Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 6
6 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Reykjavíkurmaraþon: Hljóp maraþon með barnabarnið í kerru MARAÞON „Hann veiktist greyið þegar hann var lítill og þurfti að fara bæði í hjarta- og lungnaað- gerð og ég hét því fyrir ári síðan að ef hann næði sér myndi ég hlaupa heilt maraþon,“ sagði Jör- undur Guðmundsson, 63 ára hlaupari, eftir Reykjavíkurmar- þonið í gær. Jörundur hljóp og ýtti barnabarninu, Jóni Jörundi Guð- mundssyni, í kerru á undan sér. Jörundur segir Jón Jörund hafa sofið mestalla leiðina í kerrunni og engin vandamál hefðu komið upp hjá þeim. Hann hafi passað upp á að hlaupa ekki of hratt þannig að vel færi um þann stutta í kerrunni en hann er aðeins fjórtán mánaða gamall. 120 manna hópur Kanada- manna tók þátt í Reykjavíkur- maraþoninu í annað skipti til styrktar rannsóknum á sykur- sýki. Helmingur Kanadamann- anna hljóp allt maraþonið en hin- ir hálfmaraþon eða tíu kíló- metra. Mohammed Azad var einn þeirra sem hlupu heilt maraþon og var hann mjög ánægður með hlaupið. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Í hvaða hljómsveit var Lou Reed forð-um daga? 2Hvað voru margir í miðbæ Reykja-víkur á Menningarnótt? 3Hvað heitir fjölfætlan sem eyðileggurbláberjalyng? Svörin eru á bls. 42 Úrslit í Reykja- víkurmaraþoni Karlar 1. Maus Hoiom, Svíþjóð, 2:26:34 2. Anders Szalkai, Svíþjóð, 2:33:49 3. Runar Hoiom, Svíþjóð, 2:36:56 Fyrsti Íslendingurinn 10. Steinn Jóhannsson 2:56:58 Konur 1. Kate Davis, Bandaríkjunum, 2:59:51 2. Tamara Masterson, Kanada, 3:27:53 3. Rita Clark, Bandaríkjunum, 3:29:49 Fyrsti Íslendingurinn 9. Sif Jónsdóttir, 3:48:50 HÁLFMARAÞON Karlar 1. Sveinn Ernstson, Íslandi, 1:15:24 2. Valur Þorsteinsson, Íslandi, 1:16:07 3. Steinar Jens Friðgeirsson, Íslandi, 1:16:33 Konur Gerður Rún Guðlaugsdóttir, Íslandi, 1:24:15 Sonya Anderson, Bandaríkjunum, 1:24:25 Orla Gomley, Írlandi, 1:30:38 JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON OG JÓN JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON Jörundur hét því að hlaupa maraþon ef sá stutti næði sér eftir erfiða hjarta- og lungnaaðgerð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N EFTIRLITSMAÐUR OG FRAMBJÓÐANDI John McCain heilsar upp á stjórnarand- stæðinginn og forsetaframbjóðandann Viktor Jushenkó. Kosningar í Úkraínu: Ásakanir um hlutdrægni ÚKRAÍNA, AP Eftirlitsmenn í forseta- kosningunum í Úkraínu frá Sam- veldisríkjum fyrrum Sovétríkjanna saka vestræna eftirlitsmenn um hlutdrægni í mati á kosningabarátt- unni. Vestræn yfirvöld og mannrétt- indasamtök hafa tilkynnt um fjölda brota í kosningabaráttunni, þar á meðal hlutdrægni innlendra fjöl- miðla í þágu eins frambjóðandans, Viktor Janukovítsj, sem nýtur stuðn- ings núverandi forseta. ■ Sænskir bræður í fyrsta og þriðja sæti Bræðurnir Maus og Runar Hoiom frá Svíþjóð urðu í fyrsta og þriðja sæti í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Maus náði að vinna þjálfara sinn og eldri bróður í fyrsta sinn. Kate Davis frá Bandaríkjunum vann kvennaflokkinn en vinkona hennar Sonya Anderson varð fyrst kvenna í fyrra. MARAÞON Nýtt þátttökumet var slegið í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. 3.821 keppandi var skráður í hlaupið að þessu sinni, sem er tæplega eitt hundrað fleiri en tóku þátt á síðast ári. Hlauparar voru ánægðir með leið- ina, gæslu, drykkjarstanda og þá hvatningu sem þeir fengu hjá áhorf- endum, að sögn Hjördísar Guð- mundsdóttur hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Hún segir ýmislegt hafa farið úrskeiðis við undirbúning keppninnar en allt hafi gengið upp að lokum og segist hún því ánægð með útkomuna. Bræðurnir Maus og Runar Hoiom frá Svíþjóð voru í fyrsta og þriðja sæti í maraþoninu. Maus er yngri bróðirinn og var þetta í fyrsta skipti sem hann náði að vinna Runar bróður sinn, sem jafnframt er þjálfari hans. „Hann lagði mikla áherslu á að þjálfa mig en virðist hafa gleymt að huga nógu vel að sínu formi,“ segir Maus, sem var að hlaupa sitt ellefta mara- þon. Runar segir súrt að hafa beðið lægri hlut fyrir litla bróður en frábær köfun í Þingvallavatni sem þeir bræð- ur fóru í degi fyrir hlaupið sé huggun harmi gegn. Maus segir veðrið hafa komið skemmtilega á óvart og hann stefnir að því að koma aftur að ári til að verja titilinn. Kate Davis frá Bandaríkjunum vann kvennaflokkinn í sínu tólfta maraþoni. Kate tók þátt í hlaupinu fyrir tilstuðlan vinkonu sinnar, Sonyu Anderson, sem var fyrst kvenna á síð- asta ári. Sonya tók þátt í hálfmara- þoni að þessu sinni og varð önnur á eftir Gerði Rún Guðlaugsdóttur. Sonya sagðist vera að taka það rólega fyrir maraþon í Minneapolis í haust auk þess sem hún hafi ekki búist við svona góðu veðri þar sem því var ekki fyrir að fara í fyrra. Meðal elstu þátttakenda var 77 ára Bandaríkjamaður sem var að hlaupa maraþon í 120. sinn. Hann var í hópi þeirra síðustu sem komu í mark í hlaupinu en hann hljóp sitt fyrsta maraþon árið 1968. hrs@frettabladid.is KOMIÐ Í MARK Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu tíndust í mark einn af öðrum um miðjan dag í gær. Þátttaka hefur aldrei verið betri í hlaupinu. SÆNSKU BRÆÐURNIR RUNAR OG MAUS HOIOM Maus náði að vinna stóra bróður og þjálf- ara sinn í fyrsta skipti í maraþoninu í gær. VINKONURNAR SONYA ANDERSON OG KATE DAVIS Vinkonurnar Sonya og Kate eru sigurveg- arar hlaupsins á þessu og síðasta ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N 06-07 fréttir 21.8.2004 22:10 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.