Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 19
VWÍMIT TÍMINN 19 .ótcí :íáí .8 •tjjjfcbiínnna Sunnudagur 8. júlí 1973. ' Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. AskriftagjaJd 300 kr. á mánuöi innan lands i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaöaprent h.f Aukin bjartsýni Enginn, sem litur sanngjarnt á málin, getur neitað þvi, að allt annað andrúmsloft rikir nú hjá þjóðinni en á þeim tima, þegar hin svo- nefnda „viðreisnarstefna” réði rikjum. Þá rikti hér óneitanlega mikil svartsýni á mörgum sviðum. Þá lá mikill fólksstraumur úr landinu. Þá fann sú skoðun talsverðan jarðveg, að ís- land yrði ekki lifvænlegt land, nema erlendir fjármálamenn reistu hér stóriðju. Þá var þvi mjög haldið á loft, hve sjávarútvegurinn væri fallvaltur atvinnuvegur. Þá var rætt um land- búnaðinn með vaxandi litilsvirðingu. Þá var gert litið úr þýðingu islenzks iðnaðar. Stóriðn- fyrirtæki erlendra iðjuhölda áttu að leysa hina gömlu atvinnuvegi íslendinga að miklu leyti af hólmi. Núerþettagerbreytt. Fólksflóttínn úrland- inu er stöðvaður. Margir þeirra, sem fluttu til útlanda á „viðreisnarárunum”, hafa snúið heim aftur, en von er á öðrum. Nú heyrist það varla nefnt lengur, að Islendingar þurfi á er- lendu framtaki og stóriðju útlendinga að halda, ef lifvænlegt eigi að vera i landinu. Hvarvetna er nú næg atvinna og mikill hörgull á vinnuafli. Það stafar ekki nema að takmörk- uðu leyti af auknum opinberum framkvæmd- um. Meginorsökin er sú, að framtak margra einstaklinga hefur verið eins og leyst úr læðingi og lætur þvi miklu meira til sin taka en áður. Kappsamlega er unnið að eflingu útgerðar og fiskvinnslu um allt land. Áróðurinn um fall- valtleika sjávarútvegsins lamar ekki lengur trú manna á framtið hans. Þvi veldur m.a. út- færsla fiskveiðilögsögunnar. Litilsvirðingar- talið um landbúnaðinn er að mestu úr sögunni. Reynslan sýnir, að hann er orðinn undirstaða mikilvægs útflutningsiðnaðar. Vaxandi skortur á landbúnaðarvörum viða um heim styrkir trúna á landbúnaðinn ekki siður hér en annars staðar. Hinir tveir gömlu undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar eiga auðsjáanlega áfram mikilvægu hlutverki að gegna. Sama gildir um iðnaðinn, sem var talinn vaxinn upp i skjóli innflutningshafta og eiga þvi ekki rétt á sér til frambúðar. Þýðing hans er að verða mönnum aftur ljós og þvi er ný trú að skapast á framtið hans og mikilvægi. Sú sögulega breyting andrúmslofts, sem hér hefur orðið, rekur rætur sinar fyrst og fremst til þeirra stjórnarskipta, sem urðu hér fyrir tveimur árum. Stefna og starf vinstri stjórnar- innar hefur endurreist trúna á framtak þjóðar- innar og getu hennar og möguleika til að lifa góðu lifi i landinu, ein og óstudd. Að sama skapi hefur dvinað falstrúin á erlent framtak og stór- iðju útlendinga. Þessi nýja trú á land og þjóð hefur þegar sannazt i verki, þvi að þjóðin býr nú við betri kjör en hún hefur nokkru sinni áður gert. Þótt þjóðin glimi við verðbólgu, eins og áður fyrr, rikir þvi allt önnur trú á framtiðina. Bjartsýnin hefur aukizt og það er ekki byggt á neinum draumsýnum, heldur öruggri vissu um, að þá vegnar þjóðinni bezt, þegar hún treystir fyrst og fremst á sjálfa sig. Þ.