Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 30
15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR ÓLYMPÍULEIKAR Íslenska hand- boltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30- 34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokk- ur getumunur á liðunum og Króat- ar höfðu mun minna fyrir hlutun- um. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okk- ar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikur- inn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt ann- ar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sann- kallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáf- um okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þeg- ar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. ÓLYMPÍULEIKAR Skagastúlkan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu þegar hún stakk sér til sunds í 100 metra flugsundi. Sundið gekk ágætlega hjá Kolbrúnu og hún var ekki fjarri því að slá Íslandsmet sitt þegar hún kom í mark á 1:02,33 mínútum. Engu að síður náði hún sínum næstbesta tíma í greininni. Kolbrún var kát og brosmild þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana rétt eftir sundið. „Mér líður bara vel og mér leið vel í sundinu. Ég var ekkert voðalega stressuð heldur tók þetta bara eins og hvert annað mót. Þetta er minn næstbesti tími í greininni þannig að ég er sátt,“ sagði Kolbrún og brosti sínu breiðasta. „Ég ætlaði mér að slá Íslandsmetið en ég var ekkert mjög langt frá því. Síðustu metrarnir klikkuðu aðeins en ann- ars var þetta bara mjög fínt.“ Kolbrúnu leiðist ekki lífið í Aþenu en hún segir að þessar að- stæður eigi ákaflega vel við hana. „Mér finnst alveg æðislegt að synda hérna. Ég þrífst á þessu að hafa fullt af fólki og heyra í Íslend- ingunum hvetja mann. Þetta er al- veg magnað,“ sagði Kolbrún sem var að synda á sínum öðrum leik- um og hún er staðráðin í að synda á fleiri ólympíuleikum. „Ég á að minnsta kosti eina leika eftir. Það er í það minnsta stefnan í dag en svo veit maður aldrei hvað gerist. Það er svo mik- il upplifun að vera á svona leikum og þetta vil ég upplifa aftur.“ Skagastúlkan synti sitt næstbesta sund í 100 metra flugsundi í gær: Kolbrún Ýr var mjög sátt HVERNIG ER TÍMINN? Kolbrún Ýr sést hér komin í mark. Fréttablaðið/Teitur BESTI MAÐUR ÍSLENSKA LIÐSINS Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt af sjö mörkum sínum gegn heimsmeisturum Króata í gær. Fréttablaðið/Teitur ÓLYMPÍULEIKAR Jakob Jóhann Sveinsson fór á kostum í Aþenu í gær þegar hann sigraði sinn riðil í 100 metra bringusundinu og setti um leið nýtt Íslandsmet en hann átti sjálfur það gamla. Jakob end- aði í 23. sæti af 60 keppendum og synti á 1:02.97 en gamla metið hans var 1:03.1. Þrátt fyrir þetta glæsi- lega sund Jakobs þá dugði það hon- um ekki til þess að komast áfram en hann var 9/10 úr sekúndu frá því að komast áfram. Hann var ekkert sérstaklega kátur þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann skömmu eftir sundið. „Ég vissi að þetta yrði frekar hæg- ur riðill og ég var ekki nógu ánægð- ur með að lenda á fjórðu brautinni því mig langaði að hafa sterkari menn fyrir framan mig en ég varð að synda alveg sjálfur,“ sagði Jakob frekar fúll því hann ætlaði sér stærri hluti. Það að vinna riðil- inn var lítil sára- bót. „Það breytir engu. Ég hef oft unnið riðla á þessum stórmótum en það færir manni ekki neitt. Ég er líka mjög ósáttur við tímann því ég vildi synda hrað- ar. Ég hefði viljað vera á 1:02,00 mínútum. Miðað við allt sem ég er búinn að gera þá hélt ég að það yrði ekkert mál og því er ég frekar fúll. Þessir kallar eru ekkert búnir að vera að synda betur en ég.“ Jakob á eitt sund eftir en hann tek- ur einnig þátt í 200 metra bringu- sundi. Þar ætlar hann að gera bet- ur. „Ég er í hröðum riðli í 200 metr- unum og það verður miklu betra. Ég verð bara að spýta í lófana og koma tvíefldur í það sund,“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson. Sundkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu hófst í gærmorgun: Íslandsmet var ekki nóg fyrir Jakob JAKOB Á FLEYGIFERÐ Enginn Íslendingur hefur synt 100 metra bringsund hraðar en Jakob Jóhann gerði í gær. Fréttablaðið/Teitur Baráttan bjargaði Íslenska handboltalandsliðð tapaði með fjórum mörkum, 30–34, fyrir heimsmeisturum Króata í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Aþenu Ísland–Króatía 30–34 (12–16) Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) TÖLFRÆÐIN ÍSLAND–KRÓATÍA Hraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.