Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 4
4 15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Líf og fjör í Hólminum á dönskum dögum: Íbúafjöldinn sjöfaldaðist MANNLÍF Talið er að 8.500 manns séu í Stykkishólmi um helgina þar sem danskir dagar eru haldnir há- tíðlegir. Er það margföldun á íbúafjölda en um 1.200 manns eru búsettir í Hólminum. Tjaldað er á hverjum auðum bletti og húsbílar skipta tugum. Danskan er auðvitað í hávegum höfð auk alls þess sem danskt er. Allt hafði farið vel fram í gær og lögregla og aðstandendur hátíðar- haldanna í skýjunum. Veðrið spillti ekki fyrir, hitinn var hátt í 20 stig og nánast lygnt, sem ku ekki vera algengt í Stykkishólmi. Bryggju- ball og flugeldasýning voru meðal dagskrárliða í gærkvöld. ■ Gífurleg eyðilegging og mannfallið mikið Fimmtán létust þegar öflugasti hvirfilbylur í tólf ár gekk yfir Flórída. Þúsundir misstu heimili sín. „Versti ótti okkar varð að veruleika,“ sagði ríkisstjórinn Jeb Bush. BANDARÍKIN, AP Öflugasti hvirfilbyl- urinn til að ríða yfir Flórída kost- aði fimmtán manns hið minnsta líf- ið og olli gífurlegu eignatjóni sem skildi mörg þúsund íbúa eftir heimilislausa. „Ég heyrði naglana rifna úr þakinu,“ sagði Anne Correia sem hafðist við í skáp í íbúð sinni í tvo tíma meðan hvirfilbylurinn gekk yfir. „Veggirnir skulfu rosalega, fram og aftur, fram og aftur. Þetta var ótrúleg og ógnvænleg upplif- un,“ sagði hún. Tvær milljónir heimila og fyrir- tækja misstu allt rafmagn vegna skemmda sem veðurofsinn olli. Eftir að hvirfilbylurinn gekk aftur út á haf gekk hann um skeið yfir Suður-Karólínu. Þar höfðu 180.000 íbúar og ferðamenn verið fluttir á brott í varúðarskyni. „Það er allt farið,“ sagði Dan Strong þegar hann sneri heim til sín á hjólhýsasvæði sem hafði gjöreyðilagst í veðurofsanum. Hann leitaði persónulegra muna, fata og ljósmynda í rústum heimil- is síns. Jeb Bush ríkisstjóri heimsótti hamfarasvæðin í gær og sagði að það sem Flórídabúar hefðu óttast mest hefði orðið að veruleika. Hann líkti hvirfilbylnum við annan hvirfilbyl, Andrew sem gekk yfir suðurhluta Flórída árið 1992 og kostaði 26 manns lífið. „Þetta er Andrew á nýjan leik. Við teljum að margir hafi látið lífið,“ sagði hann. George W. Bush, Bandaríkjafor- seti og bróðir ríkisstjórans, skoðar hamfarasvæðin í dag. Þrjú sjúkrahús urðu fyrir skemmdum. Eitt þeirra skemmdist svo mikið að flytja varð alla sjúklinga á burt. Til þess voru notaðir 200 sjúkrabíl- ar. „Við verðum að koma sjúk- lingunum héðan. Staðurinn er ekki lengur öruggur,“ sagði Peggy Greene hjúkrunarfor- stjóri. ■ DE KLERK YFIRGEFUR FLOKK SINN F.W. De Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sem var hvatamaðurinn að afnámi að- skilnaðarstefnunnar hefur sagt sig úr sínum gamla flokki. Það gerir hann eftir að flokkurinn gekk til liðs við Afríska þjóðar- ráðið. De Klerk óttast afleiðing- ar þess að einn flokkur ráði sí- fellt meiru. ÞÝSK AFSÖKUNARBEIÐNI Einni öld eftir að þýskar hersveitir í Namibíu, sem þá var þýsk ný- lenda, börðu niður uppreisn heimamanna af mikilli hörku hafa Þjóðverjar í fyrsta sinn beðist afsökunar. Þýskur embætt- ismaður baðst afsökunar við upp- haf minningarathafnar um þrigg- ja ára langa uppreisnina. Aflaverðmæti: 100 milljónir á land ÚTGERÐ Guðmundur Einarsson ÍS frá Bolungarvík skilaði mestum verðmætum að landi af smábátum á síðasta ári. Aflaverðmætið var rétt tæpar 100 milljónir króna en þetta er sjötta árið í röð sem Guðmundur trónir á toppnum. „Ætli við séum ekki bara dug- legri að fara á sjó en aðrir,“ segir Guðmundur Einarsson skipstjóri á nafna sínum. Hann er vanur sjó- sókn og velgengni því í 20 ár var hann í áhöfn gömlu Guggunnar sem jafnan gerði það gott á mið- unum. „Ég fór fyrst á sjóinn um átta ára aldurinn og byrjaði af al- vöru 15 ára,“ segir Guðmundur. Hann fór ekki á sjó í gær enda stefna á þeim bænum að taka því rólega í júlí og ágúst og vinna bara fimm daga vikunnar. ■ Á einhver Íslendingur eftir að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að fylgjast