Þ. Thanat Khoman, fyrrv. utanríkisráðherra: Loftárásir Bandaríkja- manna frá Thailandi Þær eru brot á samningum og alþjóðalögum Sihanouk, leiötofli þjóðcrnissinna i Kambódiu, en þaö er gegn liösmönnum hans, sem Bandarikin beina loftárásunum frá Thailandi. Höfundur þessarar greinar, Thanat Khoman, var um all- langt skcið utanrikisráð- herra Thailands og vakti þá oft athygli fyrir skeleggan mátflutning. llann var látinn vikja úr rikisstjórninni vegna andstöðu við herbæki- stöðvar Bandarikjahers i Thailandi. i Eftirfarandi grein, sem hefur birzt i all- m ö r g u m a m e r I s k u m blööum, gerir hann grein fyrir afstööu sinni. EVRÓPUMENN njóta yls og birtu bættrar sambúðar á alþjóðavettvangi. Banda- rikjamenn varpa öndinni léttar siðan að vinsamlegt samband komst á við Alþýðu- lýðveldið Kina og sambúðin við Sovétrikin tóku að batna, en þetta tvennt leiddi til þess, að bardögum var hætt i Viet- nam. Meðan þessu fer fram á Vesturlöndum sitja Thailend- ingar enn fastir, sokknir til áxla i kaldastriðskviksyndið vegna mikilla hernaðarum- svifa Bandarikjamanna i landinu og notkunar landsins án heimildar til hernaðarað- gerða i Indókina. Hvað kemur til? Vopnahlé er komið á og búið er að skila bandariskum striðsföngum. Þrátt fyrir þetta halda Bandarikjamenn þvi fram, að hernaðarnærvera þeirra i Thailandi sé nauðsyn- leg og loftárásir þaðan óhjá- kvæmilegar til þess að tryggja strangt eftirlit með framkvæmd vopnahléssamn- inganna. Opinberir embættismenn og stjórnmálamenn i Thailandi taka undir þessar skýringar af stakri skyldurækni. Hitt er svo álitamál, hvort þessi afstaða sé heppileg og samræmist eðlilegum skilningi lagalega og siðferðilega séð. SAMKVÆMT vopnahlés- sáttmálanum ber samnings- aðilum — ekki siður Bandarikjamönnum en öðrum — að notfæra sér friðargæzlu- kerfið, einkum þó hona alþjóð- legu eftirlitsnefnd með fram- kvæmd vopnahlésins. Brot má svo leggja fyrir friðarráð- stefnuna, sem kvödd verður saman að nýju. Lagalega séð geta brot á vopnahléssamningnum ekki réttlætt hvað þá afmáð brot á alþjóðalögum. Sprengjuárásir bandariska flughersins frá flugvöllum i Thailandi eru brot á alþjóðalögum. Þetta er enn alvarlegra fyrir þjóð mina vegna þess, að hún var hvorki aðili að vopnahlés- samningunum né friðarráð- stefnunni i Paris. Yfirvöld i Thailandi gáfu bandariskum her munnlega heimild til landvistar. Um hana voru ekki gerðir neinir skriflegir samningar þar sem lýst sé tilgangi landvistar- innar, kveðið á um, hve lengi hún skuli standa, eða henni sett takmörk eða skilyrði að öðru leyti. Þessi staðreynd getur ekki veitt Bandarikja- mönnum heimild til að gera árásir frá Thailandi á önnur riki, sem Thailendingar eiga ekki i útistöðum við. Með þvi gera Bandarikjamenn Thai- lendinga i raun og veru aðila að styrjöld án beins samþykk- is þeirra eða jákvæðis á annan hátt. VALDHAF AR i Banda- rikjunum verða þvi að likind- um að taka á sig lagalega ábyrgð á margs konar brotum. Þeir hafa bæði brotið samninga, sem þeir hafa skrifað undir af fúsum og frjábum vilja, og einnig haldið uppi hernaðarað- gerðum frá landi hlutlausrar þjóðar án samþykkis hennar. Erfitt er að finna gildar sið- ferðilegar skýringar á fram- ferði Bandarikjanianna. Bandariskir striðsfangar eru komnir heim heilu og höldnu. Bandarikjamenn viðurkenna skilyrðislaust með undirskrift vopnahléssáttmálans, að lokið væri hernaðarhlutverki