Fréttablaðið - 15.08.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 15.08.2004, Síða 16
16 15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Margir af helstu þungavigtar- mönnum Íraka í vaxtarrækt æfa í The Arnold Classic Gym lík- amsræktarstöðinni í Bagdad sem stofnað var árið 1997 til heiðurs Arnold Schwarzenegger sem gerði garðinn frægan sem heimsmeistari í líkamsrækt áður en hann sneri sér að túlkun ofurmenna í Hollywood í mynd- um eins og Conan, Commando og Terminator. Koma hans á hvíta tjaldið markaði ofurhetjunni nýtt upphaf því þar var kominn fram maður sem hafði lagt meira á sig en aðrir til að ná sér í fullkominn líkama. Metnaður Arnolds var slíkur að hann tuggði tennisbolta til að ná sér í styrkari kjálkavöðva sem annars erfitt er að þjálfa upp með hefðbundnum aðferðum eins og svo marga af minni vöðv- um líkamans. Það er því ekki skrítið að karl- menn um allan heim dáist að slíku hreystimenni og tileinki manninum eitt af musterum lík- amans. Þrátt fyrir þá örðugleika sem steðjað hafa að Írak á síðustu árum finna menn sér enn tíma til að lyfta lóðum og verða hroða- legir eins og þessar myndir gefa til kynna. Það er mannlegu eðli til mikillar blessunar að til séu slíkir menn sem sýna sjálfum sér og umhverfi sínu tilskilda virðingu með því að líta vel út þegar illa árar. Á dögunum var svo haldið vaxtarræktarmót í stöðinni til að fagna 57 ára afmæli Schwarzeneggers sem eins og alþjóð veit hefur afklæðst leður- gallanum og hengt hríðskota- byssuna upp á vegg og tekið upp siðsamlegri háttu sem ríkistjóri Kaliforníu. Utanríkisstefna Bandaríkjanna í Mið-Austur- löndum og viðsnúningur Arnolds frá vaxtarræktarsviðinu yfir á pólitíska sviðið sem leiðtogi eins ríkasta fylkisins í landinu hafa þó greinilega ekki deyft vin- sældir hans í arabaheiminum enda er hann einn af helstu for- vígismönnum vaxtaræktarinnar sem íþróttar í heiminum og lif- andi minni um mikinn keppnis- mann. ■ EFNILEGUR Ungi maðurinn innan um vöðvatröllin er Arnold Mahdi, sonur eiganda líkamsræktarstöðvarinnar, og er hann að sjálfsögðu skírður í höfuðið á hinum eina sanna Arnold. PÓSUTRÖLL Það er gaman að lyfta. Þrír íraskir vöðvamassar hnykla fleygaða líkama sína hróðugir fyrir ljósmyndarann. EIGANDINN Aðdáandinn og eigandinn, Sahabtalib Mahdi, glaðhlakkalegur milli tveggja styttna af bronsuðum ofurbúkum. MEISTARI Ungur lyftingameistari með stjörnur í augunum sést hér spottaður af þjálfar- anum sínum. Líkamsræktarmenn í Írak slá ekki slöku við þrátt fyrir ófriðinn í landinu: Til heiðurs Schwarzenegger M YN D IR : B R EN T ST IR TO N /G ET TY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.