Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 29
SUNNUDAGUR 15. ágúst 2004 21 TVÖ GLÆSILEG MÖRK FRÁ OKOCHA Jay-Jay Okocha átti frábæran fyrsta dag á nýju keppnistímabili og skoraði tvö mörk fyrir Bolton í 4–1 sigri á Charlton. AP LEIKIR GÆRDAGSINS: Tottenham–Liverpool 1–1 0–1 Cisse (38.), 1–1 Defoe (71.). Aston Villa–Southampton 2–0 1–0 Vassell (12.), 2–0 Cole (34.). Blackburn–West Bromwich 1–1 0–1 Clement (33.), 1–1 Short (70.). Bolton–Charlton 4–1 1–0 Okocha (11.), 2–0 Pedersen (30.), 3–0 Okocha (59.), 3–1 Lisbie (67.), 4–1 Pedersen (72.). Man. City–Fulham 1–1 1–0 Fowler (28.), 1–1 Collins (56.). Norwich–Crystal Palace 1–1 1–0 Huckerby (16.), 1–1 Johnson (73.). Portsmouth–Birmingham 1–1 0–1 Savage (10.), 1–1 Unsworth (16., víti). Middlesbrough–Newcastle 2–2 0–1 Bellamy (14.), 1–1 Downing (73.), 1–2 Shearer (83., v.), 2–2 Hasselbaink (90.) LEIKIR DAGSINS Í DAG: Everton–Arsenal Kl. 13.00 Chelsea–Man. Utd. Kl. 15.05 LEIKIR GÆRDAGSINS ENSKA ÚRVALSDEILDIN Glæsisigur Bolton Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst með átta leikjum í gær. Sex leikir enduðu jafnir. FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin hófst í gær með átta leikjum. Stórleikur dagsins var á White Hart Lane í Lundúnum þar sem Tottenham Hotspur tók á móti Liverpool. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Voru það frekar vinsælar tölur þennan fyrsta leikdag því fjórir aðrir leikir enduðu með þessari markatölu. Það voru viðureignir Blackburn og WBA, Manchester City og Fulham, Portsmouth og Birmingham, og svo nýliðaslagur- inn á milli Norwich og Crystal Palace. Skemmtilegasti leikur dagsins var þó án efa á milli Bolton og Charlton. Þar var leikin blússandi sóknarknattspyrna og þá sérstak- lega af hálfu Bolton-manna, sem unnu stóran og glæsilegan sigur, 4- 1. Þar fór fremstur í flokki Níger- íumaðurinn Jay Jay Okocha. Hann lék Hermann Hreiðarsson og aðra varnarmenn Charlton grátt, hvað eftir annað, og auk þess að skora tvö mörk átti hann margar glæsi- legar sendingar. Fyrra mark Okocha, fyrsta mark leiksins, var af glæsilegri gerðinni – frábært skot, beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi sem hafnaði efst uppi í markhorninu. Flottur sigur Bolton staðreynd og liðið greinilega til alls víst en það spilaði geysivel undir lok síðasta keppnistímabils. Jay-Jay fagnaði 31 árs afmæli sínu í gær og einnig fyrstu mörkum sínum í 35 úrvalsdeildarleikjum en hann skoraði ekki eitt einasta mark í fyrra. „Við byrjuðum einnig svona vel fyrir þremur árum og það er mikil- vægt að við náum að fylgja þessu eftir eins og þá. Þetta var bæði frábær frammistaða og frábær sigur. Nú er besti leikurinn hjá mér að ná liðinu aftur niður á jörð- ina fyrir næsta leik,“ sagði Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Bolton, eftir leikinn. Aston Villa bar sigurorð af Southampton. Þá var heilmikið fjör á lokakaflanum í leik Newcastle og Middlesborough en leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2. Alan Shearer kom Newcastle í 2-1 sjö mínútum fyrir leikslok en það var Jimmy Floyd Hasselbaink sem jafnaði metin á 90. mínútu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.