMARBLÍÐA ÁFRAM Í DAG Það þykknar eitthvað upp sunnan- og vestanlands í dag en þrát fyrir það verður áfram bjartviðri um land allt. Sjá síðu 6 JAKOB SETTI MET Jakob Jóhann varð fyrsti Íslendingurinn til að synda undir 1 mínútu og 3 sekúndum í 100 metra bringusundi. Íslandsmet á fyrsta degi ÓLYMPÍULEIKAR Fyrsta Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Aþenu féll strax á fyrsta degi í sundlauginni. Jakob Jóhann Sveinsson setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi en það dugði þó ekki til koma honum áfram. Jakob endaði í 23. sæti af 60 kepp- endum og synti á 1:02.97 en gamla metið hans var 1:03.1. Jakob Jóhann vann sinn riðil en hefði ef- laust getað synt enn betur í sterk- ari riðli. Rúnar Alexandersson náði glæsilegum árangur á bogahesti og komst í úrslit. Sjá síður 20-23 Sérhæfir sig í fölskum játningum Gísli Guðjónsson segir að sannleiksástin sem rekur hann áfram geti reynst dýrkeypt. SÍÐUR 14 & 15 ▲ Leikstýrði tígrisdýrum þegar hann var að búa til auglýsingu fyrir náttúruverndarsamtökin World Wild Life Fund.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.