Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 14
TÍMINN Sunnudagur 8. júli 1973. Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD ÁrmúlaS. Reykjavik sími3S900 Sumarsýning í Myndlistarhúsinu — Sjaldséðar myndir eftir Gunnlaug Scheving og verk eftir samtímamenn hans og unga listamenn Á sunnudag kl. 4 síð- degis verður opnuð sumarsýning ’73 i mynd- listarhúsinu á Mikia- túni. Mikill hluti sýn- ingarinnar eru myndir eftir Gunnlaug Ó. Scheving, einkasafn Dr. Gunnlaugs Þórðarson- ar. En meðal þeirra eru málverk, sem urðu sem mestir hneykslunar- valdar á fyrstu haust- sýningunni 11947 og á sýningu þeirra Þorvalds Skúlasonar og Gunn- laugs Scheving i Græn- metisskálanum, (þar sem nú eru Hallveigar- staðir) 1941. Fáum kæmi liklega til hugar að hneykslast á myndefni Gunn- laugs nú, skipum og hrörlegum, en myndrænum húsum. En fyrir þrjátiu árum þótti argasti dóna- skapur að setja slikt á mynd. „Listaverk þótti ekki boðlegt, ef það var ekki af Þingvöllum eða með bóndabæ i forgrunni”, sagði Valtýr Pétursson fulltrúi sýn- ingarráðs myndlistarhússins á fundi með fréttamönnum, og bætti við — ,,en það var einmitt á þessum tima, sem Snorri Arin- bjarnar lifði sultarlifi við að mála skipamyndir slnar”. Vilja sýna einkasöfn En það var fleira að gerast á þessum tima. Þegar Gunnlaugur Þórðarson fór á sýningu nafna sins Schevings og Þorvalds Skúlasonar 1941 tvitugur að aldri, opnaðist honum nýr heimur og siðan hefur myndlistin verið hon- um ástriða. Þá keypti hann fyrstu myndina, sem hann eignaðist eft- ir Scheving, Prestshúsið (nr. 31 á sumarsýningunni) fyrir 300 kr. og gaf unnustu sinni Herdisi Þor- valdsdóttur leikkonu. Sýningarráð myndlistarhússins er aö marka stefnu sina. Með þessari sýningu nú er ætlunin að hefjast handa með að draga einkasöfn fram i dagsljósið, en þau hafa til þessa verið lokaður heimur öllum almenningi hér á landi. Vonast ráðið til,að fram- hald verði á slikum sýningum. Nokkrir myndlistarmannanna, sem sýna á Miklatúni, Finnur Jónsson, Halisteinn Sigurðsson, Jón Benediktsson, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Guðmundur Benediktsson «g Sigrún Guðmundsdóttir. 1 baksýn sjást málverk eftir Gunnlaug Scheving og fremst er grásteinsmynd Sigurjóns Ólafssonar, Freyja. TlmamyndGE 14 aðrir listamenn 33 verk eftir Gunnlaug Schev- ing eru á sýningunni, vatnslita- myndir, oliumálverk og klipp> myndir. Þá eiga 14 aðrir lista- menn verk á sýningunni, bæði samtimamenn Gunnlaugs Schev- ing og nokkrir af yngstu mynd- listarmönnum okkar. Flest verk þeirra á sýningunni eru til sölu. Finnur Jónsson sýnir nýjar myndir og nýstárlegar. Ragn- heiður Jónsdóttir Ream á þarna málverk, en að undanförnu hafa sjaldan gefizt tækifæri til að skoða list hennar. Auk þess sýna málararnir Þorvaldur Skúlason, örlygur Sigurösson, Steinþór Sigurösson, Guðmunda Andrésdóttir, Bragi Asgeirsson, Hjörleifur Sigurösson, Hrólfur Sigurðsson og myndhöggvararnir Sigurjón Ólafsson, Guðmundur Benediktsson, Jón Benediktsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Hall- steinn Sigurðsson. Sýningin verður opin allan júli- mánuð kl. 4-10 daglega nema á mánudögum og er aðgangur ókeypis. I Kjarvalssal er sýning á myndum Reykjavikurborgar eft- ir Jóhannes Kjarval opin á sama tima. SJ Höfum fyrirliggjandi H 65 B VELSKÓFLU Vökvaskipt með húsi og miðstöð Skóflustærð 1900 lítrar Verð kr. 3,1 milljón Glava glerullar- hólkar Hlýindin af góðri hitaeinangrun vara lengur en ánægjan af "lágu'verði allir kaupa hringana hjá HALLDÓSI Skólavörðustíg 2 FRÍMERKI — MYNT| Kaup — sala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frimerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A Reykjavík gjöfin sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.