Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 15. ágúst 2004 15 fyrir morð á stúlku. Sakleysi hans kom í ljóst eftir að hann hafði set- ið inni í aldarfjórðung. Dando-málið Maður var dæmdur fyrir að hafa banað bresku sjón- varpskonunni Jill Dando. Gísli efast um sekt hans og er unnið að endurupptöku málsins. „Mér bar að athuga hvort Reggie væri ennþá hættulegur en stjórn- völd vildu ekki þá bræður lausa vegna pólitískra ástæðna. Hann lést svo úr krabbameini árið 1990.“ Hótanir og ógnanir Það þarf sterk bein til að þola það sem Gísli Guðjónsson hefur gengið í gegnum um ævina. Hann hefur mætt andstöðu réttarkerfisins og stundum unnið í óþökk stjórnvalda. Vinnan kemur líka við hann. „Stundum gerist það. Svona mál eru náttúrulega erfið. Þú veist aldrei hver áhættan getur verið og oft leynist hún þar sem síst skyldi. Maður er stundum að berjast gegn einhverju sem maður veit ekki hvað er. Ég hef t.d. verið í Ísrael og vitnað gegn leyniþjónustunni þar í landi. Það er erfitt að vinna undir kringumstæðum þar sem maður er einn á báti og enginn til hjálpar.“ Hefurðu skolfið á beinunum? „Það væri rangt hjá mér að segja að ég hafi ekki stundum verið hræddur. Raunar hef ég stundum undrast að hafa lifað af. En það má líkja þessu við að vera hermaður í stríði, maður finnur ekki fyrir álaginu meðan að á verkinu stend- ur en að því loknu, þegar álagið er horfið og þú ert farinn að slaka á, þá kemur streitan fram.“ Gísli rifjar upp mál sem hann fékkst við fyrir 20 árum. Hann, auk samverkakonu sinnar úr háskólan- um, var þá með sjúkling í meðferð. „Hann hreifst af konunni en þegar það var stoppað ákvað maðurinn að myrða okkur bæði. Stúlkan hringdi svo í mig og sagðist hafa séð mann- inn dulbúinn á göngum skólans. Ég hringdi umsvifalaust í lögreglu, sem handsamaði manninn. Í ljós kom að hann ætlaði að drepa okk- ur.“ Að auki segist Gísli bæði hafa þolað hótanir og ógnanir en kýs að ræða það ekki nánar. Sannleiksást Í ljósi álagsins og átakanna sem Gísli Guðjónsson hefur mátt þola á bráðum 25 ára starfsævi er vert að spyrja hvað reki hann áfram. „Það er að komast að sannleikanum. Auð- vitað hefði verið þægilegt fyrir mig að vinna sem prófessor við háskóla en ef ég get breytt réttarkefi landa og haft áhrif sem gagnast almenn- ingi þá kýs ég það. Það skiptir mig máli að fólk sé ekki ranglega dæmt, saklausir sitji ekki í fangelsi og að sekir sleppi ekki. Svo hef ég líka verið að byggja upp réttarsálfræð- ina og það hefur verið mín stefna að byggja hana upp sem vísindi.“ Það er semsagt sannleiksástin sem hefur öðrum þræði rekið Gísla áfram en sú ást er sumum þyrnir í augum. „Sannleiksástin getur reynst dýrkeypt. Það eru svo marg- ir sem vilja ekki að sannleikurinn komi í ljós. Það er alltaf einhver mótstaða þegar sannleikans er leit- að því hann leiðir í ljós óheiðarleg vinnubrögð hjá einstaklingum, stofnunum eða jafnvel ríkisstjórn- um.