Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. júlí 1973. T>/ lj! i i.a ■* m TÍMINN ÁRNAR OG VÖTNIN EIN STÆRSTA AUÐ- LIND ÍSLENDINGA STUTT YFIRLIT UM VEIÐI f NÁLÆGUM LÖNDUM i siðustu grein var rætt litillega um nokkur vandamál i sambandi við þróun veiðimála, en áður en við ræðum það nánar, skal vikið að skipulagi veiðimála i nálægum löndum ofl. Eins og áður var um getið, er Noregurþað lánd sem einna helzt svipar til um staðhætti og hér eru. 1 Noregi eru um 150 laxár og margar þeirra mjög góðar. Ef veiði yrði hætt i sjó við Noregsstrendur, yrði Noregur á samri stundu eitt mesta laxveiði- land i heimi, kannske að undan- skildu Kanada, ef friðunin við Grænland verður að veruleika og skilar tilætluðum árangri. í Finnlandier svo til engin lax- veiði, en i þúsund vatna landinu er gnægð fiskjar, en aðallega hinn svokallaði „óeðla” fiskur, þ.e. aðrar fisktegundir, en af laxaættinni. 1 Lappiandi eru góð veiðivötn og ár og mun fást þar vænni fiskur, þ.e. urriði og bleikja en viða annarsstaðar i Skandinaviu, en þó er smáfiskurinn þar i yfir- gnæfandi meirihluta. t Norður Sviþjóð veiðist allmikið af urriða og bleikju i vötnunum, en er yfirleitt smár fiskur. Þegar sunnar dregur i Sviþjóð fer hinn svokallaði „lokal” fiskur að ná yfirhöndinni, gedda, abbori ofl. tegundir, en i Sviþjóð eru um 100.000 vötn. Veiðiskapur er þrátt fyrir þetta ákaflega vinsæl iþrótt i Sviþjóð, eins og meðal flestra iðnaðar- þjóða. Þetta tilefni til að dveljast úti við og hafa eitthvað fyrir stafni, virðist vera sifellt vinsælla allstaðar og mikill fjöldi Svia fer um hverja helgi yfir landamærin til Noregs, að veiða urriða, þótt hann sé ekki stærri, en 2-400 grömm. Laxveiði i Sviþjóð er mjög litil og liggja til þess ýmsar ástæður. Aðalástæðan er sú, að flestar lax- veiðiár Sviþjóðar eru virkjaðar og eru margar virkjanir viða i hverri á. Uppeldisskilyrði laxins hafa raskast gifurlega við þetta og eru raforkuverin skylduð til að framleiða mjög mikið magn af eldisseiðum i uppbætur. Annað ber og til, en það er það, að Eystrasaltslaxinn tekur mjög illa i, i ánum, svo hægt er að afskrifa Sviþjóð sem laxveiði- land, enda eru laxveiðileyfi seld mjög ódýrt þar og mönnum gert ljóst, að hending ein ræður þvi hvort lax veiðist eða ekki. t Danmörku veiðist harla litið af laxi, þó finnst þar lax og þá helzt i Gudená, sem er stærsta á i Danmörku og rennur til austurs i Mið-Jótlandi. Hinsvegar er nokkuð af urriða og regnboga- Annar lax úr ánni Nid (Nideiva), sem vegur 31,8kg. silungi i ýmsum vötnum einkum á Sjálandi og Borgundarhólmi. Ahugi fyrir veiðiskap er gifur- legur i Danmörku og mjög mikið er af hinum svo kallaða óeðla fiski sem áður er nefndur. trarhafa gert mjög mikið til að fá veiðimenn til landsins, en ekki er hægt að segja að Irland sé mikið laxveiðiland, enda eru laxveiðileyfi þar seld fyrir 1-4 sterlingspund. Mjög mikið er hinsvegar af veiðivötnum i trlandi, en urriðinn er smár, en ýmsar aðrar tegundir vatnafiska veiðast þar i rikum mæli. Skotlander mikið laxveiðiland, eða var að minnsta kosti áður, en hinar gifurlegu laxveiðar hófust við Grænland, en flestar lax- veiðiár Skotlands eru i eigu enskra lorda og auðmanna, eins og áður var sagt. Mikil laxveiði er i Nýfundna- landiog mikill fjöldi af veiðiám, en flestar þeirra eru litlar og laxinn þarafleiðandi smár, en laxveiði i sjó er leyfð við Nýfundnaland og hefir það að sjálfsögðu mjög mikil áhrif á lax- veiðina i ánum. Þó veiðist milli fjögur og fimm þúsund laxar i stærstu ánni og mikið af honum er um 10 kg. Aðeinsmá veiða á flugu i Nýfundna landi. Kanadabýr yfir miklum fjölda góðra veiðiáa, en hefir orðið fyrir barðinu á laxveiðum Dana viö Grænland. Má gera