Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 8. júlí J973. Menn oo málefni Miftnæturskin Góð afkoma frystihúsanna Þaö er merki um góöa afkomu frystihúsa og annarra fiskkaup- enda, aö nýlega náðist samkomu- lag milli fiskkaupenda og fisk- seljenda um 13% verðhækkun á fiski til jafnaðar, án þess að yfir- nefnd þyrfti að fjalla um málið. Hingað til hefur það gerzt mjög sjaldan eða aldrei, að samkomu- lag hafi náöst um svo mikla al- menna fiskverðshækkun, án mál- skots til yfirnefndar. Það bendir hiklaust til þess, að fiskkaupend- ur áliti afkomu sina mjög sæmi- lega. Orsök þessarar hagkvæmu af- komu hjá frystihúsunum og öðr- um fiskkaupendum er framar öðru sú, að fiskverð hefur farið mjög hækkandi erlendis. Þess vegna var fiskkaupendum fært að taka á sig þessa verulegu hækkun fiskverðsins, þrátt fyrir gengis- hækkunina, sem hafði verið ákveðin rétt áður. Verðhækkun inn- fluttra vara Hinar miklu verðhækkanir er- lendis hafa hins vegar ekki ein- göngu bjartar hliðar i för með sér fyrir islenzkt efnahagslif. Verð- lag á innfluttum vörum hefur aldrei hækkað meira en siðustu þrjú misserin og þó alveg sér- staklega siðustu mánuðina. Sem dæmi um það má nefna, að inn- flutningsverð á mótatimbri hefur hækkað um 137% siðan i ársbyrj- un 1972 og enn virðist mikil verð- hækkun framundan. Innflutn- ingsverð á steypustyrktarjárni, plötujárni og þakjárni hefur hækkað um 95% á sama tima og á steypustyrktarstáli um 85%. Inn- flutningsverð á bensini hefur hækkaðum 52%, innflutningsverð á fóðurvörum um 49% og inn- flutningsverð á hveiti um 51%. Ir.nflutningsverð á kaffi hafði hækkað frá því i ársbyrjun 1972 og þangað til i febrúar i vetur um 40%, en siðan hefur það hækkað um a.m.k. 15%. Þannig mætti rekja áfram hinar miklu verð- hækkanir, sem orðið hafa á inn- fluttum vörum og eiga meginþátt i verðbólgunni nú. Þetta er mjög ólikt verðlagsþróuninni á árunum 1960-1970, þegar sáralitlar verð- hækkanir urðu á innfluttum vör- um. Gengið tslendingar hafa fylgt þeirri reglu undanfarna áratugi, að miða skráningu krónunnar við dollara. Þetta hefur þótt eðlilegt sökum þess, að meginhluti út- flutningsvara okkar er seldur til dollararsvæðisins, eða landa, sem fylgja þvi beint eða óbeint. Engar tillögur hafa komið fram um það, t.d. frá stjórnmálaflokkunum, að þessari reglu verði breytt. Þegar þessi staðreynd er höfð i huga, sést bezt hvilik fjarstæða það er, sem t.d. Morgunblaðið heldur fram, að gengi krónunnar hafi verið margfellt af núverandi rikisstjórn. Gengið hefur aðeins verið fellt einu sinni af núv. rikis- stjórn, en siðan verið hækkað aft- ur. Niðurstaöan er sú, að sölu- gengi dollarans i dag er kr. 87.80, en var 88.10, þegar núverandi rikisstjórn kom til valda. Kaup- gengið á dollarnum er nú kr. 87.30, en var kr. 87.90, þegar núv. rikisstjórn kom ti! valda. Þannig hefur krónan heldur hækkað mið- að við dollar. Það verður að teljast næsta furðulegt, að jafn litilvæg breyting á gengisskráningunni skuli talin höfuðsynd af stjórnar- andstæðingum, þegar athugaður er ferill þeirra i þessum efnum. Þegar viðreisnarstjórnin kom til valda haustið 1959 var dollarinn skráður kr. 16.10 (sölugengi), en að viðbættu yfirfærslugjaldi, sem rann til útflutningsuppbóta, á kr. 25.30. Þegar viðreisnarstjórnin lét af völdum á miðju ári 1971, var dollarinn skráöur á kr. 88.10 (sölugengi). Á þessum tima hafði gengi krónunnar verið fjórum sinnum fellt miðað við dollara. Spariféð eykst Samkvæmt skýrslum peninga- stofnana jókst sparifé i bönkum og sparisjóðum um 1948 milljónir króna fyrstu fimm mánuði þessa árs. A sama tima i fyrra nam