Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 18
Ísland er gríðarlega heitur staður bæði í Bandaríkjunum og Evrópu að sögn Björns Steinbekk, eins af forsvarsmönnum fyrirtækisins 2006 sem unnið hefur að því að fá MTV-tónlistarverðlaunahátíðna til landsins. Hann segir þetta, ásamt þeirri staðreynd að hryðju- verkaógnin þyki lítil á Íslandi og öryggisgæsla góð, vera megin- ástæðuna fyrir því að forsvars- menn hátíðarinnar vilji halda hana í Reykjavík. „Markaðslega séð þykir for- svarsmönnum MTV mjög spenn- andi að halda hátíðina hér,“ segir Björn. „Að koma hingað, á þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafinu, með fjöldann allan af stórstjörnum er eitthvað sem þeim finnst flott og góð hugmynd. Þeim finnst það allt annað en að fara til Osló, Kaup- mannahafnar eða Berlínar. Þeir líta á þetta sem einstakt tækifæri.“ Fékk hugmyndina á hótel- herbergi í London Undanfarna mánuði hafa reglu- lega birst fréttir í íslenskum fjöl- miðlum um að íslenskir athafna- menn hafi verið að reyna að fá há- tíðina til Íslands árið 2006, en er það frágengið? „Það sem liggur fyrir er að for- svarsmenn MTV vilja að hátíðin verði haldin hér á landi og við för- um eftir þeirri vinnureglu að hún verði haldin hér,“ segir Björn. „Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvort hún verður haldin árið 2006 eins og við vorum að falast eftir því MTV vill jafnvel halda hana hér strax á næsta ári. Það ætti að skýrast á næstu vikum hvort hún verður haldin á næsta ári eða eftir tvö ár.“ Björn hefur verið aðalhvata- maður þess að fá hátíðina hingað. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var úti í London síðasta haust að horfa á hátíðina, sem þá var haldin í Edinborg, í sjónvarpinu inni á hót- elherbergi. Síðan hefur þetta undið upp á sig. Ég hef verið í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson og það vill þannig til að hann á vin sem þekkir Tom Freston, forstjóra Viacom, fjölmiðlarisans sem á CBS, MTV Networks, Nickelodeon og fleiri fjölmiðla. Málið var kynnt fyrir Freston og í framhaldinu funduðum við í London í sumar og eftir það eru menn á því að það eigi að halda þetta hérna.“ Slegist um hátíðina Björn segir íslenska tónleika- markaðinn orðinn mjög erfiðan en hann hefur staðið fyrir fjölmörgum tónleikum á Íslandi og flutti meðal annars inn hljómsveitina Korn í sumar. „Menn hafa verið að tapa millj- ónum á tónleikahaldi hér í sumar. Þegar ástandið er orðið eins og það er þá verður maður bara að finna sér eitthvað annað – eitthvað nýtt og stærra verkefni. Ég held að það að halda MTV-tónlistarverðlauna- hátíðina verði ekkert toppað. Það sem við erum líka að hugsa er að landfræðileg lega Íslands, mitt á milli meginlands Evrópu og Banda- ríkjanna, býður upp á marga mögu- leika í framtíðinni í ráðstefnu- og sýningahaldi. Fyrir okkur er MTV- hátíðin ákveðinn prófsteinn. Við ætlum að sýna að það er vel hægt að halda svona stóra hátíð hérna.“ Björn segir að borgir í Evrópu sláist um að fá að halda MTV-tón- listarverðlaunahátíðina. „Yfirvöld í stórum borgum Evr- ópu eru til í leggja tugi ef ekki hundruð milljóna króna til að fá há- tíðina. Við erum búnir að leggja átta milljónir króna í þetta þegar. Aðal- kostnaðurinn hefur verið vegna kynningarefnis sem við gerðum. Við bjuggum til stutta kvikmynd, 140 blaðsíðna bók og vefsíðu.