Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 8. júll 1873. TÍMINN 33 Björn Egilsson: KVEÐJATIL VESTUR- SKAFTFELLINGA AVARP, það sem hér fer á eftir, hafði ég hugsað mér, að flytja að Kirkjubæjarklaustri, en viðdvöl var þar svo naum þegar Skag- firðingar voru þar á ferð, að það var ekki unnt, svo ég bað Timann að miðla málum. Góðir Skaftfellingar! Það eru nú rétt 50 ár siðan ég kom fyrst á Suðurland. Það var sumarið 1923, að fluttir voru brúarsmiðir suður Kjalveg að Selfossi og var ég hestasveinn, þá 18 ára gamall. Árin á undan hafði ég farið suður á heiðar vor og haust og séð jöklana i suðri og brann af löngun að sjá baksvið_þeirra, — landið fyrir sunnan. Þetta var 7 daga ferð, sem varð mér svo minnis- stæð, að ég man hana enn þá, jafnvel smá atriði. Ég hafði Björn Egilsson fundið nýja heimsálfu og var svo barnslega glaður og ég efast um, að Kólumbus hafi verið glaðari, þegar hann steig á land i Vestur- álfu. Og nú er ég ungur i annað sinn og hef fundið nýja heimsálfu. Áratuga gamall draumur hefur nú rætzt. Ég hef fengið að sjá og skoða Vestur-Skaftafellssýslu. Ég var búinn að hlakka til i hálfan mánuð og sannarlega hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hið svip- mikla landslag Vestur-Skafta- fellssýslu verður ógleymanlegt þeim, er það sér fyrsta sinn. Kjartan Markússon frá Hjörleifshöfða segir svo i Goða- steini: „Mér þótti mikil náttúru- fegurð i Verinu — það er Álfta- veri —. Fjallahringurinn, sem lykur um hið mikla undirlendi, frá öræfajökli til Mýrdalsfjalla, þykir mér fegursti fjallahringur landsins.” Biskupinn yfir tslandi, sem er Skaftfellingur að ætt og uppruna, var nýlega að vigja nýja kirkju Miklabæ i Blönduhlið. Hann sagði frá þvi i ræðu yfir kaffiborði, að ungur hefði hann komið að Mikla- bæ og látið svo ummælt, að Mikli- bær mundi vera fegursta prests- setur á landinu. Og svo bætti hann við, að þá hefði vinur sinn séra Björn 0. Björnsson orðið móðg- aður að hann skyldi ekki nefna Ása i Skaftártungu. Um fegurð má endalaust deila, án þess úrskurður fáist, vegna þess að hún er á sviði tilfinninga og verður ekki með tölum talin. En fegurð má viða finna, ef menn geta skynjað hana. Grænar lendur, sandar, hraun og jöklar hafa sina töfra, að ógleymdri hinni hvitu bryddingu, brim- garðinum við suðurströnd landsins. Áður en vegir og brýr komu til sögu, var einangrun meiri i Vestur-Skaftafellssýslu en sums staðar annars staðar. Brim- garðurinn lokaði sjóleiðinni og stór vötn voru mikill farartálmi si og æ, en fátt er með öllu illt og erfiöleikar efla þrek og þor. Tækniþróun 20. aldar veldur miklum breytingum á flestum sviðum og nú er þess skammt að biða, að öll stórfljót í Skaftafells- sýslum verði brúuð. Þá marg- faldast mannaferðir og Skaftfell- ingar munu taka við þeirri breytingu með virðulegri reisn. Alllegi hefur verið rætt um að gera örugga höfn við Dyrhólaey. Og sannarlega eru Skaftfellingar vel að þvi komnir, að þar yrði lif- höfn, sem veitti skjól i verstu veðrum. Höfn við Dyrhólaey yrði lika verðugur minnisvarði um 26 sjómenn, sem drukknuðu þar i brimlendingu 28. marz 1871. Eftir þetta slys urðu 18 konur ekkjur og heilli sveit lá við auðn. Samtiðar- menn sögðu, að svo mikill harmur hefði verið kveðinn að konum og börnum, að það hefði orðið þeim ógleymanlegt. Ekki getur hjá þvi farið, að þeim, sem koma i fyrsta sinn að Kirkjubæjarklaustri verði hugsað til Skaftárelda, þegar mesta hraunflóð rann, sem vitað er um á jarðkringlunni. Biskup íslands, lét svo ummælt i predikun fyrir tveim árum, að mig minnir, að séra Jón Primus mundi vera frægasti prestur á Islandi. Nei, það er ekki hann. Það er eldpresturinn, séra Jón Steingrimsson og eldmessan frægasta messa, er sungin hefur verið á íslandi og þó viðar væri leitað um lönd. 1 katólskum löndum mundi séra Jón Stein- grimsson hafa verið tekinn i tölu helgra manna. Séra Jón var hinn merkasti maður á veraldarvisu. Um hann segir i „Islenzkum æviskrám”: „Hann var hinn merkasti maður I öllum greinum, vel að sér, ætt- fróður, læknir góður, dugmikill, skáldmæltur”. Svo eru talin helztu ritverk hans: Sjálfsævi- saga, rit um Skaftárelda, ritgerð um „að ýta og lenda i brimsjó” og fleira. Páll Eggert vikur ekki einu orði að sálusorgarastarfi séra Jóns, segir aðeins frá þvi, er með tölum varð talið. Séra Jón Steingrimsson bjó fyrst að Hellum i Mýrdal 1756 til 1760 að hann var vigður til Sól- heimaþinga og sat á Felli til 1778, að hann fékk Prestbakka á Siðu og var þar til æviloka. 