sparifjáraukningin 1052 millj. króna. Það lætur þvi nærri, að hún sé tvöfalt meiri fyrstu fimm mánuðina i ár en á sama tima 1972. Þá hefur sala á opinberum spariskirteinum gengið mjög vel. Þann 18. júni var búið að selja spariskirteini fyrir 114 millj. króna og auk þess voru óaf- greiddar pantanir að upphæð 25 millj. króna. Hin mikla sparifjársöfnun á þessu ári er ekki aðeins merki um batnandi efnahag, heldur aukna trú á krónuna. Alménningur finn- ur, að reynt er að treysta kaup- mátt hennar, þótt verðhækkanir innfluttra vara torveldi mjög þá viðleitni. Nöldur stjórnar- andstæðinga Stjórnarandstæðingar reyna öðru hverju að gera sér mat úr þvi, að miklar verðhækkanir hafa orðið nær hvarvetna um heim að undanförnu, og hefur þetta að sjálfsögðu haft mikil áhrif á verð- lagsmálin hérlendis siðustu misserin. Þrátt fyrir það eru allar horfur á, að fyrstu tvö valdaár núv. rikisstjórnar verði dýrtiðar- vöxturinn mun minni en hann var siðustu þrjú valdaár „viðreisnar- stjórnarinnar”. Þessi siðustu valdaár „viðreisnarinnar” urðu þó miklu minni verðhækkanir á innfluttum vörum en orðið hafa að undanförnu. Þó er þess að gæta, að siðustu mánuðina, sem „viðreisnarstjórnin” fór með völd, var verðstöðvun og urðu þá miklar hækkanir, sem ekki komu i dagsljósið fyrr en hún var farin frá og núv. stjórn tekin við. Þær færast þvi ranglega á reikning núv. stjórnar. Kröfugerð stjórnar- andstöðunnar Þegar litið er á, að fyrrv. rikis- stjórn tókst mun verr i þessum efnum en núverandi stjórn, fellur umrædd gagnrýni stjórnarand- stæðinga um sjálfa sig. Reynslan sýnir, að þeim tókst ekki að gera betur, heldur hið gagnstæða. En þetta er ekki öll sagan. Siðan nú- verandi rikisstjórn kom til valda hafa leiðtogar stjórnarandstæð- inga verið hinir ótrauðu banda- menn verðbólgunnar. Þær verð- hækkunarkröfur hafa tæpast ver- ið gerðar, sem þeir hafa ekki stutt. Þær kaupkröfur hafa naumast verið bornar fram, sem stjórnarandstæðingar hafa ekki fylgt af alefli. A Alþingi hafa þeir svo keppzt við að bera fram til- lögur um stórfelldar útgjalda- hækkanir. Ef farið hefði verið eft- ir öllum þessum tillögum hefði verðbólgan orðið miklu meiri en hún þó er. Dæmi um kærulausari stjórnarandstöðu verður tæpast fundið. Stjórnarandstæðingar hafa verið eins fullkomnir banda- menn verðbólgunnar og hugsazt getur. Ólíkir starfs- hættir í Noregi Fullyrða má . að i nágranna- löndum okkar er ekki að finna dæmi um eins kærulausa stjórnarandstöðu og stjórnarand- staðan hér hefur verið tvö slðustu árin. 1 málflutningi stjórnarand- stæðinga á Norðurlöndum gætir nú miklu meira ákveðinna til- lagna um sparnað en um aukin útgjöld. Þess eru ekki dæmi, að stjórnarandstaðan hér hafi flutt tillögu um sparnaö. 1 Noregi hefur helzti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Verkamanna- flokkurinn, átt þátt I samningum verkalýðshreyfingarinnar við rikisstjórnina um takmarkaðar dýrtiðaruppbætur. Á sama tima hafa stjórnarandstöðuflokkarnir hér ekki mátt heyra annað nefnt, en að greiddar væru fyllstu dýr- tiðarbætur, enda þótt þeir lög- bönnuðu þær um skeið, meðan þeir sátu i rlkisstjórn. Þessir starfshættir stjórnar- andstöðuflokka gera rikisstjórn að sjálfsögðu örðugra fyrir á ýmsan hátt. En að öðru leyti styrkja þeir hana. Með þvi, að gerast jafn opinberir bandamenn verðbólgunnar, hafa stjórnarand- stöðuflokkarnir gert álit sitt enn minna en það þó reyndist i siðustu þingkosningum. Geir og raf- magnsverðið Af leiðtogum stjórnarand- stæðinga nöldra engir meira um verðhækkanirnar en þeir Geir Hallgrimsson og Gylfi Þ. Gisla- son. Sennilega fer engum mönn- um