Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN ' Sunnudagur 8. júli 1973. Kennsla í sjónvarpi 1 Bandarikjunum hefur verið sýndur sjónvarpsþáttur, sem kallast Sesame Street, og er honum ætlað að kenna börnum til dæmis stafina á mjög ein- faldan og skemmtilegan hátt með söng og leik. Hér er um framhaldsþátt að ræða, og hefur hann vakið mikla eftirtekt, og nýtur mjög mikilla vinsælda bæði meðal barna og foreldra þeirra, sérstaklega vegna hins góða árangurs, sem náðst hefur hjá þeim börnum, sem horft hafa á hann að staðaldri. Þátturinn hefur verið sýndur i Þýzkalandi i þýzkri útgáfu, og vakið athygli þar, ekki siður en i heimalandi sinu. Þrir skrýtnir karlar koma fram i þættinum og kallast þeir Ernie, Bert og Monster (eða ófreskjan) Sjást þeir hér á myndinni. Það er menntamálaráðherra Þýzka- lands, sem heldur hér á ófreskjunni, en með honum eru tvö börn, hans, sem halda á hin- um körlunum tveimur. Þessir karlar koma mikið við sögu i Seasame-þættinum, og með að- stoð þeirra læra börnin stafina eins og skot, nánast án þess þau viti af, Börn dr. Klaus von Dohnanyi ráðherra eru lika mjög ánægjuleg á svipinn, þar sem þau aðstoða föður sinn við að setj. á svið einn Sesamþáttinn. . . • Presturinn er lofthræddur Söfnuðurinn i Sommelsdijk i Hollandi þarf ekki að lita upp til prestsins sins, hans sr. G. Van Estrik, þegar hann er að messa, vegna þess að predikunar- stóllinn stendur á gólfinu fyrir framan söfnuðinn. Ástæðan er sú, að þegar sr. Estrik kom I kirkjusóknina sagðist hann vera svo lofthræddur, að hann þyrði ekki að predika úr hinum 10 feta háa predikunarstól.Þar af leið- andi var smiðaður nýr predikunárstóll, sem stóð á kirkjugólfinu. En það eru aðrir prestar en Estrik, sem geta ekki sætt sig við það, sem i kirkjum þeirra á að vera. Sr. E. Smith-Evans .i Miami i Florida getur alls ekki fellt sig við orgeltónlist, og þess vegna lét hann koma fyrir pianói i kirkjunni sinni. —Ég gerði það, segirhann, —vegna þess að það fer hrollur um mig við að heyra i orgelinu, og mér verður óglatt. DENNI DÆMALAUSI Pabbi, veiztu hvernig á að ná flugdreka ofan úr sjónvarpsloft- neti?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.