ráð fyrir að laxveiði þar stóraukizt á næstunni og ekki sizt fyrir, að mikil áherzla er lögð á fiskirækt og mikinn fjölda eldisstöðva. Annars eru margar ár Kanada mengaðar, bæði vegna orkuvera svo og timburverksmiðja. Mjög litil laxveiði er i Bandarikjunum og þá helzt i Maine, en reynt er að koma upp laxastofnum i ýmsar ár, en mengun og ýmsar aðrar orsakir eru óþægur ljár i þúfu. Til gamans má geta þess að gifurleg laxveiði er við vestur- strönd Ameriku i Kyrrahafi og getur sá lax orðið mjög stór, eða allt upp i 60 kg. Þar er og einskonar sjóbirt- ingur, eða raunar sjógenginn regnbogasilungur sem nefndur er „steelhead” og er að jafnaði 6-10 pund. Þessi fiskur deyr ekki eftir krygningu eins og Kyrrahafs- laxinn og er mjög eftirsóttur sportveiðifiskur. Eftir þetta smáferðalag, skulum við vikja að Noregi á ný. Margar af laxveiðiám Noregs eru stórár og laxinn i þeim er stórlax, allt upp i 50 pund. Vegna hinnar gifurlegu laxveiði i sjó sem fer sivaxandi, verða Norðmenn að leggja mjög mikla áherzlu á laxarækt. Bæði rikið og þó einkum raforkuverin hafa komið á fót stórum klakstöðvum, sem framleiða mikið af sleppi- seiöum upp i tveggja ára gömul. Að visu er laxveiðin i sjónum skattlögð til stuðnings þessari starfsemi, en sá skattur næst aðeins af norskum bátum, en sænsku, þýzku og dönsku bátarnir sleppa við allt slikt. Gifurleg eftirspurn er eftir laxaseiðum úr eldisstöövunum til sjóeldis, sem er orðinn veiga- mikill atvinnuvegur i Noregi og verður vikið að þvi siðar. Sala veiðileyfa 1 flestum þeim löndum sem hér hafa verið nefnd, er aðalreglan sú, að selja takmarkalitið magn af veiðileyfum, nema þá á sér- stökum svæðum, eða i sérstökum ám og þá tiltölulega fáum, sem eru þá leigðar út með svipuðum hætti og tiðkast hér. 1 Noregi eru laxveiðileyfi seld á kr. 15-50 norskar, nema á vissum svæðum i Finnmörku, sem leigð eru útlendingum, en þess skal getið, að aðeins um helmingur vatnasvæða Finnmerkur eru leigð . útlendingum fyrir hátt verð, en afgangurinn eingöngu Norðmönnum fyrir miklu lægra verð. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að gefa sem flestum kost að reyna við þessa iþrótt og er allt annað sjónarmið til grundvallar en hér heima. Menn geta fengið vikukort. mánaðarkort. eða kort yfir allt veiðitimabilið og verður þá verðið miklu lægra. Ég spurði Norðmennina hvort þeir væru ekki hræddir um ofveiði með þessu móti, en þeir sögðu að á þvi væri ekki mikil hætta. Laxinn tæki miklu siður. ef margar stengur væru. hann styggðist. Auk þess væri séð um að halda stofninum með klaki. Þeir ræddu einnig um hve þetta væri auðvelt fyrir okkur her. þar sem engin laxveiði væri i sjo. og heimtur þvi góðar. Norðmenn láta greiða fyrir leyfisbréf til að kaupa veiðileyfi og eru það 15 kr.n. fyrir innlenda veiðimenn og 25 fyrir erlenda og fer allt það fé i fiskirækt. Avinningurinn við þessa til- högun er auðsær. Mikill fjöldi veiðimanna innlendra og er- lendra, koma út i héruðin til að veiða. Þar eyða þeir margfaldri þeirri upphæð er veiðileyfin kosta fyrir gistingu og aðra þjónustu. 1 næstu grein verður rætt um silungsveiði og möguleika okkar á þvi sviði ofl. Páll Finnbogason. Stórlax úar ánni Nid, sem rennur i gegnum Þrándheim, en laxmn gengur ekki lengra en 8-9 km, vegna raforkuvera. Laxinn vegur 24,3 kg. Geddan getur orðið mjög væn og er mikill ranfiskur. Þessi her er i stærra lagi. en litlar geddur er goður matfiskur. Geddan er sprettharð- ur fiskur. en gefst tiltölulega fljott upp. Hér er bandarlskur veiöiniaður aö veiðum I Kanada. KanadJskur veiöi- maöur, cr aðstoðarinaður. Verður þetta framtfðarhlutskipti íslenzkra sportveiðimanna?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.