Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur S. júll 1973. FAEIN TRE FYR IR EINNI ÖLD! á hæ6. Þetta eru reyniviðir og standa sinn við hvort hús norðarlega i bænum.” Geta má þess, að i Akur- eyrarbrekku hafa verið ræktaöar kartöflur i meira en hálfa aðra öld. „TRJAGRÓÐURINN eltir malbikið” er haft eftir einum ráðamanni Og satt er það, vænir trjálundir setja nú oröið mjög þægilegan, fagran svip á Reykjavik, Hafnar- fjörð, Akureyri, og fleiri kaupstaði viðs vegar um landið. Við nokkra sveitabæi hafa og verið gróðursett tré, en þó alltof fá, enn sem komið er. Það er. miklu hlýlegri svipur á bæjum, sem tré prýða og ánægjulegra að lita þangað heim. Hugarfarið hefur mjög breytzt i seinni tið, nú vilja flestir tækta tré, runna og blóm við hús sin. 1 sveitum þarf að girða garðana ramm- lega til að verjast ágangi sauðfjár — og sömu sögu er raunar að segja úr kaupstöð- um, þar með talin úthverfi Reykjavikur. Trjárækt er ung á Islandi. Liklega hafa tré verið ræktuð fyrr á Akureyri en i Reykja- vik, eða trjáræktin heppnazt þar betur fyrr á timum. Arið 1779 er þess egtið að perutré i garði dansks kaupmanns, Lynge að nafni, hafi borið fullþroska aldini, — og árið 1814 er getið um fullvaxta reynitre i bænum. A árunum 1820-1830 voru gróðursett reyniviðar- og birkihrisiur að Skriöu og Fornhaga i Hörgár- dal og lifa sumir reyniviðirnir enn i elzta trjágarði i sveit á tslandi. Reynirinn hefur þrifizt vel nyröra. 1 bókinni tslandsferöeftir C. W. Shepherd, sem ferðaðist hér árið 1862, segir svo á bls. 101 i þýðingu Steindórs Stein- dórssonar: Kaupstaöurinn (þ.e. Akureyri) er ein löng óregluleg húsaröö, sem snýr framhliðinni að sjónum, en breið gata liggur milli húsanna og sjávar. En að húsabaki ris næstum þvi lóörétt brekka. Sérhver ferða- maöur hlýtur að dást að trján- um á Akureyri. Þau eru aö visu aöeins tvö talsins, en það eru regluleg tré með gildum stofni og greinum og um 25 fet Þrir aldnir reyniviðir i „Fjörunni” á Akureyri, sennilega gróðursettir um likt leyti og trén i Skriðu, gild- vaxnir mjög, lifðu fram um 1925-1930. E.t.v. eru tveir þeirra hinir sömu og Shepherd minnist á. Gamla myndin, sem nafnið Akureyri Ingólfur Davíðsson Elztu tré i Reykjavik (frá 1888) Þorvaldur Thoroddsen gróðursetti. — Almur og hlynur við Laufásveg 5. (Tímamynd Gunnar) hrlslu i hrauninu. Eitthvað af reynivið i Reykjavik mun komið frá Skriðu, út af sömu ættmóður. stendur á, sýnir reynitré við gamalt timburhús. Rosknir Akureyringar geta sennilega gefið upplýsingar um húsið og tréð. útgefandi kortsins er Brauns-verzlun „Hamburg”, Reykjavik. og nokkrir runnar i Reykja- vík. Elztu garðar i Reykjavik sem enn sér merki um munu vera Landfógetagarðurinn bak við Hressingarskálannr., geröur af Arna Thorsteins- syni iandfógeta á árunum 1862-1865 og garðurinn við Aðalstræti I gamla kirkju- garðinum, en þar byrjaði Schierbeck landlæknir að rækta blóm og tré 1884. Gefur þar enn að lita vænan gljáviði og silfurreyni frá dögum Schierbecks. Um svipað leyti gróöursetti Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur álm og hlyn, sem enn standa hinir vöxtulegustu á Laufás- vegi. 5. (mynd.) Þessi fyrr- nefndu fjögur tré: Almur hlynur, gljáviöir og silfur- reynir á Laufásvegi og við Aðalstræti munu vera hin elztu núlifandi tré i Reykjavlk. 011 eru þau útlend, en reyni- viöirnir öldnu I Skriðu og Fornhaga i Hörgárdal eru af Islenzkum stofni komnir af hinni frægu reynihrislu i Möörufellshrauni I Eyjafirði. Enn lifa sprotar af þeirri og á Akureyri —um og uppúr aldamótunum, komst fyrst verulegur skriður á trjá- ræktina þar. Þá byrja og barrtré að koma til sögunnar. Hugsið ykkur gömlu Reykjavik — allmarga torfbæi og timburhús með nokkra litla matjurtargarða við húsin. Þrjár eða fjórar fjallaaspir, ekki mannhæðar háar, fáeina ribsrunna og svolitið af blómum! Eða Akureyri, strjála runu af húsum undir brekkunni, tvö reynitré og kartöflugarða I brekkunni fyrir ofan. Margt hefur breytzt á einni öld. Schierbeck gekk erfiðlega að rækta þau. en nú vaxa þau „eins og gras” I reitum skóg- ræktarinnar og I bjarkaskjóli út um landið, vænleg til nytja. Felleg eru þau lika sumar og vetur. „Skarta i mjöllinni skrúðgræn tré.” stendur i visunni. Syöra er getið um stikil- berjarunna á Bessastööum 1748 (Niels Harebou) Arið 1839 ritar John Barrow: „Stiptamtmaður sýndi mér 3 eða fjórar fjallaaspir um 4 feta háar, sem hann var hreykinn af og kvað vera einu trén i Reykjavik og nágrenni.” Blómin, trén og gras- vellirnir eru okkur til mikils yndisauka — og þurfa kaupstaðabúar á mölinni og malbikinu þess ekki sizt við. En fleira kemur til. Gróðurinn framleiðir lika mikið súrefni og bætir þannig andrúmsloftið. Trjágróðurinn siar einnig ryk úr loftinu og dregur úr hávaða um- hverfisins. Hann er, auk annarra kosta, sia og hljóð- deyfir! Árið 1856 ferðaöist hér Dufferin lávarðurog segir um Reykjavik og grennd, að ekk- ert tré eða runnr lifgi upp á auðn landslagsins. Annar ferðamaður (Henry Helland) segir, að 1871 hafi hann séö ribs og stikilberjarunna á 2-3 stööum i Reykjavfk. Já, svona var þaö fyrir einni öld, — fáeinir reyniviöir á Akureyri Shepherd segir húsin á Akureyri með ýmsum hrein- legum litum, gráblá, gul og brún, og svartan bliklit mjög algengan. Litirnir á ný- máluðu húsunum gömlu I Bernhöfts-torfunni gefa góða hugmynd um þetta. Glugga- umgeröir venjulega hvitar. Þegar starfsemi gróðrar- stöðvanna hófst i Reykjavik Reyniviður við gamla „Ardaishúsið” á Akureyri 1965 Reynir við timburhús (gömul mynd frá Akureyri) rf * , iii i»'| kimiiiiiiihii nlllii 11111111 iiiiiiiiiiJlln I i iil III 11 li 8 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.