“ Milljarður manna fylgist með Að sögn Björns gæti komið til þess að það þyrfti að borga MTV fyrir að fá hátíðina hingað. „Borgaryfirvöld í Kaupmanna- höfn, sem vilja halda hátíðina árið 2006, eru tilbúin að leggja hund- rað milljónir króna í þetta. Menn- ingarmálafulltrúi Kaupmanna- hafnar hefur sagt að það sé ekki hægt að verja peningunum betur,“ segir Björn. „Við höfum átt við- ræður við Þórólf Árnason borgar- stjóra og höfuðborgarstofu um að borgin styrki hátíðina. Enn sem komið er hefur ekki fengist nein niðurstaða í það mál. Ég held að það geri sér enginn grein fyrir því hérna heima hvað þetta er stórt og hvað þetta þýðir fyrir Ísland. Um 330 milljónir heimila munu ná útsendingunni. Það er áætlað að um einn milljarður manna hafi fylgst með hátíðinni þegar hún var haldin í Globen í Stokkhólmi árið 2000. Það verður því einn milljarður manna sem mun heyra nafnið Reykjavík og Ísland stans- laust í heila viku. Markaðsvirði svona útsendingar er talið í kring- um átta milljarðar króna.“ Vill hið opinbera með í dæmið Björn segist telja raunhæft að ríki og borg leggi um áttatíu millj- ónir króna í verkefnið og þá muni fyrirtækið 2006 leggja þrjátíu til fjörutíu milljónir króna í það. Auk Björns standa Kári Sturluson, Gunnlaugur Þráinsson, Ingvar Sverrisson, Kevin Wall og Sigurjón Sighvatsson á bak við fyrirtækið 2006. Björn segir að bara það sem hið opinbera muni fá til baka vegna virðisaukaskatts vegna framleiðslunnar í tengslum við há- tíðina sé í kringum 250 til 300 milljónir króna. „Borgin er að setja 30 milljónir króna á ári í Listahátíðina. Borgin er sem sagt að setja milljónir í hátíð sem mér finnst ekki vera að skila miklu samanborið við það sem MTV-hátíðin myndi skila. Ef það er hægt að setja 30 milljónir í Listahátíðina, sem skilar nánast engri kynningu annars staðar en bara hér á landi, er þá ekki raun- hæft að setja 30 milljónir í við- burð sem fer inn á hundruð millj- óna heimila í heiminum? Björn segir að hátíðin verði haldin hvort sem hið opinbera muni koma að henni eða ekki. „Við munum þá bara einfald- lega fjármagna þetta eftir öðrum leiðum.“ Ólafur Elíasson hannar sviðið Hátíðin verður haldin í Egilshöll. Björn segir að ekki þurfi að breyta miklu þar inni. Það eina sem þurfi að fá sé sætakerfi fyrir sjö til átta þúsund manns. Þeir sem hafa séð MTV-hátíðina í sjónvarpi hafa væntanlega tekið eftir því að sviðið sjálft er oft gríð- arlega íburðarmikið og flott. Björn segir að Ólafur Elíasson listamaður hafi lýst því yfir við forsvarsmenn MTV að hann vilji hanna sviðið á Ís- landi. „Það er mikill ávinningur því Ólafur er að verða einn stærsti samtímalistamaður Evrópu. Þegar við töluðum við Ólaf um þetta var hann fljótur að segja já. Hann veit alveg hvað þetta er stór viðburður.“ 1.500 miðar verða seldir Björn segir að um 1.500 miðar verði seldir í almennri sölu. „Við munum sjálfir úthluta tvö þúsund miðum. MTV mun síðan bjóða um fjögur þúsund manns. Tvö þúsund af þeim er fólk úr plötuiðnaðinum, auglýsendur og fleiri. Hátíðin sjálf verður haldin í október eða nóvember og stendur í viku með tónleikahaldi og ýmsum uppákomum. Hátíðinni lýkur með sjálfri verðlaunahátíðinni og efni frá tónleikum og uppákomum sem haldnir verða í borginni á meðan hátíðin stendur yfir verður sýnt á lokakvöldinu og á MTV-stöðinni mánuðum eftir að hátíðinni lýkur. Við munum þurfa að framleiða allt þetta efni fyrir MTV. Það munu um tvö þúsund til tvö þúsund og fimm- hundruð Íslendingar vinna við þetta enda munum við setja þessa hátíð algjörlega upp. MTV kemur síðan bara með sína leikstjóra og framleiðendur.