Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 2
2 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Heimastjórnarhátíð alþýðunnar: Tókst framar vonum HÁTÍÐARHÖLD „Hér hefur allt gengið eins og í bestu sögu og mig hefði aldrei órað fyrir þvílíkri vel- gengni,“ sagði Jón Fanndal Þórðar- son, upphafsmaður að Heima- stjórnarhátíð alþýðunnar er fram fór á Ísafirði í gær. Veður var með eindæmum gott og tókst hátíðin í alla staði afar vel miðað við að hún var haldin í fyrsta sinn og skipu- lögð að mestu af sjálfboðaliðum. Kyndilhlaup frá nágranna- byggðarlögum fór vel fram og mættust sex kyndilberar frá ná- grannabyggðarfélögum á Silfur- torgi þar sem hátíðin var form- lega sett. Jón segir að miðað við hversu vel tókst til sé þjóðráð að endur- taka leikinn við tækifæri. „Það er með ólíkindum hversu gaman hefur verið hér í dag. Forsetinn heiðraði okkur með nærveru sinni og gaf öllum sem þátt tóku í hlaupinu verðlaun og mér sýnist ungir sem aldnir hafa skemmt sér í alla staði vel.“ ■ Góður andi á Menningarnótt Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Menningarnætur, var að rifna úr hamingju í gær yfir vel heppnaðri hátíð. Um fjörutíu þúsund voru í miðborginni að deginum. Sannkölluð fjölskylduhátíð, segir Sif. MENNING „Ég er búin að þvælast út um allan bæ og hef farið á þá staði þar sem fjöldinn hefur verið þéttastur og ég er hrein- lega að rifna úr hamingju. And- inn í bænum er rosalega fínn,“ sagði Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Menningarnæt- ur, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gærkvöld. Sif segir að jafn mikill fjöldi fólks hafi ekki sést áður strax upp úr hádegi á Menningarnótt. Hún hafi staðið efst í Banka- strætinu um fjögurleytið og horft yfir mannhaf. Allir við- burðir fyrir börnin hafi verið mjög vel sóttir og augljóst sé að Menningarnótt sem fjölskyldu- hátíð hafi slegið í gegn þetta árið. Um níuleytið í gærkvöld sagði Sif stemninguna vera að breytast, enn hafi verið barna- fólk í bænum en svo virtist sem yngstu börnin væru komin í háttinn. „Veðrið hefur verið yndislegt og ég get ekki ímynd- að mér hvernig það hefði getað verið betra,“ sagði Sif í gær- kvöldi. Umferð var mjög þung í Reykjavík í gær en hafði í gær- kvöld gengið stórslysalaust fyrir sig að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Karl Steinar segir umferðina hafa vaxið jafnt og þétt frá hádegi. Margir hafi þó sýnt fyrirhyggju og lagt bílum sínum talsvert frá miðbænum og gengið það sem upp á hafi vantað. Um fjörutíu þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur að deginum til samkvæmt tölum frá lögreglunni og bættist í þegar líða fór á kvöldið. Karl Steinar var sjálfur meira og minna í miðbænum og sagðist varla hafa séð ölvun á nokkrum manni um daginn, ásýnd mannlífsins hafi því verið mjög góð. Tómlegt var í risinu hjá mið- bæjarpresti, á fundarstað týndra barna, en klukkan níu í gærkvöld höfðu aðeins fimm börn komið og beðið eftir foreldrum eða for- ráðamönnum sínum. Ekkert barn- anna þurfti að bíða lengur en í klukkutíma eftir að verða sótt. hrs@frettabladid.is Farþegaflugvélar: Lentu nær því í árekstri PORTÚGAL, AP Rúmlega 30 manns slösuðust þegar flugstjóri portú- galskrar farþegaþotu ekki aðra leið til að forða árekstri en að taka snögga dýfu. Árekstravarnakerfi flugvélarinnar varaði þá við því að minni tveggja hreyfla farþegaflug- vél væri það nærri að mikil hætta væri á árekstri. Flestir sem slösuðust voru ekki með beltin spennt. 31 þeirra skall í loftinu eða baki stólsins fyrir fram- an þegar vélin tók dýfuna. Tveir úr áhöfninni meiddust líka. Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynn- ingar þegar flugvélin lenti nærri Lissabon. ■ „Ég er nú gamall kennari og veit alveg hvaða upplýsingar ég er að fara með og var ekki að læra neitt nýtt í því.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er í samninganefnd sveitarfélaganna um kjaramál grunnskólakennara. Kennararnir urðu fúlir og gengu af fundi þegar Kristján Þór kynnti útreikn- inga um kostnaðaraukninguna sem hann telur felast í kröfum kennara. SPURNING DAGSINS Kristján, ertu búinn að læra þína lexíu? Atlantsolía: Verðhækkun á föstudaginn BENSÍNVERÐ Að morgni næsta föstudags hækkar Atlantsolía hjá sér verð á bensíni og olíu. Í tilkynningu félagsins kemur fram að áætlað sé að bensín hækki um 4 krónur, úr 99,90 í 103,90 krónur, og að dísilolía hækki um 6,40 krónur, úr 43,50 í 49,90 krónur. Fram kemur að innkaupsverð eldsneytis hjá Atlantsolíu hafi hækkað síðustu tvo mánuði en fram til þessa hafi fyrirtækið haldið aftur af þeim hækkunum. „En mikið lengur verður ekki við svo búið,“ segir í tilkynningu Atlantsolíu. ■ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Fylgstu með á heimasíðu okkar www.kuoni.is Tæland Ævintýralandið okkar Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Tryggðu þér vetrarfrí hið fyrsta! Ferðir um jólin og janúar að fyllast. Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Jomtien/Pattaya Tilboð í lok sept. og okt. Verð á mann í tvíbýli frá: 95.800 kr. með öllum sköttum! Síðustu sætin í lúxusgistingu í lok sept. og byrjun okt. í 2 vikur Verð á mann í tvíbýli frá: 115.900 kr. með öllum sköttum! Sleppt úr fangelsi: Þvingaður til að játa TEXAS, AP Rúmum fjörutíu árum eftir að Robert Carroll Coney var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að ræna stórmarkað var honum sleppt úr haldi. Dómara þótti þá sýnt að hann hefði verið pyntaður til játningar á sínum tíma. Ránið átti sér stað árið 1962 og var Robert Coney handtekinn nokkru síðar. Hann lýsti þegar yfir sakleysi sínu og taldi að sér hefði verið ruglað saman við mann sem hann hafi verið sam- ferða daginn sem ránið var framið. Lögreglumenn brutu fingur hans og hótuðu að myrða hann til að fá hann til að játa á sig ránið. Coney, sem nú er 76 ára, segist ætla að einbeita sér að því að vinna upp þann tíma sem hann hefur tapað á bak við lás og slá. ■ Hafnarfjörður: Fundu mikið hass í húsleit LÖGREGLA Tæp 400 grömm af fíkni- efnum fundust í húsleit í Hafnar- firði í fyrrakvöld. Leitin var gerð á heimili rúmlega tvítugs manns, sem var handtekinn í kjölfarið. Mestur hluti fíkniefnanna var hass en einnig fannst lítilræði af ætluðu amfetamíni. Maðurinn ját- aði í yfirheyrslum hjá lögreglunni eign efnisins og að það hafi verið ætlað til sölu. Manninum var sleppt seint í fyrrakvöld að yfir- heyrslum loknum og telst málið upplýst. Lögreglan hafði fylgst með manninum, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, um nokk- urt skeið. Húsleitarúrskurður fékkst í Héraðsdómi Reykjaness og lét lögreglan til skarar skríða í fyrrakvöld. ■ LÖGREGLUMÁL Ökumaður jeppa- bifreiðar þeirrar er lögregla leitaði að í tengslum við náttúru- spjöll við Úlfsvatn á Arnar- vatnsheiði gaf sig fram eftir umfjöllun í fjölmiðlum um mál- ið. Viðurkenndi hann verknað- inn en lögregla hefur þó ekki tekið af honum skýrslu enn sem komið er. Um talsverð spjöll var að ræða á gróðri í mýrarflóa við vatnið en talsverð umferð ferða- manna hefur verið um þetta svæði undanfarin ár, enda þykir náttúrfegurðin einstök. Telja náttúrufræðingar að förin muni sjást í tugi ára. ■ Náttúruspjöll við Úlfsvatn: Ökumaðurinn játaði M YN D /G U Ð B ER G U R M . G U Ð M U N D SS O N SKEMMDIRNAR EFTIR JEPPANN Förin telja menn að muni sjást í tugi ára. FORSETINN Á ÍSAFIRÐI Forseti Íslands var heiðursgestur Heimastjórnarhátíðar alþýðunnar sem fram fór á Ísafirði. VAKTI LUKKU Góður rómur var gerður að fiðluleik Hjörleifs á svölum JC-hússins. Hjörleifur Valsson: Fiðlarinn á svölunum MENNINGARNÓTT Fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson var einn hinna fjölmörgu listamanna sem settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Gerðu áhorfend- ur afar góðan róm að flutningi Hjörleifs og mátti sjá fólk í ná- lægum byggingum njóta tónlistar hans af svölum sínum í blíðskap- arveðrinu sem stóð allan daginn og kvöldið. Máttu gestir hafa sig alla við til að upplifa allt það sem í boði var enda margir atburðir í gangi í einu. ■ BÍLVELTA VIÐ FLÓKALUND Bíll valt á veginum við Flókalund laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Tildrög slyssins eru ókunn en ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann slasaðist lítillega en bíllinn skemmdist talsvert. HRAÐAKSTUR UNDIR JÖKLI Lög- reglan í Ólafsvík stöðvaði 15 öku- menn á veginum skammt fyrir utan bæinn. Lögregla segir þann fjölda ekki meiri en gengur og gerist. Allir ökumennirnir fengu sekt. FÓTBROT Í FJALLI Lögregla á Hólmavík fékk fregnir af konu sem fótbrotnaði við fjallaklifur á nálægum slóðum. Ekki var um al- varlegt beinbrot að ræða. ■ LÖGREGLUFRÉTTUR TÓNLISTAR NOTIÐ Á MENNINGARNÓTT Fjöldi listamanna skemmti gestum og gangandi í miðborginni á Menningarnótt í Reykjavík í gær. Fleiri voru snemma á ferðinni nú en síðustu ár, en lögreglu taldist til að um 40 þúsund manns hefðu skemmt sér í borginni yfir daginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 02-03 fréttir 21.8.2004 22:27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.