1 Mýr- dalnum stundaði séra Jón búskap og sjómennsku af miklum dugnaði. Hann gerði út skip, var sjálfur formaður og fiskaði mest af öllum. Hann hræddist ekki brim og ólgusjó, þvi að allt hans ráð var i hendi drottins, og hann var ekki einn af hinum niu. Hann gleymdi aldrei að lofa og vegsama hina guðlegu forsjón. A Felli byggði hann mann- hæðarháa og mörg hundruð faðma langa garða um tún og engi og fékk fyrir það verðlaun frá Danakonungi árið 1777, hin fyrstu þeirrar tegundar hér á landi. Merkust af ritum séra Jóns Steingrimssonar er sjálfsævisaga hans. Hún er aldarspegill 18. aldar, speglar trú og siði þess tima, þrotlausa baráttu lands- manna fyrir lifi sinu, ósigra og sigra. Til dæmis um það, hvað saga eldprestsins þótti merkileg er það, að hún var birt i hinu fræga riti Ove Malling i Dan- mörku, sem fjallaði um einstæðar hetjudáðir, fórnfýsi og liknar- störf. Auk þess var sagan prentuð á enska, franska og þýzka tungu. Sagan hefst á þvi, að sagt er frá móður séra Jóns, Sigriði, dóttir Hjálms á Keldulandi. Það var á útmánuðum 1728 að Sigriður gekk með fyrsta barn sitt. Þá dreymdi hana draum, sem hún var svo hrædd við, aðhenni lá við sturlun. Var henni sagt i draumnum, að fóstur það, er hún gengi meö, væri hrútur með hvitum hornum og væri henni gert að fæða hann af sér. Sagt var þaö lika, aö hrútur þessi yrði ekki drepinn og ætti hann fyrir sér, að eyðileggja heilar sveitir i landinu. En Sigriður húsfreyja var ekki heillum horfin, þvi að henni barst óvænt hjálp i nauðum. Að garöi Kirkjubæjarklaustur hennar bar gamlan förumann „frómlyndan og guðhræddan..”. Hann gekk oft berhöfðaður milli bæja og las bænir. Þessi gamli förumaður, Páll Skúlason, réð drauminn og var þá glaður i bragði. Hann sagði konunni, að draumurinn hefði að geyma guðlega visbendingu, sem henni bæri að fagna og þakka forsjón- inni fyrir. Af honum mætti ráða, að hún gengi með sveinbarn og væri þvi fyrirhugað að gerast yfirmaður i sinni stétt, svo sem hrúturinn væri höfuð hjarðar- innar. Þá kvað hann einnig eiga fyrir honum að liggja að eyða ósiðsemi i umdæmi sinu. Hinn 10. september 1728 fæddist eldpresturinn. Siðar þegar hann var að almannarómi oröinn einn merkilegasti guösmaður i landinu, rifjaðist draumurinn upp fyrir ýmsum. Þegar séra Jón Steingrimsson hafði verið 5 ár á Prestbakka kom að hinu mikla hlutverki i lifi hans. A hvitasunnudag 8. júni 1783 hófst eldgosið óg var ekki að fullu lokið fyrr en eftir 8 mánuði. Það rigndi eldi og brennisteini i bókstaflegri merkingu. Það varð myrkur um miðjan dag. Sól og tungl voru eins og blóð, ef til sást. Eiturgufur fylltu loftið og fuglar féilu dauðir til jarðar. Haga tók af og búpeningur féll.innan tiðar og fiskur i ám og vötnum fór sömu leið. Næsta vetur dó fjöldi fólks af harðrétti og sjúkdómum. Á sjálfu jarðeldasvæðinu dóu 226 manns af 602, sem áttu þar heima, og er það nálægt 37% af öllu fólki á þessum slóðum. Þegar ieið á þennan vetur, var séra Jón gangandi á ferð, að þjónusta. lækna og hugga hrelldan lýð og fór ekki úr fötum i 6 vikur. Aðrir prestar höfðu horfið úr héraði og fólkið grátbað séra Jón að fara ekki lika, en það var óþarft, þvi að hann var ákveðinn i þvi. að renna ekki af hólmi, hvað sem á dyndi og yfirgaf aldrei sinn lýð. en stóð eins og klettur i hafi hörmunganna. Eldmessan var sungin 20. júli. Þá hafði eldgosið staðið i 40 daga. Mörg býli höfðu horfið undir eldhraunið og þar á meðal hinn veglegi kirkjustaður Skál. ..Hinn 22. júni afbrann sú væna og nýbyggða Hólmaselskirkja 8staf- gólfa lengd. 1 henni brunnu öll kirkjunnar ornament. bækur og Framhald á bls. 39. Gólfdúkur Hollenzk og amerísk gæðavara Fagmenn á staðnum. .itaver Grensásvegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.