Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 4
4 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Hrafnabjörg ehf. og Landsvirkjun: Samkeppni um virkjanaleyfi IÐNAÐUR Hrafnabjörg ehf., nýstofn- að félag Orkuveitu Reykjavíkur, Þingeyjarsveitar, Orkuveitu Húsa- víkur og Norðurorku á Akureyri, keppir við Landsvirkjun um virkj- analeyfi við Hrafnabjörg við Skjálfandafljót. Orkuveita Reykja- víkur sótti um virkjanaleyfi til iðn- aðarráðuneytisins, en umsóknin færist, að sögn Ásgeirs Margeirs- sonar, aðstoðarforstjóra OR og stjórnarformanns Hrafnabjarga, yfir á nýstofnað félag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra hefur viðrað hugmyndir um samnýtingu virkjanakosta og telur slíkt mögulegt með reglugerð- arbreytingum. Ásgeir furðar sig hins vegar á slíkum vangaveltum. „Til hvers er þá stuðlað að sam- keppni í raforkuframleiðslu? Nýju raforkulögin gera fyrirtækjum kleift að keppa um virkjanakosti,“ sagði hann en kvaðst eiga erfitt með að tjá sig um málið fyrr en hann sæi fullmótaðar hugmyndir ráðherra. „Við höfum þær væntingar að við fáum þetta leyfi,“ segir Ásgeir. „Að félaginu stendur ekki bara Orkuveita Reykjavíkur, heldur við- komandi sveitarfélag og tvö orku- félög á Norðurlandi og vilja þau beinlínis fara í verkefnið til ýta undir þróun á atvinnulífi og byggð í þessum landshluta.“ ■ STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur svikið loforð um jöfnun á hlut kynjanna í stjórnmálum með brottvikningu Sivjar Friðleifs- dóttur úr ráðherrastóli, að mati Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, hæstaréttarlögmanns og for- manns Kvenréttindafélags Ís- lands. Hún segir að áhugavert væri að skoða hvort rétt sé að fara með ákvörðun Framsóknarflokks- ins fyrir dómstóla. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir kvennaframboð koma til greina haldi flokksforystan áfram að ganga fram hjá konum. Þorbjörg er undrandi og hneyksluð á brottvikningu Sivjar. Öll viðmið sem fylgt hafi verið við val á ráðherrum og þær reglur sem Framsóknarflokkurinn sjálf- ur hafi skapað sér séu brotin. Ríkisstjórnin standi ekki undir væntingum Kvenréttindafélags og annarra sem vinni að jafnrétti kynjanna. „Ég segi þetta tvímælalaust svikin loforð,“ segir Þorbjörg. Augljóst sé að allir þingmenn Framsóknarflokksins séu hæfir til að gegna ráðherradómi: „En mér finnst að áfram eigi að nota þau viðmið sem ég tel að hafi verið notuð í pólitík, það er að segja hverjir komi úr stærstu kjördæmunum, hverjir hafi flestu atkvæðin á bak við sig og annað slíkt. Ég get ekki dregið aðra ályktun en að fólk í Framsóknar- flokknum leyfi sér að horfa fram hjá öllu slíku núna vegna þess að Siv er kona. Mér finnst að um brot á jafnrétti sé að ræða.“ Þorbjörg segir að brottvikning Sivjar fái konur sem vinni að jafn- réttismálum til að huga að því hvort eina leiðin til jafnréttis sé sérstakt kvennaframboð til að jafna hlut kynjanna í pólitík. „Ef það er ekki hægt að breyta hlutum með öðrum hætti hljótum við að knýja á um að það verði settur kynjakvóti á framboðslistanna, inn á þing og í ríkisstjórn.“ Bryndís Bjarnason segir ólgu og hita vera í konum innan flokks- ins vegna hvarfs Sivjar úr ráð- herrastóli. Hún segir Framsókn- arkonur þó ekki á leið út úr flokknum, en sérframboð hafi verið rætt: „Það er ekkert laun- ungarmál. Konur eru búnar að fá nóg. Við höfum ákveðið að efla okkur innan flokksins, en kvenna- framboð kemur til greina ef ekkert gengur.“ gag@frettabladid.is Bílsprengja í Írak: Einn her- maður lést ÍRAK Einn pólskur hermaður lést og sex aðrir slösuðust þegar bíl- sprengja sprakk í miðhluta Íraks í gær. Sprengjan var falin í bíl sem svo var sprengdur í loft upp í þann mund sem bílalest vestrænna her- sveita fór hjá. Hermaðurinn er sá tíundi úr liði Pólverja sem fellur í Írak. Pólverjar leiða hóp alþjóðlegra hersveita á svæðinu í miðhluta Íraks. Þar geisar mikil óöld. Í fyrradag létust tveir pólskir her- menn þegar þeim var gerð fyrir- sát í borginni Hillah. Árásar- mennirnir eru ófundnir. ■ Öryggisráð SÞ um Súdan: Ekki þungar refsiaðgerðir LONDON, AP Meirihluti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vill ekki beita Súdan þungum refsiaðgerð- um hafi ekki tekist að binda endi á átök í Darfur héraði í lok mánað- arins að sögn talsmanna breska utanríkisráðuneytisins. Þann 30. júlí veitti öryggisráð- ið súdönskum stjórnvöldum mán- uð til að stöðva átökin. