Fréttablaðið - 15.08.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 15.08.2004, Síða 14
14 15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Gísli Guðjónsson er í hópi hæfustu og virtustu réttarsálfræðinga í heiminum. Hann hefur unnið að nokkrum af flóknustu sakamálum okkar tíma og þróað og innleitt ný vinnubrögð við uppljóstrun þeirra. Gísli er prófessor við sálfræði- stofnun Lundúnarháskóla og er að auki sálfræðingur á öryggisstofn- un fyrir geðsjúka afbrotamenn þar í borg. Auk þessa sinnir hann rann- sóknum, meðal annars með íslensk- um samstarfsmönnum. Gísli kemur til Íslands nokkrum sinnum á ári, bæði til að hitta vini og kunningja og eins til að huga að þeim verkefnum sem hann vinnur að hér á landi. Fréttablaðið hitti hann á einum heitasta degi ársins og spjallaði við hann um líf hans og störf. „Starf mitt hefur breyst með auknum vegtyllum innan háskól- ans, ég hef mikil mannaforráð, þarf að ráða starfsfólk, aðstoða og leiðbeina öðrum og sjá um að þjón- usta deildarinnar sé góð. Ég sinni líka klínískum störfum á öryggis- stofnun þar sem flestir sjúkling- anna þjást af geðklofa eða öðrum alvarlegum geðsjúkdómum. Þeir hafa framið alvarleg afbrot og eru lokaðir inni.“ Fyrir vikið hefur Gísli minni tíma fyrir sín prívatstörf en hann segir breytingar sjálfsagðar. „Það er gott fyrirkomulag að maður sem náð hefur langt í sínu fagi sé ekki einn á báti heldur aðstoði aðra og miðli þekkingunni áfram.“ Þróar réttarsálfræðina Þótt dregið hafi úr aðkomu Gísla að flóknum og alvarlegum sakamálum tekur hann enn að sér tvo tugi slíkra mála á ári. „Þetta eru orðin yfir eitt þúsund mál síðan ég byrj- aði árið 1980, þar af eru yfir 700 manndrápsmál en einnig fjöldi kyn- ferðisbrota og hryðjuverkamála. Ég fæ um 500 óskir á ári en tek 20 mál og skipti þeim jafnt á milli sak- sóknara og verjenda. Ég tek að mér flóknustu og erfiðustu málin þar sem sérþekking mín og reynsla koma að mestum notum.“ Þó að kjarni slíkra starfa sé að upplýsa sakamál sér Gísli einnig í þeim önnur tækifæri. „Ég nota hvert mál sem ég tekst á við til að þróa réttarsálfræðina og hafa áhrif á réttarkefið í þeim löndum sem ég vinn í.“ Í þeirri vegferð styðst Gísli jafnt við þann lærdóm sem hann dregur af málunum og eins hefur hann gert sérstakar rannsóknir til styðja enn frekar við bakið á grein- inni í heild. Og honum er umhugað um lærdóminn. „Ég er alltaf að öðl- ast meiri og meiri þekkingu og er alltaf að bæta mig. Það sem ég geri í dag er miklu betur unnið en það sem ég gerði fyrir fimm árum. Ef ég geri mistök þá reyni ég að læra af þeim svo ég geri ekki sömu mis- tökin aftur. Liður í þessu er að gæta þess að gera þetta ekki að færi- bandavinnu heldur hugsa gaum- gæfilega um hvert mál fyrir sig.“ Ekki til sölu Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Gísli hóf að vinna að rétt- arsálfræði. Í upphafi komu sál- fræðingar ekki sjálfstætt að mál- um heldur óskuðu aðrir sérfræð- ingar, á borð við geðlækna, eftir álitum þeirra og voru þau felld inn í skýrslur þeirra. „Þannig hafði þetta gengið en ég tók þetta ekki í mál. Ég sagðist ekki taka að mér svona verkefni nema skýrsla mín yrði sjálfstætt plagg. Ég vildi enga milliliði. Sálfræði var heldur ekki viðurkennd sem vísindagrein fyrir dómstólum fyrr en ég barð- ist fyrir því. Þetta hefur breyst, sálfræðin hefur öðlast viðurkenn- ingu og í langflestum tilvikum eru sálfræðingar beðnir um að skrifa sínar eigin skýrslur.“ Þessar breytingar gengu ekki þrautarlaust fyrir sig og Gísli þurfti að berjast af alefli fyrir viðurkenningu í réttarsölunum. „Mönnum stóð uggur af mér og fannst sem ég stæði á móti þeim. Vísindagreinin var niðurlægð og gert grín að sjálfum mér. Það var til dæmis notað gegn mér að ég væri Skandinavíumaður, útlend- ingur. Það var reynt að hanka mig á öllu og fella mig á hverju sem var.“ Fyrir vikið þurfti Gísli oft að dvelja dögum saman í réttarsaln- um til að útskýra sitt mál. En nú eru aðrir tímar. „Smám saman fóru dómararnir og aðrir innan réttarkefisins að treysta mér. Menn sáu að ég lagði mikla vinnu, samvisku og heiðarleika í störf mín og í kjölfarið áttuðu þeir sig á að hægt væri að gera sálfræðileg- ar mælingar á einstaklingum. Það sem mestu máli skipti í þessum efnum var sú staðreynd að ekki var hægt að kaupa mig. Ég stóð fastur á mínu þrátt fyrir að niður- stöður mínar væru umbjóðendum mínum í óhag. Menn reyndu stundum að fá mig til að breyta niðurstöðunum sér í hag en ég var óhagganlegur og breytti aldrei nokkrum sköpuðum hlut.