þeirra I Vietnam og Indókina. Þetta er i samræmi vi þá stefnu af- skiptafráhvarfs, sem lýst var yfir i Guam. Að þessu sinni geta Banda- rikjamenn varla visað til réttar sins til sjálfsvarna. Hvernig geta Bandarikja- menn þá réttlætt framferði sitt, einkum hvað Kambódiu áhrærir? Ekkert stendur um það i stjónarskrá Banda- rikjanna, að Bandarikja- mönnum sé skylt að ábyrgjast tilveru eða valdasetu hers- höfðingja og marskálka viðs vegar um heim. Hinn siðferði- legi grundvöllur er auðsjáan- lega ákaflega ótraustur. ÞA er eftir að athuga, hvað hentugt sé eða hyggilegt. Loft- árásum hefir verið haldið áfram árum saman, jafnvel i mun meiri mæli en gert var i siðari heimsstyrjöldinni. Reynslan ætti að hafa leitt i ljós, að vigvélar einar hrökkva ekki til þess að ráða úrslitum i styrjöld, sem að mestu veltur á mönnunum sjálfum. Aðstoð við þá, sem fúsir eru að berjast fyrir tilveru sinni og sjálfstæði, kæmi Banda- rikjamönnum að meiri notum en loftárásir. Sprengjur verða að engu gagni fyrir þá, sem brestur vilja til að verja sig og frelsi sitt. Hersveitir kommúnista nálgast stöðugt markmið sitt i Kambódiu, þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir. Thailendingar sjálfir geta Htiö sem ekkert hagnazt á at- höfnum Bandarikjamanna, hvort sem á málin er litið frá sjónarhorni efnahags, stjórnmála eða hernaðar. Þjóðinni allri er og verður til vanvirðu að hafa léð land og aðstöðu til loftárása. Haldið er fram, að Bandarikjamenn verji 200 milljónum dollurum til allra athafna sinna i Thai- landi, en hagur Thailendinga af þeim viðskiptum er vafa- samur, að ekki sé meira sagt. Til eru að minnsta kosti aðrar betri leiðir til lifsbjargar en að reiða sig á eyðslufé erlendra hermanna, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að valda félags- legum meinum, spillingu sið- ferðis og efnahagstruflunum. BANDARtSKAR hersveitir gegna engu hlutverki til tryggingar innanlandsöryggis okkar Thailendinga. Ógnandi nærvera þeirra og loftárásir hvetur þvert á móti til hefnda og gagnárása, sem velferð okkar og öryggi hlýtur að stafa hætta af. Dvöl banda- riskra hersveita i landinu og athafnir þeirra spilla sambúð okkar við grannþjóðirnar. Aðstaða Thailendinga versnar þvi til muna án þess að aðstoð bandamanna komi þar á móti, þar sem gildandi samningar skuldbinda aðeins til „ráð- gjafar”, en til beggja vona getur eðililega brugðizt um það, hvort „ráðgjöfin”1 leiðir •tl liðsinnis eða ekki. Um öryggið i nágrenninu er það að segja, að ef einhverri annarri þjóð þætti dvöl er- lends hers i landinu auka öryggisitt ættu Thailendingar að samþykkja þá ráðstöfun tafarlaust. AÐ minu viti er einmitt tlmabært nú fyrir bæði Bandarikjamenn og Thai- lendinga að taka að búa sig undir breytta hætti og frið- samlega sambúð og samvinnu I umheiminum i náinni fram- tið. Þjóðir okkar geta sannar- lega helgað sig þarfari og göfugri markmiðum en þvi, að önnur noti land hinnar sem bækistöð til loftárása, eða safni þar málaliðum til að heyja styrjöld i umboði annarra. Þingmenn i Bandarikjunum virðast vera svipaðs sinnis i þessu efni og margir okkar Thailendinga. Þingið hefir gert samþykktir, sem lýsa tvi- mælalaust svipaðri afstöðu og markmiðum og mikill hluti Thailendinga aðhyllist sem betur fer.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.