Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMlNf'í Sunnudagur 8. júll 1973. Stefna Breta því miðaldastefna o islenzka stefnan. Fiskveiöi, aöeins gegn kaupskap Arið 1415 efldi Eirikur konung- ur Arna Ölafsson Skálholtsbiskup og fól honum hirðstjórn yfir Is- landi öllu, með sköttum og skyld- um og öllum konunglegum rétti. Svo voldugur hafði enginn einn veriðá Islandi. Arni var islenzkur maður og hallast menn að þeirri skoðun, að ástæðan til þess að konungur fól geistlegum manni svo viðamikið embætti hafi verið klókindi. Hann hafi óttazt, að hirðstjórinn yrði drepinn, ef hann væri óvigöur. Biskupsmorö var alþjóðlegur glæpur, og þar með væri páfinn i Róm kominn i spilið. En hvað um það, Arni biskup kom upp á eigin skipi og dvaldi hér á landi i 4 ár, en fór árið 1419 með kröfur tslendinga til konungs um verzlunarfrelsi. Að þeim leyfðist að verzla við útlenda menn, sem færu með friði og réttum kaup- skap. ,,En þeir duggarar og fisk- arar, sem reyfað hafa og ófrið gjört (reyfa = ræna, rupla), þeim höfum við refsað látið”, segir meðal annars i þeirri kröfugerð tslendinga. Þeir gerðu frá upp- hafi ensku siglinganna skarpan greinarmun á fiskimönnum og kaupmönnum. Þeir siðarnefndu voru kærkomnir. tslendingum hefur yfirleitt þótt gott að verzla við Englendinga, en enskir fiski- menn voru ræningjar og ofbeldis- menn að áliti forfeðra vorra. Þeirra réttur á íslandsmiðum var enginn. Aður en Ari biskup fór utan fól hann Arnfinni Þorsteinssyni frá Urðum i Svarfaðardal hirð- stjórnina. Eftir alþingi 13. júli i Hafnarfirði gaf hann út opið bréf og kunngerði, að hann þyldi, af sinni hálfu og allra sýslumanna i landinu, tveim enskum kaup- mönnum á skipinu Kristófer, sem lægi i Hafnarfirði, að kaupa og selja óklagaðir i Vestmannaeyj- um og um allt land, hvar sem þeir vildu „Skulu þeir hafa sitt skip til útróðra, þar er þeir vilja i landi og svo marga menn, sem vel næg- ir til útróðra til fiska eitt ár”. Bréfiö hafnaði í leyndar- skjalasafni konungs Bréf Arnfinns er fyrsta og elzta heimildin, sem Englendingum er veitt til fiskveiða á tslandsmið- um. Þetta er griðar merkilegt skjal, af þvi að það sýnir stefnu islendinga gagnvart fiskveiðum Englendinga: Þeim leyfðist að fiska, ef þeir flyttu hingað nauð- synjar og verzluðu. tslendingar ætluðu með öðrum oröum að þola þeim veiðar (Arnfinnur talar um ,,að gefa þol”), ef þeir greiddu fyrir þær með ákveðinni þjón- ustu. Fiskveiðar án vöruflutninga og verzlunar voru hins vegar rán- skapur og ekki þolandi. Bréfið varðveittizt i frumriti i leyni- skjalasafni konungs, en er nú á þjóðskjalasafni. Árni biskup hefur eflaust haft það með sér utan ásamt kröfu- skjali tslendinga um verzlunar- frelsi. Englendingar hafa auðvit- að átt annað eintak af bréfinu. Varðveizlan sýnir, að konungi og stjórnarherrum hans hafi þótt þetta mikilvæg skjöl, en stefnu þeirra voru þeir öldungis andvig- ir. Fyrsta þorskastriöiö. Bret- ar veiddu undir herskipa- vernd 1484 Árið 1447, lét Danakonungur hertaka nokkur ensk skip á Eyrarsundi, vegna hins löglausa veiðiskapar og verzlunar Breta á tslandi. Var áhöfnunum varpað i dýflissur. Engiandskonungur neyddist nú til nýrra samninga um Island og var gengið frá þeim árið 1449. Var nú ákveðið, að enskir kaupmenn skyldu ekki sigla til Islands án leyfis Noregs- konungs, eða umboðsmanna hans. Þar með gafst dansk- norska stjórnin upp á þvi von- lausa verkl, að loka enskri verzlunarleið til Islands með lagaboðum einum, en tók nú að látainnheimta hér á landi tolla og leyfisgjöld af skipum. Samkvæmt þvi leyfðist Englendingum nú að sigla til tslands, ef þeir keyptu sér heimild til fararinnar og keyptu nú mörg skip slik leyfi, en einstaka duggarar fóru þó i leyfisleysi. 1 Lönguréttarbót, lagabálki, sem Kristján I. sendi Islendingum 1450, lýsir hann alla engelska menn og irska, sem til tslands sigli, útlæga og friðlausa og þeirra skip og góss réttilega upptækt hvar sem er, ef sæfararnir hafi ekki meðferðis innsiglað leyfisbréf til fararinnar frá honum sjálfum. Englendingar voru samt áfram alráðir að kalla hér við land. Eng- landskonungur tók snemma sjálf- ur að gera út á Islandsmiö og selja þegnum sinum leyfisbréf i „löngu sjóferðirnar” en svo nefndust tslandsferðir i þann tið og árið 1465 sömdu konungar Norðmanna og Englendinga enn með sér um deilumálin og þar segir enn að Englendingar þurfi sérstök leyfi til siglinga til ts- lands. Þegar til kastanna kom, stað- festi Englandskonungur ekki samninginn frá 1465, en