“ Forsvarsmenn MTV hafi þegar séð að öll þessi kunnátta sé fyrir hendi hér á landi að sögn Björns. Kosturinn við að halda þetta á Ís- landi sé einnig sá að Íslendingar vinni mjög vel. „Tökumaðurinn getur líka verið smiður, rafvirki og málað sviðs- myndina. Það er þetta sem skiptir miklu máli þegar verið er að setja upp svona hátíð.“ Vill Sykurmolana á hátíðina Fjöldinn allur af stórstjörnum mun koma til landsins vegna hátíð- arinnar. „Á verðlaunahátíðinni sjálfri munu tólf til fjórtán hljómsveitir koma fram. Við fáum að tilnefna tvær hljómsveitir. Við eigum eftir að skoða hverjar þær verða. Ég myndi helst vilja sjá Sykurmolana koma saman aftur en það er bara óskhyggja hjá mér. Það hefur ekk- ert verið rætt. Við eigum náttúr- lega fullt af hljómsveitum sem koma til greina.“ Björn segir að öll stærstu nöfn poppsins muni koma til landsins. Á hátíðinni í Edinborg í fyrra hafi til að mynda Eminem, Kylie Minogue, Beyoncé og Justin Timberlake komið fram. Þá hafi hljómsveitir eins og U2, Red Hot Chili Peppers og fleiri stór nöfn oft komið fram á hátíðunum. Hann segir að kynnar hátíðarinnar séu einnig mjög frægir. Í fyrra hafi Christina Aguilera og Vin Diesel séð um þá deild. „Það liggur þegar fyrir að það er ekki nægt hótelpláss í Reykjavík fyrir allt það fólk sem mun koma. Það munu um fjögur til fimm þús- und manns koma, þar af um sjö hundruð blaða- og sjónvarpsmenn. Í borginni eru bara um tvö þúsund og fimmhundruð herbergi. Við munum því þurfa að leigja tvö skemmtiferðaskip til að geta hýst allt þetta fólk. Það er náttúrlega fokdýrt en við erum að hugsa leiðir til að gera það ódýrara. Það er mjög dýrt að sigla tómum skipum til landsins og ein af þeim hug- myndum sem við erum með er að bjóða upp á ódýrt flug til Banda- ríkjanna eða Evrópu og bjóða síðan upp á siglingu til landsins. Það sama mætti síðan gera þegar hátíð- inni er lokið. Þá yrði boðið upp á siglingu til Evrópu eða Bandaríkj- anna og ódýrt flug til baka.“ Á leið til Rómar Björn segir að eftir rúma viku muni hann og fleiri fara á MTV- hátíðina í Miami í Bandaríkjunum í boði MTV. Í lok september muni her manna frá sjónvarpsstöðinni koma til Íslands til að skoða aðstæð- ur og vinna að skipulagi. „Við höfum líka þekkst boð MTV að fara til Rómar í nóvember og fylgjast með uppsetningu hátíðar- inar þar. Síðan er bara að sjá hvort hátíðin verður hér á næsta ári eða eftir tvö ár, það ætti að skýrast um mánaðamótin.“ trausti@frettabladid.is 18 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR BJÖRN STEINBEKK Björn segir borgir í Evrópu slást um að fá að halda MTV-tónlistar- verðlaunahátíðina. Reykjavík verður miðpunktur poppheimsins MTV-tónlistarverðlaunahátíðin verður haldin í Reykjavík. Borgir Evrópu slást um að fá að halda hátíðina. Fjöldinn allur af stórstjörnum mun koma til landsins. Leigja þarf skemmtiferðaskip því hótelpláss borgarinnar dugir ekki. CHRISTINA AGUILERA Aguilera og hasar- myndaleikarinn Vin Diesel voru kynnar á MTV-hátíðinni í Edinborg í Skotlandi í fyrra. 50 CENT OG EMINEM Fjöldinn allur af stórstjörnum kemur fram á evrópsku tón- listarverðlaunahátíðinni. Í fyrra var Eminem á meðal þeirra sem komu fram. 18-19 helgarefni 21.8.2004 19:34 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.