“ Gísli segir ekkert stöðva sig. „Ég hef margsinnis mætt mótstöðu og fundið að einhverjir vilja ekki að ég nái þeim markmiðum mínum að leiða sannleikann í ljós. Ekkert stoppar mig, jafnvel þótt ég vinni gegn stjórnvöldum eða leyniþjón- ustu. Maður verður alltaf að segja hreint og beint hvernig í hlutunum liggur, þó að það sé óþægilegt fyrir einhverja. Vitaskuld er það óþægi- legt fyrir ríkisstjórn að hafa ein- hvern saklausan í fangelsi í fimmtíu ár og á meðan hefur morðingi geng- ið laus og er jafnvel búinn að drepa nokkra í viðbót. Það er oft þægi- legra að láta slíkt kyrrt liggja.“ Lífið þarf að hafa tilgang Gísla hefur orðið mikið úr verki á ferli sínum og ætla má að honum falli aldrei verk úr hendi. Hann segist þó ekki vinna úr hófi fram. „Ég mæti í vinnuna klukk- an 7 á morgnana og fer heim klukkan 7 á kvöldin. Ég vinn ekki á kvöldin og þaðan af síður á næturnar og ef ég þarf meiri tíma þá nota ég helgarnar frek- ar. En það er best að vinna snemma á morgnana áður en aðrir mæta til vinnu. Ég er dug- legur á meðan ég vinn og kem miklu í verk.“ Það er ekki að ástæðulausu sem Gísli kýs að vinna vel og mikið. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að ætli það sér að verða sálfræðingur á alþjóðlegan mælikvarða og reyna að ná einhverju marki sem aðrir hafa ekki náð þá þarf að hafa fyrir því. Enginn er það vel gefinn að hann geti náð langt án þess að vinna mjög mikið.“ Glæpamenn hafa spilað stóra rullu í lífi Gísla og hann veit upp á hár hvað það er sem dregur hann að þeim. „Að fræðast meira og meira. Ég finn ekki til sérstakrar sigurtilfinningar þótt dómar falli að niðurstöðum mín- um heldur reyni ég fyrst og fremst að læra af málunum. Þegar ég hætti að læra þá er kominn tími til að fara á eftir- laun. Maðurinn þroskast með auknum lærdómi.“ Gísli Guðjónsson segist enn hafa nóg af verkefnum í Lund- únum og hyggur ekki á búferla- flutninga til Íslands í bráð. „Ég þarf að klára ýmislegt á þeim níu árum sem eru þar til ég fer á eftirlaun. Maður þarf að hafa eitthvað fyrir stafni, lífið verður að hafa tilgang. Það lengir líka lífið og heldur heilanum og lík- amanum gangandi.“ Slökkviliðsdagur á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn SHS veita fræðslu um eldvarnir og öryggi heimilanna. Börnum og fullorðnum gefst kostur á að skoða bíla og tæki í krók og kring og kynnast starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með ýmsum hætti: SHS er öflugt björgunarlið sem hefur margþættu þjónustuhlutverki að gegna við almenning, fyrirtæki og stofnanir á starfssvæðinu. Starfssvæði SHS nær til sveitarfélaganna sjö sem standa sameiginlega að rekstri liðsins. Þau eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfells- bær, Seltjarnarnes og Álftanes. SHS hefur fimm slökkvi- og björgunarstöðvar á svæðinu. Starfsmenn liðsins eru 159 talsins. Ferð með körfu upp í háloftin • Ganga í gegnum reykfyllt hús • Klippum og glennum beitt á bílflök Sýning á bílum og tækjum í 100 ár • Börnin fá að sprauta • Sjúkraflutningamenn mæla blóðsykur og blóðþrýsting gesta • Kafarar kynna starf sitt • Hvernig notar maður handslökkvitæki? • Fyrirlestrar og fræðsla um eldvarnir • Trygginga- og öryggisfyrirtæki kynna starfsemi sína Verið velkomin á slökkviliðsdaginn 2004! Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) býður almenningi að kynnast starfi liðsins, tækjum þess og tólum í návígi sunnudaginn 15. ágúst kl. 12-18 við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.