Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 15. ágúst 2004 17 Í samvinnu við GB Ferðir býður Iceland Express frábærar golf-pakkaferðir á lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi, til fjögurra rómaðra golfvalla á Englandi. Ferðatímabilið er frá september til nóvember og er farið út á laugardegi og komið heim á mánudegi. The Springs: 29.900 – Sértilboð í nóvember. Almennt verð: 34.900. Um 90 mín. frá Stansted. Glæsilegt hótel frá 19. öld á fallegri landareign í Oxfordshire. Völlurinn hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. The Manor of Groves: 39.900 – Sértilboð í nóvember. Almennt verð: 44.900. Um 20 mín. frá Stansted. Meistaravöllur í hæðum Hertfordshire, með góðum gryfjum og upphækkuðum teigum. Einstök aðstaða til afþreyingar og afslöppunar. Selsdon Park: 39.900 – Sértilboð í nóvember: Almennt verð: 44.900 Um 60 mín. frá Stansted. Skemmtilegar, skógivaxnar brautir einkenna þennan úrvalsvöll. Glæsilegt höfðingjasetur með heilsu- og snyrtistofu, sundlaugum og tennisvöllum. Marriott Hanbury Manor: 49.900 – Sértilboð í nóvember: Almennt verð: 54.900 Um 25 mín. frá Stansted (10 mín. á nýrri hraðbraut í október). Einn besti hótelvöllur í Englandi, glæsilega hannaður í heillandi umhverfi. Hentar kylfingum á öllum getustigum. Sláandi ódýrar golfferðir til London á icelandexpress.is Golfpakkar frá 29.900 Innifalið: Flug báðar leiðir með sköttum, gisting í tvær nætur með morgunverði og þrír 18 holu golfhringir. Skoðaðu golfferðatilboðin á icelandexpress.is eða bókaðu í síma 5500 600 Fyrstu 100 sem bóka í september og október fá 5000 kr. afslátt af almennu verði Ferðaþjónusta Iceland Express, Suðurlandsbraut 24, Sími 5 500 600, icelandexpress.is Shirley Manson, söngkona Gar- bage, og Brody Dalle, söngkona The Distillers, kíktu í heimsókn í hljóðver rokksveitarinnar Queens of the Stone Age nýverið og aðstoðuðu hana við upptökur á nýju lagi. „Þetta var ótrúlega gaman;“ sagði Manson. „Dalle er með frá- bæra rödd. Hún getur svo sann- arlega sungið og það sem er svalt við hana er að hún hefur enga hugmynd um hversu góð hún er.“ Þess má geta að Dalle er kæras- ta söngvara sveitarinnar, Josh Homme. Manson segist vera mjög spennt fyrir nýju plötunni sem Queens of the Stone Age er að vinna að. „Hún er frábær, virki- lega góð. Þið eigið eftir að fíla hana í tætlur. Ég skil ekki hvers vegna Josh Homme er ekki orð- inn heimsfrægur.“ Billy F. Gibbons, gítarleikari ZZ Top, hefur aðstoðað Queens of the Stone Age við upptökur á plötunni auk þess sem Alain Jo- hannes hefur spilað á bassa í stað Nick Oliveri, sem er hættur í sveitinni. ■ HOMME OG OLIVERI Josh Homme (til vinstri) ásamt fyrrverandi bassaleikara sveitarinnar, Nick Oliveri. ■ TÓNLIST Manson og Dalle kíktu í heimsókn LAVIGNE Í TAÍVAN Kanadíska poppstjarnan Avril Lavigne hélt tónleika í borginni Taipei í Taívan nýverið. Var þessi mynd tekin á blaðamannafundi þar í borg. Lavigne er gríðarvin- sæl um þessar mundir og hefur fyrsta plata hennar, Let Go, selst í 14 milljónum eintaka. M YN D A P BARN Á LEIÐINNI? Jennifer Aniston og Brad Pitt eru sögð ætla að ættleiða barn. Aniston og Pitt ættleiða barn Leikaraparið Jennifer Aniston og Brad Pitt ætlar að ættleiða barn eftir að hafa reynt lengi að eignast eitt slíkt. Aniston og Pitt giftu sig fyrir fjórum árum og eru orðin langeyg eftir erfingja. Að sögn erlendra slúðurblaða hafa þau ekki gefið upp vonina um að hin 35 ára Jennifer geti orðið ófrísk en í millitíðinni ætla þau að ættleiða. Brad, sem er fertugur, hefur þegar látið smíða barnaherbergi á heimili þeirra í Beverly Hills. Á meðal fleiri Hollywood-stjarna sem hafa ætt- leitt börn eru Angelina Jolie og hjónin fyrrverandi Tom Cruise og Nicole Kidman. ■ ■ KVIKMYNDIR ■ SJÓNVARP OPRAH WINFREY Oprah þarf að sinna kviðdómsskyldu eins og aðrir Bandaríkja- menn. Oprah skipuð í kviðdóm Spallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur verið skipuð í kvið- dóm í Cook-sýslu í Chicago. Win- frey þarf að mæta í réttarsalinn ásamt þrjú hundruð öðrum hugs- anlegum kviðdómsmeðlimum. Winfrey mun ekki fá neina sér- staka meðferð í réttarsalnum þrátt fyrir frægð sína. Hún hefur aftur á móti fengið leyfi til að nota sérstakar bakdyr til að sneiða hjá æstum aðdáendum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.