“ Gísli segir að það sé enn vandamál að sálfræðingar, geðlæknar og aðrir sérfræðingar skuli leiðast út í að breyta skýrslum. Hann brýnir hinsvegar fyrir nemendum sínum við Lundúnarháskóla að þeir lög- menn sem biðja sálfræðinga um að breyta niðurstöðum sínum kunni að vera orðnir dómarar eft- ir nokkur ár og þá muni þeir vel hvernig slíkri málaleitan var tek- ið á sínum tíma. Óheiðarleg vinnu- brögð komi alltaf í bakið á mönn- um. Til marks um þá viðurkenn- ingu sem réttarsálfræðin hefur hlotið innan breska dómskerfisins nefnir Gísli að hann hafi, fyrstur sálfræðinga, verið beðinn um að bera vitni fyrir hæstarétti lands- ins. „Það var árið 1991 og síðan hef ég borið vitni í 10 málum fyrir hæstarétti.“ Gísli segist líka hafa yfirleitt átt gott samstarf við lögreglu. „Aðferðir hennar hafa breyst. Ég hef unnið að málum þar sem í ljós hefur komið að lögreglan hefur ekki unnið vel eða heiðarlega. Í kjölfarið hef ég svo búist við sár- indum eða einhverju þaðan af verra í minn garð. Því hefur hins- vegar verið öfugt farið. Lögreglan hefur komið til mín eftir slík mál og óskað eftir aðstoð við að rann- saka mál upp á nýtt. Bretar vilja læra af mistökum.“ Hitti Brasco og Kray Auk þess að koma að hefðbundn- um dómsmálum, bæði nýjum og enduruppteknum, hefur Gísli Guðjónsson veitt sérhæfða ráð- gjöf í krafti kunnáttu sinnar. Hann hefur til að mynda unnið fyrir bandarísku alríkislögregl- una, FBI. „Ég hef aðstoðað lög- reglumenn sem komist hafa í hann krappann,“ segir Gísli. „Það eru þá menn sem hafa villt á sér heimildir til að komast inn í raðir glæpamanna og afla þannig upp- lýsinga um ætluð ódæðisverk. Slíkt reynir mikið á menn, ég tala nú ekki um ef upp um þá kemst. Þeir lifa þá í stöðugum ótta og geta vart um frjálst höfuð strokið. Það er mikilvægt að hjálpa mönn- um sem svo er ástatt um.“ Eitt þekktasta dæmið um þetta er Donnie Brasco sem gekk í rað- ir bandarísku mafíunnar og miðl- aði þaðan upplýsingum til yfir- boðara sinna í lögreglunni. Um hann var gerð bíómynd þar sem Johnny Depp fór með titilhlut- verkið og skrifuð var bók. „Höf- undur bókarinnar er vinur minn og samstarfsmaður. Ég hef hitt Brasco,“ segir Gísli en vill ekki fara nánar út í þá sálma. Hann er í hópi fárra manna sem vita hvar Brasco býr. „Ég hitti líka Reggie, annan Kray-bróðurinn, en hann bað mig um að aðstoða sig við að losna úr fangelsi.“ Kray-tvíburabræðurnir voru einhverjir alræmdustu glæpamenn Bretlands og hlutu lífs- tíðardóma árið 1969 fyrir morð. HÓTAÐ OG ÓGNAÐ Gísla Guðjónssyni hefur bæði verið hótað og ógnað um ævina. Hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram að komast að hinu sanna. Falskar játningar eru sérsvið Gísla Guðjónssonar. Hann hefur komið að nokkrum víðfrægum sakamálum og hefur vitnisburður hans, með öðru, orðið til þess að saklausum hefur verið sleppt úr haldi. Í eftir- töldum málum hefur fólk játað á sig glæpi en síðar hefur komið í ljós að játningarnar voru falskar, í flestum tilvikum þvingaðar fram í yfirheyrslu lögreglu. Aðild Gísla að málunum hefur vegið þungt. Sexmenningarnir frá Birming- ham Sex menn voru dæmdir í fangelsi vegna tveggja sprengju- árása í Birmingham. Eftir 16 ára afplánun kom sakleysi þeirra í ljós. Lucas-málið Texasbúinn Henry Lee Lucas var dæmdur til dauða. Hann játaði á sig um sex hundruð morð en var dæmdur fyrir eitt. George Bush, þá ríkisstjóri, breytti dauðadómi hans í lífstíðardóm. Bridgewater-málið Þrír menn voru dæmdir fyrir morð á blað- burðardrengnum Carl Bridgewa- ter. Þeim var sleppt 18 árum síð- ar þegar sakleysi þeirra þótti sannað. Fjórmenningarnir frá Guildford Fjórir menn voru dæmdir í fang- elsi vegna sprengjuárásar í smá- bænum Guildford. Þrír sátu bak við lás og slá í 14 ár eða þar til að í ljós kom að þeir áttu enga aðild að málinu. Einn lést í fangelsinu. Ewans-málið Ungur maður var dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar Falskar játningar Fyrir tilstuðlan Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings hefur mörgum verið sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið saklausir bak við lás og slá, jafnvel áratugum saman. Málin sem hann hefur unnið að eru komin yfir 1000 en í seinni tíð hefur hann dregið úr þeim störfum enda gegnir hann annasamri prófessorsstöðu við Lundúnaháskóla. Engu að síður berast honum um 500 beiðnir á ári og tekur að sér tuttugu. Tíu fyrir ákæruvaldið og tíu fyrir verjendur. Rekinn áfram af sannleiksást FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ég stóð fastur á mínu þrátt fyrir að niðurstöður mínar væru um- bjóðendum mínum í óhag. Menn reyndu stundum að fá mig til að breyta niður- stöðunum sér í hag en ég var óhagganlegur og breytti aldrei nokkrum sköpuðum hlut. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.