Kristján I. afturkallaði öll siglingaleyfi, sem hann hafði veitt Englending- um. Englendingar drápu þá hirð- stjóra konungs, Björn Þorleifs- son, vestur á Rifi á Snæfellsnesi 1467 og unnu hér mörg önnur her- virki. Nú höfðu stórtiðindi gerzt, Hamborgarar höfðu hyllt Dana- konung og naut hann nú styrktar Hansamanna við aðgerðirnar gegn Englendingum. Milli sæfara riktu þrálátar skærur. viiiu oreyxa í Þarftu að bæta? Veggfóður Fjölbreyttasta veggfóður sem völ er á. Vymura og Decorene ásamt fjölda annarra gerða. r i itaver itrensásvegi UTAVER Vorið 1486 gerðu t.d. Englend- ingar i Straumsvikinni skyndiárás á Hafnarfjörð og tókst að hertaka þar þýzkt skip og 11 Hansamenn, en bæði skip og menn seldu þeir i Galaway á tr- landi, en þar var þá vikingahöfn. Varðveitzt hefur tilskipun frá Rikharði III. Englandskonungi frá 23. febrúar árið 1485 og hljóð- ar hún svo: Ríkharður 111. „Til allra útgerðar- manna, skipstjóra og sjó- manna i héruðunum Nor- folk, Suffolk og einnig fiskimanna og annarra, sem ætla að sigla á Islands- miö— ölium yöur heilsum vér. Vér höfum frétt, að sumir yöar ætli að skynda för til islandsán herskipaverndar yöurtil öryggis í þeirri ferð. Vér krefjumst undan- bragðalaust af gildum ástæðum og eftir rækiiega yfirvegun, að þér allir og sérhver yðar leggið alls ekki úr neinni höfn i riki voru á fyrrnefnd islands- mið án þess að hafa fyrst fengið leyfi vort til ferðar- innar. Að leyfinu fengnu skulið þér safnast saman á einhverjum firði eða höfn, sem yður hentar í héruðun- um Norfolk og Suffolk, og séuð þér vel búnir vopnum og tygjum yður til varnar, og siglið þaðan allir saman á Humbru og bíðið þar skipa vorra frá Hull, en þau verða öllum yðar til vernd- ar. Gætið þess að kapp- kosta samflot, ef fárviðri hamlar því ekki, og haldið hópinn jafnt á leið á sögð islandsmið og aftur hingað heim í ríki vort. Hver, sem brýtur gegn þessari tilskipun af ásettu ráði hefur fyrirgert skipi og góssi. Yoven o.s.frv. 23. febrúar á fyrsta ríkisstjórnarári voru". Piningsdómur varð síðan bráðabirgða lausn þessa hernaðaráhlaups. Eins og lesendur sjá, gæti þessi tilskipun alveg eins hafa veriö gefin út fyrir nokkrum vikum. Þetta er þvi hrein mið- aldastefna, sem Bretar beita i landhelgisdeilunum við tslend- inga og það er rangt að tala um að þetta sé annað þorskastriðið, sem nú stendur yfir. Bretar hafa beitt herskipum fyrir sig frá fyrstu tið til landhelgisbrota. Arekstrar við brezka fiskimenn og kaupmenn Helztu viðleguhafnir Eng- lendinga á tslandi á 15. og 16. öld voru Vestmannaeyjar, Gr-inda- vik, Hafnarfjörður og ýmsar hafnir við Faxaflóa og á Snæ- fellsnesi, en auk þess koma þeir við sögu svo til i hverri vik, eft- ir að siglingaleiðir með strönd- um fram verða þekktar. Þeir „héldu hús og garða viðsjóinn” og lokkuðu til sin þjónustufólk frá bændum. Margsinnis eru itrekuð bönn við vetursetu út- lendinga af löggjafarvaldinu, en þeim hélzt uppi búseta, eða búð- seta engu að siður. I dómi, sem kveðinn var upp i Vestmanna- eyjum 1528 var tslendingum, sem réru fyrir Englendinga hót- að eignamissi. Vorið 1532 voru Englendingar. hraktir með her- valdi frá Básendum og Grinda- vik og um haustið kærir Friðrik I. framferði Englendinganna fyrir Hinriki VIII. og segir Is- lendinga krefjast þess að nýta fiskimiðin við tsland einir. Þeir hafi setið einir áður að þessum miðum og nýtt þau i eigin þágu. Samningar tókust um þetta árið eftir og lofuðú Englendingar að hlýta lögum, greiða tolla og halda frið. Konungi var ljóst, að veiðar útlendinga voru ólögleg- ar samkvæmt islenzkum rétti. Sumarið 1533, samþykkja Is- lendingar þennan sáttmála konunganna „um þá grein, sem þetta land snertir og biðja að duggarasigling skipist burt und- an landinu”. Sú alþingissam- þykkt er staðfest af norska rikisráðinu þá um haustið. Þannig fylgdu tslend- ingar frá upphafi óbreyttri stefnu og viðurkenndu ekki rétt erlendra manna til fiskveiða við Island, hvað svo sem konungar höfðu til málanna að leggja. Það er þvi alveg stætt á þeirri fullyrðingu, að á þessu timabili frá 1400 og framundir siðaskipti hafa Bretar ekki unnið sér neinn hefðarrétt til fiskveiða á ts- landsmiðum, þvi þeir urðu ávallt að kaupa sér rétt til fisk- veiðanna af islenzkum stjórn- völdum, og stundum i trássi við stjórnina i Kaupmannahöfn, segir Björn Þorsteinsson, prófessor að lokum. Jónas Guðmundsson. atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 228

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.