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Súdan að ræða við stjórn- völd, en að sögn fulltrúa hans er enn rætt innan öryggisráðsins hvað eigi að gera þegar fresturinn rennur út. ■ Á hið opinbera að fjármagna stækkun Laugardalsvallar ? Spurning dagsins í dag: Tókstu þátt í Menningarnótt í Reykja- vík? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 46% 54% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Olíuverð: Verð hækkar stöðugt OLÍA Tunnan af olíu heldur áfram að hækka og var verðið á hverri tunnu komið í tæpa 50 dollara þegar það fór hæst á mörkuðum í fyrradag. Það gerir 3.549 krónur á tunnu og hefur metverð fyrir olíu nú hækkað fimmtán daga í röð. Hafa þjóð- arleiðtogar sívaxandi áhyggjur af áhrifum vegna þessa á efna- hag heimsins. Búast má við enn frekari hækkunum nema takist að hefta þá uppreisnarmenn í Írak sem einbeita sér að árásum á olíuiðnað í landinu. ■ ÁSGEIR MARGEIRSSON Ásgeir er aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykja- víkur og stjórnarformaður Hrafnabjarga, und- irbúningsfélags um virkjun í Skjálfandafljóti. OLÍULEIÐSLUR SPRENGDAR Olíuiðnaðurinn í Írak má alls staðar búast við árásum. FRÁ FLÓTTAMANNABÚÐUM Í SÚDAN Talið er að rúmlega milljón manns sé á vergangi og enn fleiri þarfnist neyðar- aðstoðar. Sprengjutilræði á Spáni: Einn særðist SPÁNN Tvær sprengjur sprungu um hádegisbil í gær í tveimur strandbæjum í norðvesturhluta Spánar. Einn særðist en mannfall varð ekki. Talið er víst að rekja megi sprengjurnar til ETA, að- skilnaðarsamtaka Baska. Frá samtökunum barst enda viðvörun um sprengjurnar áður en þær sprungu. Er þetta fjórða sprengju tilræðið í þessum mán- uði í norðvesturhluta Spánar. ■ Framsóknarkonur íhuga sérframboð Formaður Kvenréttindafélags Íslands er undrandi og hneykslaður yfir brottvikningu Sivjar úr ráðherrastóli. Jafnréttisfulltrúi flokksins segir að fái konur ekki brautargengi innan flokksins komi sérframboð til greina. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Framsóknarkonum er óljóst hvað vakir fyrir flokksforystunni með brottvikningu Sivjar úr ráðherradómi. Siv hlaut tæplega 20% prósent allra greiddra atkvæða stuðningsmanna flokksins í síðustu kosningum, tæplega 7% meira en Halldór Ásgrímsson og Árni Magnús- son til samans. Alvara í hótunum herskárra múslima í Írak: Olíuútflutningur gæti lamast ÍRAK Bandarísku öryggisfyrirtæki sem fékk greidda milljarða króna til að gæta öryggis olíuiðnaðarins í Írak gengur svo illa að Írakar vilja ekkert hafa með það að gera lengur. Átti fyrirtækið, sem er angi af Halli- burton-veldinu sem varaforseti Bandaríkjanna starfaði lengi fyrir, að sjá um að koma olíuútflutningi Íraka af stað aftur eftir stríðið en árangurinn hefur látið á sér standa. Undanfarið hafa herskáir flokkar sjíamúslima valdið miklum skemmd- um á olíustöðvum og olíuleiðslum og hafa þeir hótað frekari aðgerðum bráðlega. Léleg öryggisgæsla hefur gert þeim starfið auðvelt og nú hafa írönsk olíufyrirtæki fengið nóg. Mörg erlend olíufyrirtæki hafa enn fremur notað viðvarandi öryggis- leysi sem yfirskin til að fresta upp- byggingu sinni í landinu. ■ BRENNT TIL GRUNNA Herskáir sjíamúslimar brenndu höfuðstöðvar olíufyrirtækis í suðurhluta Írak til grunna. Kongóskir erindrekar: Heim frá Búrúndí KONGÓ, AP Yfirvöld í Kongó hafa kallað alla stjórnarerindreka sína í Búrúndí heim af öryggis- ástæðum. Harka hefur færst í leikinn í mótmælum við sendi- ráð Kongó í Búrúndí, eftir að vígasveitir frá Kongó réðust á flóttamannabúðir Sameinuðu þjóðanna fyrir skemmstu og vógu 160 manns. Samskipti ríkjanna hafa í kjölfarið einkennst af stigvax- andi spennu. Á miðvikudag reyndu mótmælendur að rífa niður kongóska fánann við sendiráðið í Búrundí og skaut lögreglan táragasi á mannfjöld- ann. ■ 04-05 fréttir 21.8.2004 21:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.