með enska boltanum á Skjá einum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18,2% 81,8% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is VIÐ KJÖRBORÐIÐ Aðalfundur Heimdallar fór fram í Valhöll í gær. Heimdallur: Bolli vann STJÓRNMÁL Bolli Thoroddsen, 23 ára verkfræðinemi, var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, á aðalfundi þess í gær. Bolli hlaut 495 atkvæði en Helga Árna- dóttir, sem einnig var í kjöri, 396. Tvær fylkingar hafa tekist á um völdin í Heimdalli undanfarin ár og naut Helga stuðnings fráfar- andi stjórnar. Má því segja að ný öfl hafi tekið við stjórnartaumun- um í félaginu. Meðal áherslu- atriða Bolla og hans fólks í kosn- ingabaráttunni var að fjölga Heimdellingum svo félagið gæti haft raunverulegt vægi í þjóð- málaumræðunni. ■ Húsavíkurhöfn: Krani á hliðina VINNUÓHAPP Krani fór á hliðina við Húsavíkurhöfn um hálftólf leytið í gær. Verið var að skipa upp salti þegar eitthvað gaf sig og kraninn féll af miklum þunga á bryggjuna. Undur má heita að ekki hafi orðið slys á mönnum því þrír menn stóðu álengdar en náðu að forða sér á hlaupum undan kran- anum. Kranamaðurinn má líka heita heppinn að hafa ekki slasast. Þegar unnið var við að koma krananum aftur á lappir slitnaði vír með þeim afleiðingum að kraninn féll aftur til jarðar. Að þessu sinni hafnaði hann á salt- sílói sem eyðilagðist að hluta. Ekki er vitað hversvegna kran- inn féll á hliðina en málið er í rannsókn. ■ Jóhannes Páll páfi annar í Lourdes: Páfi í pílagrímsför FRAKKLAND, AP Jóhannes Páll páfi annar hélt í gær í pílagrímsför til lindanna í Lourdes í Frakk- landi sem margir telja að lækni ýmis mein þeirra sem halda þangað í pílagrímsför. Páfi var veiklulegur, rödd hans lág og virtist óstöðugur þegar hann kraup í bæn á staðn- um helga. Hann vitnaði þar til eigin veikinda, nokkuð sem hann er ekki gjarn á að gera. „Ég deili með ykkur æviskeiði sem einkennist af líkamlegri þjáningu en er þrátt fyrir það engu síðri en önnur æviskeið í hinni dásamlegu sköpun Guðs,“ sagði í ávarpi Jóhannesar Páls páfa annars sem var lesið upp af aðstoðarmanni hans. Páfi hafði áður rætt við Jacques Chirac Frakklandsforseta. Þá þótti ljóst að hann átti erfitt og síðar gerði hann ekki tilraun til að flytja ávarp sitt sjálfur. „Kæru bræður og systur sem þjáist. Mikið vildi ég faðma ykk- ur öll að mér af ástúð og segja ykkur hversu nærri ég stend ykkur og hversu mikið ég vil styðja við bakið á ykkur,“ sagði páfi í gegnum aðstoðarmann sinn. Páfinn þjáist af parkinson- veiki auk þess sem hné hans og mjöðm eru farin að gefa sig. ■ ■ AFRÍKA HVERFIÐ Í RÚSTUM Mickey Pariseau dregur eigur vinar síns út úr Vindmylluþorpi, hjólhýsahverfi í Punta Gorda-sýslu í Flórída sem varð verst úti þegar hvirfilbylurinn gekk yfir. SVARTUR HIMINN Það myrkvaði yfir þegar hvirfilbylurinn reið yfir Flórída. M YN D ÍR IS H U LD S IG U R B JÖ R N SD Ó TT IR FJÖLMENNI Á DÖNSKUM DÖGUM Á níunda þúsund manns ver helginni í Stykkishólmi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Uppreisnarmenn: Myrtu nær 200 manns BÚRÚNDÍ, AP Nær tvö hundruð flóttamenn frá Kongó voru myrtir þegar árásarmenn af Hútúætt- bálki réðust inn í flóttamannabúð- ir þeirra rétt innan landamæra Búrúndí. Árásarmenn skutu á fólkið og hjuggu það með sveðjum að sögn fólks sem lifði árásina af. Upp- reisnarmenn úr röðum Hútúa lýstu ábyrgð á hendur sér og sögð- ust hafa verið á höttunum eftir búrúndískum hermönnum sem hefðu flúið inn í búðirnar úr ná- lægri herstöð. ■ ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL NÝIR LEIKSKÓLAR Þrír nýir leik- skólar hafa verið teknir í notkun í Reykjavík. Þeir eru Berg við Kléberg á Kjalarnesi, Geisla- baugur við Kristnibraut í Grafar- holti og Sólabakki við Stakkahlíð. Alls rúmast 220 börn í leikskólun- um þremur. Leikskólar Reykja- víkurborgar eru 77 talsins. PÁFI Í LOURDES Páfi var veiklulegur þegar hann kom til Lourdes. Hann sagðst skilja og finna til með þeim sem ættu við veikindi að stríða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.