verr að látast vera miklir andófsmenn gegn verðhækkun- um. Það er allkunnugt, að það var eitt helzta baráttumál Geirs Hallgrimssonar siðustu árin, sem hann var borgarstjóri, að fá fram meiri verðhækkanir á rafmagni, heitu vatni og strætisvagna- gjöldum en verðlagsyfirvöldin vildu fallast á. Ef Geir hefði fengið að ráða , yrðu Reyk- vikingar nú að greiða miklu meira fyrir rafmagnið og heita vatnið en raun er á og mun þó flestum þykja, að þessar greiðsl- ur séu I mesta lagi. Glöggtdæmi þess, hvernig Geir Hallgrimsson hélt á þessum mál- um i borgarstjóratíð sinni, er það, að á árunum 1966-’71 hækkaði visitala dagvinnutaxta verka- manna um 125%,en visitala hita og rafmagns um 162%. Þessar lifsnauðsynjar hækkuðu þvi miklu meira I verði á þessum tima en kauphækkununum nam. Gylfi og vísitalan Svo er það hann Gylfi. Hann lætur blað sitt fárast yfir þvi, að launþegar fái vissar verð- hækkanir ekki bættar I tæpa þrjá mánuði. Sjálfur setti hann lög, sem bönnuðu allar visitölubætur á kaup, svo að launþegar urðu ekki að biða eftir uppbótum I tæpa þrjá mánuði, heldur árum saman! Hversu mikill launþega- vinur sem Gylfi þykist vera nú, gleymist ekki þessi fortið hans. Og hvernig stóð Gylfi sig svo sem viðskiptamálaráðherra i glim- unni við verðhækkanir? Þar er bezt að lita á siðustu stjórnarár hans. Hinn 1. janúar 1968 kom til framkvæmda nýr visitölugrund- völlur og samkvæmt honum var framfærsluvisitalan merkt 100. Hinn 1. nóv. 1970 var vísitalan komin upp i 155 stig. Framfærslu- kostnaðurinnhafði m.ö.o. hækkað um 55% á þessum 34 mánuðum eða sem svaraði 18.6% á ári. í nóvember 1970 kom verðstöðvun til sögunnar og var þá öllum verð- hækkunum frestað um skeið og er þvi ekki hægt að taka það tímabil inn I samanburðinn. Svo kemur þessi gamli við- skiptamálaráðherra, sem lét framfærslukostnaðinn hækka um 18.6% á ári og þykist hneykslast yfir verðhækkununum! Þögnin sæmdi Sir Alec bezt Hvita bókin, sem brezka stjórnin hefur gefið út um land- helgisdeilu Breta og Islendinga, er furðulegt plagg. Hún sýnir, að brezka stjórnin heldur enn dauða- haldi I nýlendustefnu og nauðungarsamninga. Höfuð- rökin, sem stjórnin byggir mál- flutning sinn á, eru tviþætt og bæði jafn fjarlæg réttarhugmynd- um nýs tima. Annars vegar byggjast rök Breta á þvi, að þeir eigi rétt til fiskveiða á landgrunni Islands, sökum þess, að þeir hafi stundað þar veiðar um langt skeið. Al- mennt er nú að verða viðurkennt, að landgrunnið sé hluti viðkom- andi strandrikis og það eigi jafnt auðæfin, sem eru i botninum, og hin, sem eru yfir honum. Sjálft hefur Bretland þegar tileinkað sér auðæfin i botni landgrunnsins við strendur landsins. Bretar geta alveg eins gert tilkall til að vinna námur i Indlandi og að fiska á landgrunni íslands, þvi að hvort tveggja gerðu þeir um alllangt skeið. Hvort tveggja er ekki annað en nýlendustefna. Næstum enn hörmulegri er hin röksemd Breta, sem þeir leggja á enn meiri áherzlu. Hun er sú, að nauðungarsamningurinn frá 1961 sé enn bindandi fyrir íslendinga og þeim beri þvi bæði að hlita bráðabirgðaúrskurði og lokaúr- skurði Haagdómsins. Alþingi ts- lendinga hefur einróma lýst þennan samning niður fallinn og þvi ekki bindandi fyrir ísland lengur og fært fyrir þvi gild rök. Þyngst á metunum frá siðferðis- legu sjónarmiði er þó það, að Bretar þvinguðu þáv. rikisstjórn Islands til að gera þennan samning með ofbeldi og hótunum um ofbeldi og er skemmst að minna á bréfin frá Sir Alec i þvi sambandi. Hann ætti þvi að sjá sóma sinn I þvi að minnast ekki á samninginn frá 1961. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.