Fréttablaðið - 15.08.2004, Side 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 52 stk.
Keypt & selt 23 stk.
Þjónusta 20 stk.
Heilsa 4 stk.
Heimilið 10 stk.
Tómstundir & ferðir 14 stk.
Húsnæði 16 stk.
Kennsla & námsk. 4 stk.
Atvinna 37 stk.
Tilkynningar 3 stk.
Rósaleppaprjón í nýju ljósi
BLS. 3
Góðan dag!
Í dag er sunnudagurinn 15. ágúst,
228. dagur ársins 2004.
Reykjavík 5.19 13.32 21.43
Akureyri 4.53 13.17 21.38
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
„Starf djákna er fjölbreytilegt enda er þörf
fyrir þjónustu þeirra víða í þjóðfélaginu.
Þeir eru vígðir inn í söfnuði kirkjunnar til
kærleiksverka og hjálpar,“ segir Þórdís Ás-
geirsdóttir djákni. Hún segir djákna til
dæmis sjá um mömmumorgna í kirkjunum,
barnastarf og samveru með eldri borgur-
um, auk þess sem þeir fari í heimsóknir til
aldraðra, einmana og sjúkra. Einnig aðstoði
þeir við fermingarundirbúning og sinni sál-
gæslu og sorgarúrvinnslu. „Það sem prest-
arnir boða eiga djáknar að sýna í verki. Allt
sem snertir þessa mannlegu vegferð í
gegnum lífið er okkur viðkomandi,“ segir
hún brosandi.
Þórdís var leikskólastjóri í 20 ár en dreif
sig þá í frekara nám og tók kennarapróf
árið 1997. „Úr því ég var byrjuð að læra eft-
ir langt hlé hélt ég áfram, fór í guðfræði-
deildina og lauk djáknanámi 1999,“ segir
hún og upplýsir að aðeins fjórum árum fyrr
hafi fyrstu djáknarnir útskrifast frá Há-
skóla Íslands en áður hafi nokkrir numið
erlendis.
Lágafellskirkja í Mosfellsbæ er kirkjan
hennar Þórdísar. Þar er hún með barnastarf
fyrir sex og sjö ára börn, heimsóknarþjón-
ustu og sálgæslu og heldur utan um starf sjö
sjálfboðaliða í söfnuðinum. Auk þess hefur
hún haft kristilega sálgæslu í skólunum í
Mosfellsbæ með höndum síðan 1999. Kveðst
koma inn í skólana eins og amma sem gefi
sér tíma til að ræða við börnin og þau leiti
hiklaust til hennar þegar eitthvað bjáti á.
„Þetta er skemmtilegt og gefandi. Ég er að
tala við börnin fyrir hádegi og svo kannski
ömmur þeirra og afa eftir hádegi,“ segir hún.
Nú stendur norrænt djáknaþing fyrir
dyrum 19. til 22. ágúst, í fyrsta sinn hér á
landi, og Þórdís segir félagana í Djáknafé-
lagi Íslands hlakka til. „Við ætlum að halda
þingið í Skálholti og þangað er von á 60
manns. Þetta er stórt verkefni fyrir okkar
25 manna félag. Við munum meðal annars
ræða stöðu djáknans hér á landi því þótt al-
menningur hafi tekið okkur vel hefur ís-
lenska kirkjan ekki staðið eins þétt með
okkur og við var búist þegar námið var sett
á laggirnar.“
gun@frettabladid.is
Djáknar:
Vígðir til kærleiks-
verka og hjálpar
atvinna@frettabladid.is
Stærsta jafnréttismál í sög-
unni er nú fyrir dómstólum eftir að
sex konur höfðuðu mál á hendur
Wal-Mart, sem er stærsta verslana-
keðja heims. Þær sögðu hana
brjóta gegn jafnrétti kynjanna á
vinnumarkaði. Þetta dómsmál tek-
ur til 1,6 milljóna kvenna sem
starfa eða hafa starfað fyrir Wal-
Mart frá því í lok árs 1998.
Skólum landsins hefur gengið
betur en áður að ráða til sín rétt-
indakennara, að sögn Karls
Kristjánssonar hjá mennta-
málaráðuneytinu. Hann
segir þeim umsækjendum
um leyfi til kennslu bæði í
grunn- og fram-
haldsskólum fjölga
sem hafi lokið
námi í uppeldis- og
kennslufræðum.
Orlofsuppbótin ætti að vera
komin í vasa allra þeirra sem starfa
samkvæmt samningi VR og Sam-
taka atvinnulífsins því samkvæmt
lögum ber atvinnurekendum að
greiða hana við upphaf orlofstöku
eða ekki seinna en 15. ágúst. Or-
lofsuppbótin er föst tala, 15.900
krónur, miðað við fulla vinnu á síð-
asta orlofsári en eins og af öðrum
launum greiðast skattar og skyldur,
félagsgjöld og lífeyrissjóður af upp-
hæðinni. Orlof er hins vegar inni-
falið í upphæðinni. Félagsmenn
sem starfa samkvæmt samningi VR
og Samtaka verslunarinnar fá ekki
greidda orlofsuppbót nú því samið
var um að sameina orlofsuppbót
og desemberuppót.
Þresking korns er þegar hafin í
Eyjafirði og er það um mánuði fyrr
en venjulega. Akrar eru sem óðast
að verða fullsprottnir um landið allt
og farnir að taka á sig gulan lit
þannig að horfur eru á að þreski-
vélar fari víða að snúast á næstu
dögum. Kornrækt er ein af
fáum búgreinum hér á landi
sem farið hafa vaxandi und-
anfarin ár og sumarið í sumar
hefur verið henni gott.
Erlendum ferðamönnum
fjölgaði í júlí um 11.668 manns
miðað við júlí í fyrra, eða úr 52.607
í 64.275, samkvæmt upplýsingum
Ferðamálaráðs. Rúmlega tvö hund-
ruð þúsund erlendir ferðamenn
komu til landsins fyrstu sjö mánuði
þessa árs og er það rúmlega 17%
fjölgun frá sama tíma í fyrra. Mest
var fjölgunin meðal Norðurlanda-
búa.
„Það sem prestarnir boða eiga djáknar að sýna í verki,“
segir Þórdís, sem hér er við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í ATVINNU
Dodge Dakota Sport 5,4 l. árg. ‘95. Frá-
bært eintak. Ekinn 88 þ. km. Engin
skipti. Staðgr. 890 þ. Uppl. í s. 893
0705.
Jeep Cherokee 1997, 4 cyl 2,5 l., ekinn
65 þús. km. Til sölu á 850 þús. staðgr.
Uppl. í s. 863 9936.
Peugeot 206 ‘00, ek. 57 þ., 1400cc,
blásans, vetrardekk, CD. Toppverð 650
þ. S. 588 6118 & 697 6118.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Í dag eru 1.614
smáauglýsingar á
www.visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA