Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 8. júlí 1973. Þórsteinn Þórsteinsson: MYSTISK MYNDLIST ÞÓTT myndlistarmcnn nú til dags þykist hafa laxeraö allri mystik, fer fjarri aö svo sé i reyndinni. Einhverju sinni á ungiingsárum minum barsvo viö, aö viö vorum staddir í útvarpssal, nokkrir „kúnstnerar”. Þarna voru pákur og stóll viö þær og settist ég á stólinn, af þvi aö eng- inn annar stóll var nærri. Siöan skeöi þaö, sem hefur rifjast einna oftast upp fyrir mér á lifsleiöinni. 6g fór aö tromma annars hugar á pákurnar meö fingrunum. Veit ég þá ekki fyrri til, en hrópaö er til min meö djúpri vandiætingu: „Þú er svo mystískur”. Persón- an, sem veitti mér þennan vitnis- burö, er nú i röö kunnari tón- skálda þjóöarinnar. Þetta dæmi er einkennandi fyr- ir kynslóðina, sem var aö stiga fyrstu sporin á listabrautinni um miöja öldina. Til dæmis var súr- realismi þá yfirleitt talinn sjúk- legt fyrirbæri og þeir menn ekki alveg normal, sem iökuöu þá list- grein. (Það má skjóta þvi hér inn, að hvað sem sagt verður um þessa tima, var þó eitt, sem greinir þá gersamlega frá átt- unda áratugnum. I þá daga þótti ósvinna, ef það kom fyrir, að ó- lærðir menn áræddu að troða upp með sýningu á framleiðslu sinni. Þetta er verðugt ihugunarefni handa þeim, sem leggja mikið á sig til að mennta sig i faginu, en eru svo settir á bekk með skuss- um). Mystik tekur á sig ótrúlegustu myndir i list. Stundum er hún breið og veröur varla greind i timabilum harðsoðins formal- isma, sem er oft ekki annað en þegjandi samkomulag um ytri formeinkenni til að mæta þjóöfé- lagslegri andstæðu sinni. A hinn bóginn öðlast mystikin stundum beina eða óbeina viðurkenningu um hrið og má sem dæmi nefna lýrisku „afstraktsjónina”. Það er erfitt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að hún er að öðrum þræöi blandin mystik. Stundum eru mótifin eða inntakið hrein mystik, þótt framsetningin sé formföst og „spontant”. Þannig er um mörg hin kúbisku verk Pic- asso, eða innimyndir Matisse meö sitjandi eða liggjandi figúr- um. Og kyrralifsmyndir fyrr og siöar hafa ósjaldan sérstakt, mystiskt yfirbragð. Þegar rætt er um mystik i myndlist vekur það athygli, að „primitif” list hefur verið hafin upp yfir alla þá for- dóma, sem duniö hafa á mystik gegnum árin, hvaða stefna, sem var i tizku, en „primitif” list kemst næst þvi að vera ómenguð mystik”. Impressionistarnir, sem stefndu að þvi að friska málverk- ið upp, samanber þá kennisetn- ingu, að skugginn sé einnig ljós, sjá að lokum eitthvað leyndar- dómsfullt i litnum, hinum hreina skæra lit. Þeir reika um i náttúr- unni og leita að réttu augnablik- unum, ánetjaðir skyndiáhrifum og botnlausri óbeit á andlegum prjónaskap inni i dimmum vinnu- stofum. Ljósið verður þeim i- mynd hins óræða. Mystisk reynsla hefur verið skilgreind sem allsherjar sam- runi hlutanna, sjálfið leysist upp i eitthvað óumræöilegt, allt verður eitt, ég og mitt er horfið, eitthvað ólýsanlega stórt og mikið tekur við. Hver kannast ekki við skyld- leikann með þessari rullu og játn- ingum hinna ýmsu listamanna allra tima, þótt þeir noti ekki sama oröalagið. En það er fyrst með popplistinni, að skarið er tekið af. Um leiö virðist listin i sinn hefðbundna formi leysast upp, og þótt listamennirnir nefni aldrei mystik á nafn, fer ekki milli mála, aö einhvers konar ó- ræö reynsla skipar öndvegið hjá þeim. I „Nokkur orð um mynd- list” segir Sigurður Guömunds- son, að myndlist sé ekki afleiöing skynsamlegra hugsana. Enn fremur segir hann: „Myndlist túlkar ekki umhverfi lista - mannsins. Myndlisterupphaf nýs veruleika. Myndlist er ekki til að gleðja auga þitt. Myndlist er leið til aö lifa lifinu”. En orð Sigurðar eru bergmál nýs og miklu viðtæk- ari veruleika, sem hefur haft ó- fyrirsjáanleg ahrif á alla mynd- listarmenn hvar i flokki, sem þeir standa. „Myndlist er leið til að lifa lif- inu”. Einhvern veginn þannig er umhorfs i myndlistarheiminum i dag. Um það er ekki að ræða, hvort mystik er æskileg eða öfugt, heldur hvort hún er staðreynd i myndlistinni, jafnvel þegar henni er afneitað hvað ákafast. Ofdýrk- un á mystik er jafnviðsjál og sá haturshugur, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur stundum veriö lagður á hana. Og það er kannski þeim mun meiri þörf á að vekja athygli á mystik og áhrifum hennar i myndlist sem hlutur hennar er stærri, en kann- ski ekki að sama skapi æskilegri. Þar með er ekki verið aö afneita mystik að fullu og öllu. Höfundi þessa pistils er minnis- stæðspurningakeppni i brezka út- varpinu ekki alls fyrir löngu, er hann varð af tilviljun áheyrandi að. Spyrillinn lagði þá spurningu fyrir einn keppandann, hvað væri fjórða viddin. ESP., var svarað að bragði, en ESP er skammstöf- un á enska hugtakinu — extra sensory perception, — sem merk- iö yfirskilvitleg skynjun. Vita- skuld er timinn fjórða viddin. — En sú var tiðin, að fyrirbæri eins og ESP voru ekki i tizku, hvað þá heil visindagrein og öll miðils- starfsemi og yfirskilvitleg skynj- un var stimplað sem grimulaus svikamylla. Nú er öldin önnur og allt hefur þetta haft óbein áhrif á bókmenntir og listir. Það fer ekki hjá þvi, að listin taki stakka- skiptum, þegar heimsmyndin breytist. I þessu sambandi má nefna rit það, er Súm gaf út i til- efni listahátiðarinnar 1972. Þarer ein siða, sem sýnir okkur, hvernig Jón Gunnar Árnason mynd- höggvari sendir þrjár hugsaðar linur, sem hann merkir með rör- um, stytztu leiö gegnum hnöttinn til þriggja staða: New York, San Francisco og Sidney. Og þetta er útlistað með fimm ljósmyndum ásamt tilheyrandi formúlu. Nú munu menn spyrja, til hvers er viðurkenndur listamaður með svona tilfæringar? En Jón Gunn- ar er ekkert einsdæmi. t fyrr- nefndu riti er um það bil hálft hundrað listamanna með svipað mið og Jón Gunnar bæði i mynd- um og texta. Mystik er eitt og mystiskur annáð. „Mystiskur” hefur orðið ásteytingarsteinn flestra, er til þess kom að hafa hagnýtan stuöning af hugtakinu mystik. Og þessa gætir i æ rikara mæli eftir þvi sem listin fer inn á nýjar og áður ókannaðar brautir, eða þarf að aðlagast áður óþekkt- um kringumstæðum. Orðið „primitifur,” sem merk- ir nánast frumstæður, er siður en svo vel til þess fallið að túlka til dæmis hinar tæru og seiðandi myndir franska málarans Rousseau, en hann er einn fræg- asti „primitifisti”, sem sögur fara af. Eiginl. er mystik ekki form eða listastefna i strangasta skilningi. Ekki einu sinni „primitif” íist er hrein mystik. Það er enginn öf- undsverður af þvi, að skrifa um list og um mystik gildir það sama og ýmsa aðra þætti hugverka, að þegar fanga á allt i orð, er sú hætta ávallt á næsta leiti, að grængolandi kjaftavaðall verði úr öllu saman. Ég ætlast heldur ekki til þess, að litið sé á þessa þanka mina um mystik sem fundið fé. Ég býst ekki viö, að listamenn muni nokkurn tima binda trúss sitt við hreina mystik og það er ef til vill einmitt það, sem ég vara við, þótt málstaður þessa fyrir- bæris sé með réttu fluttur hér sem einhvers konar sannindi. En mystik hefur hlotið hraklegri út- reið en aðrir þættir innan mynd- listarinnar, þótt ótti viö að vera haldinn einhverri mystiskri glýju ráði þar eflausteinhverju um. Við getum breitt yfir skort okkar á hæfni til aö tileinka okkur hlutina, en við getum ekki sett neitt i stað- inn fyrir missi þeirra, ef við út- skúfum þeim. Viö ættum heldur ekki að slá mystik saman við elskulegt barnseðlið og „primitifa” list ein- vörðungu. Svo er ekki grand um þetta fyrirbæri i hugtakaheimi okkar sjálfra. Hér slær þegar i brýnu með tveimur gagnólikum viöhorfum. Við hjölum um nátt- úrubarnið og hefjum það til skýj- anna, samanber Stefán frá Möðrudal og ísleif Konráðsson, en þegar til kastanna kemur er eins og botninn detti úr öllu sam- an. Með þessu er ekki verið að gefa í skyn, að menn reyni visvit- andi aö villa á sér heimildir. Samt hjálpar ekki, aö ytri einkenni á mystik séu hverjum manni ljós. Við verðum lika að ýja eftir innri eðlisþáttum hennar. Sú taktik, að mæta mystik alltaf með orðinu mystiskur er vafasamur ávinn- ingur. Kringumstæöurnar ættu fyrir löngu aö hafa komiö okkur i skilning um, að það er þörf fyrir nýja vidd i myndlistinni. Vikjum aftur að ummælum Sigurðar Guömundssonar: „Myndlist er upphaf nýs veruleika”. Og enn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.