Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 38
Hvernig ertu núna? Óskaplega fínn Hæð: Samkvæmt Lögreglustjóranum í Reykjavík er ég 178 cm Augnlitur: Blár Starf: Tónlistarmaður Stjörnumerki: Steingeit Hjúskaparstaða: Einkvæni Hvaðan ertu? Ég er ungur Reykvíkingur Helstu afrek: Vakna 8 á morgnana og fara út með ruslið Helstu veikleikar: Fljótfær Helstu kostir: Ég get ekki svarað þessu Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Úti að grilla með Kára og Villa Uppáhaldsútvarpsþáttur: Víðsjá með Eiríki Guðmundssyni Uppáhaldsmatur: Hrísgrjónagrautur og slátur saman Uppáhaldsveitingastaður: Ban Thai Uppáhaldsborg: Búenos Aíres Uppáhaldsíþróttafélag: KR Mestu vonbrigði lífsins: Þegar Argentína tap- aði fyrir Brasilíu í úrslitaleik Suður-Ameríku- bikarsins um daginn Hobbý: Lesa góðar bækur Jeppi eða sportbíll: Vil ekki tala um bíla Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hryðjuverkamaður Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég lenti í fangelsi í Bólivíu um árið Hver er fyndnastur? Einar Mýramaður vinur minn Hver er kynþokkafyllst? Kærastan mín Trúir þú á álfa? Já ég geri það Hvað dýr myndir þú helst vilja vera? Keis- aramörgæs Áttu gæludýr? Nei Hvar líður þér best? Uppi á jöklum Besta kvikmynd í heimi: Pulp Fiction Besta bók í heimi: Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegut Næst á dagskrá: Fá mér kaffi í góðviðrinu með góðvini mínum honum Gauki Áttu þér draum? Gera betur í dag en í gær Öskraði á tígrisdýr Sóldýrkendur í Vesturbænum hafa eflaust tekið eftir því að við- gerðir standa yfir í Vesturbæjar- laugin þessa heitustu viku ársins. Að söng Jens Á. Jónssonar, for- stöðumanns laugarinnar, hefur þó nokkur fjöldi gesta bankað upp á í lauginni en flestir hafa þó sýnt þessu mikinn skilning enda fólk einstaklega jákvætt í veðurblíð- unni. „Þetta er nú bara reglubundið viðhald sem við erum að sinna en við skipulögðum það fyrir nokkrum mánuðum enda nauð- synlegt að ljúka því áður en skólasundskrakkarnir byrja að þyrpast í laugina,“ segir Jens en viðurkennir að óheppilegt hafi verið að framkvæmdirnar hafi lent einmitt á þessari viku. Búið er að tæma alla potta og laugar af vatni og segir Jens það eina já- kvæða við tímasetninguna að málningarvinnan tekur mun skemmri tíma í þessum hita og þurrki. „Við náum að opna laug- ina um miðja næstu viku þannig að það líður ekki á löngu áður en Vesturbæingar geta baðað sig á ný.“ Mikill straumur er í sundlaug- arnar á Reykjavíkursvæðinu þessa dagana auk þess sem Naut- hólsvíkin verður sífellt vinsælli áfangastaður, að sögn Jens. „Við erum með opið nánast alla daga nema jóladag þannig að þetta hitt- ir leiðinlega á í þessu blíðviðri, því miður.“ ■ Vesturbæjarlaug vatnslaus í blíðviðrinu 15. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Ég er búinn að vera í viku í Þýskalandi að leikstýra tígrisdýr- um,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal sem er nýkominn heim frá Dortmund í Þýskalandi en er á leið þangað aftur til að ljúka við tökur á auglýsingu fyrir náttúru- verndarsamtökin World Wild Life Fund. „Tígrisdýr eru víst þannig að það er ómögulegt að temja þau, nema þau séu tamin þegar þau eru hvolpar. Dýrin eru stórhættu- leg og til dæmis hefur maðurinn sem hefur hugsað um dýrin í tíu ár ekki enn hætt sér inn í búrið til þeirra. Hann sagði að tígrisdýrin myndu ekki hika við að éta hann ef hann slysaðist inn í búrið til þeirra.