Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 26
yVSJífM' TÍMINN f'TOr 26 Sunnudagur 8. júlí 1973. HERMANN GUNNARSSON...sést hér senda knöttinn í netiö hjá Norömönnum. islenzkur sigur var staðreynd 2:0. ÞEGAR HANN ER í ESSINU SÍNU GETUR HANN ÓGNAÐ HVAÐA VÖRN OG HVAÐA MARKVERÐI ft A f" Hermann Gunnarsson hefur oft komið áhorfendum til að rísa úr sínum af spenningi BZ B m 1 WZ, og hann hefur komið mörgum áhorfendum á Laugardalsvellinum í gott skap Hverjir þekkja ekki Hermann Gunnarsson, einhvern marksæknasta knattspyrnu- mann, sem ísland hefurátt. Þeir, sem hafa ekki séö Hermann, eða Hemma eins og hann er kallaður, hafa örugglega oft lesið setningar á þessa leið. „Hann sigldi örugglega fram hjá varnarmönnum — og skaut síðan hörkuskoti framhjá mark- verðinum, sem reyndi árangurslaust að verja — knötturinn söng algjörlega óverj- andi í netinu." Það á að vera óþarfi að lýsa þessum mikla markaskorara, sem byrjaði yngstur manna að leika í meistaraflokksliði —aðeins 16 ára. Hermann hefur ótrúlegustu reynslu að baki, hann hefur skorað mörk á móti sterkustu félagsliðum Evrópu og verið ofarlega á lista y fir markhæstu menn i Evrópukeppni. HÆTTA VIÐ MARKIÐ......Hermann Gunnarsson á fullri ferö aö marki Skagamanna. Stuttu sföar söng knötturinn I netinu. Byrjaði ungur að hrella markverði Þótt að Hermann væri kominn af mikilli Valsfjölskyldu, byrjaði hann sinn kanttspyrnuferill hjá Víking. Þá var hann aðeins 7 ára og lék i 4.flokki (5. flokkur var þá ekki til), en fljótlega gekk hann yfir i Val. Ekki leið á löngu, áður en markverðir færu að hræðast Hermann, enda ekki nema von, ungur byrjaði hann að hrella þá. Hann skoraði mikið af mörkum, þvi fengu gömlu félagarnir hans úr Viking fljótlega að kynnast. Ari eftir að hann fór yfir i Val, lék hann tvo leiki gegn Viking. Valur vann fyrri leikinn, sem var i Reykjavikurmóti 14:0. Hermann, eða Hemmi eins og hann er kallaður, skoraði tiu mörk þá. Fimm dögum siðar, léku Valur og Vikingur til úrslita i Islands- mótinu — þeim leik lauk með sigri Vals 10:0 og skoraði Her- mann þá sjö mörk. Aðeins 16 ára lék Hermann sinn fyrsta meistaraflokksleik (þá ennþá leikmaður i 3. flokki) Hann og Bergsveinn Alfonsson komu þá inn i Valsliðið, sem nýliðar i Reykjavikurmóti. Byrjunin var góö, Valur varð Reykjavikur- meistari og skoraði Hermann sjö mörk i mótinu. Hann varð fastur leikmaður i Valsliðinu og varð Bikarmeistari KSI 1956 Reykja- vikurmeistari 1968, íslands- meistari 1966 og ’67 með liðinu. Hermann hefur þrisvar sinnum orðið markakóngur 1. deildar, 1965, 1967 skoraði þá 14 mörk) og 1970, en þá lék hann með Akur- eyrarliðinu. Hermann var kosinn „Knattspyrnumaður ársins” i fyrstu skoðunarkönnun Timans, 1968. Var á lista með mestu markaskorurum Evrópu Það eru ekki eingöngu is- lenzkir markverðir, sem hafa þurft að hirða kn. úr netinu, þeg- ar Hermann hefur skorað. Hann hefur skorað mörk gegn mörgum heimsfrægum liðum, eins og Lundúnarliðinu Arsenal, Benfica, ungversku 1. deildarliðunum Vasas Budapest og Tatabanya. Hermann var fyrirliði Vals- liðsins, þegar það varð fyrsta is- lenzka knattspyrnuliðið, sem komst i 2. umferð Evrópu- meistarakeppninnar árið 1967. Fyrsti leikur hans sem fyrirliði var gegn Jeunesse D’ Esch frá Luxemborg. Þan leik spilaði Hermann tábrotinn — hann lét það ekki á sig fá og skoraði mörk i leiknum. Þegar Valsliðið lék i 2. um- ferðinni gegn ungverska liðinu Vasas, birtist i franska Knatt- spyrnublaðinu FRANS FOOTBALL, listi yfir markhæstu leikmenn Evrópukeppninnar. Markhæstur þá var Paul Van Himst, kanttspyrnukappinn mikli frá Belgiu — hann hafði þá skorað fimm mörk. í blaðinu var sagt frá honum og hvað hann heföi af- rekað um ævina. I öðru sæti kom svo óþekkt nafn, sem enginn þekkti. Einhver Eskimói frá Is- landi en það var enginn annar en Hermann Gunnarsson með fjögur mörk. Þegar við spurðum Hermann, hvernig honum hefði fundizt að vera á lista með mestu marka- skorurum Evrópu, sagði hann: „Oneitanlega var það gaman, sérstaklega þegar nöfn eins og George Best og Denis Law, hinir snjöllu leikmenn Manchester United, voru fyrir aftan mig á listanum með 1 og 2 mörk. En United-liðið var þá geysilega sterkt, enda vann liðið Evrópu- keppnina. Hann ógnaði hvaða vörn og hvaða markverði sem var. Hermann hefur leikið 19 lands- leiki i knattspyrnu, hann lék sinn fyrsta leik 19 ára gamall gegn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.