“ Reynir var að vonum skelkað- ur við tökur á auglýsingunni. „Þetta voru fjögur Sumatra- tígrisdýr og við útbjuggum frum- skóg inni í búrinu þeirra til að láta líta út fyrir að þau væru í sínu eðlilega umhverfi. Þegar við fórum inn í búrin voru dýrin sett á bakvið girðingu en ég var skít- hræddur þegar ég fór inn til þeir- ra og spurði að því hvort ekki væri öruggt að þau væru læst á bakvið girðinguna. Það var líka einu sinni glerveggur á milli tökuliðsins og dýranna og tígris- dýrin hlupu á glerið og vildu ráð- ast á okkur. Svo þegar við byrjuð- um að taka upp þurfti ég að urra á tígrisdýrin og öskra til að fá ein- hver viðbrögð frá þeim.“ Auglýsingin er ætluð fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. „Látið er líta út fyrir að tígrisdýrin séu að koma út úr frumskóginum en svo heyrist í sög sem byrjar að saga. Þá sagast myndin í tvennt og skjárinn fellur fram fyrir sig á áhorfandann. Boðskapurinn er svo sá að bjarga eigi síðustu ferkíló- metrunum af Sumatra-frumskóg- inum svo tígrisdýrin fái að búa í sínu rétta umhverfi.“ Haft var samband við Reyni frá Þýskalandi frá aðilum sem höfðu séð hluta af leikstjóraverk- um hans. „Ég hef verið í sambandi við nokkra Þjóðverja og þeir vildu athuga hvernig væri að vinna með mér. Það var því bara hringt í mig og ég beðinn um að taka að mér þetta verkefni.“ Reynir lifði þolraun Þjóðverj- anna af. „Vinir mínir eru svo bún- ir að vera að gera grín að því að þessi auglýsing verði til þess að héðan í frá eigi ég eftir að ferðast um heiminn til að mynda fíla og köngulær.“ tora@frettabladid.is REYNIR LYNGDAL Gæti beðið frami í frumskógum Afríku. Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Enskunámskeið í Hafnarfirði Skráning og frekari upplýsingar: Skrifstofa Námsflokka Hafnarfjarðar, Skólabraut (í gamla Lækjarskóla), sími 585 5860. www.namsflokkar.hafnarfjordur.is www.enskuskolinn.is Julie Ingham Námsflokkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar, í samstarfi við Enskuskólann, bjóða upp á fjölbreytt úrval enskunámskeiða í vetur. - Frítt kunnáttumat og ráðgjöf - Sérstök áhersla á talmál - Hámark 10 í bekk - Enskumælandi kennarar - 10 vikna námskeið - byrjendur og lengra komnir Einnig eru í boði talnámskeið fyrir börn 8 – 12 ára. Kennsla hefst 28. september og lýkur 2. desember (20 stundir – 10 skipti) Fyrir börn hefst kennsla 27. september og lýkur 1. desember. Skólinn er að mestu fullskipaður skólaárið 2004- 2005. Þó getum við enn bætt við takmörkuðum fjölda nemenda sem hér segir: 1. Forskóladeild fyrir 6ára börn (fædd 1998). 2. Forskóladeild fyrir 7 ára börn (fædd 1997). 3. Málmblásaradeild fyrir 8-10(11) ára nemendur. Þar er um að ræða eftirfarandi hljoðfæri: Trompet, horn, básúna, barítón og túba. 4. Einnig eru tekin inn 8-10 ára börn á biðlista á flest önnur hljóðfæri. Skólastjóri Tónmenntaskóli Reykjavíkur VESTURBÆJARLAUGIN Það fær enginn að baða sig í Vesturbæjar- lauginni þessa dagana enda laugin vatns- laus í veðurblíðunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vill ekki tala um bílaBakhliðinÁ SÖLVA BLÖNDAL ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Í þrettán ár, frá 1991. Oceania. Playboy.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.