Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 48
FÓTBOLTI Tvö neðstu liðin í Landsbankadeildinni, KA og Fram, skildu jöfn, 0–0, í opnunarleik 15. umferðar á Akureyri í gær. Þrátt fyrir að liðin hafi ekki farið stigalaus heim er hætt við því að eitt stig hafi verið of lítið í harðri botnbaráttu í deildinni. Grinda- vík og Víkingur hafa nú eins stigs forskot á Fram og þrjú stig á KA auk þess að eiga bæði leik inni á morgun og mánudag. KA-menn áttu góðan leik og sköpuðu sér mörk góð færi og Framarar voru því heppnir að komast með eitt stig frá Akureyri. KA-menn byrjuðu mun betur og voru miklu betri í fyrri hálfleik og áttu Framarar ekki skot á markið í hálfleiknum. Allt virtist því stefna í langþráðan KA-sigur. Framarar komu sterkari til seinni hálfleiks en geta samt vel við unað með eitt stig. „Það er ennþá möguleiki að halda sér í deildinni og meðan það er möguleiki höldum við áfram. Við spiluðum betur í dag en á móti Grindavík og ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði KA- maðurinn Atli Sveinn Þórarinsson eftir leikinn. „Þessir þrír leikir sem eftir eru verða erfiðir en allir leikir í sum- ar hafa verið erfiðir og ekki hægt að segja að einhver leikur hafi verið léttur. Við fengum mörg færi í dag og vantaði bara að skora og við ætlum að bæta úr því. Við ætlum okkur þrjú stig úr hverjum leik því annars erum við farnir niður,“ sagði Atli. „Fyrri hálfleikur var lélegur hjá okkur en það var allt annað í seinni hálfleik. Fram undan eru erfiðir leikir og eru allir leikirnir úrslitaleikir. Við ætlum okkur þrjú stig í hverjum leik og að því stefnum við,“ sagði Framarinn Ingvar Þór Ólason eftir leikinn. JJ 28 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Við skiljum ekki ... ... KA-menn og það hvernig er hægt að spila sex deildarleiki í röð án þess að skora mark. KA-menn hafa innan sinna raða marga snjalla markaskor- ara sem hafa allir þurft að bíða í meira en 40 daga eftir marki. Varnarmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er enn markahæstur hjá liðinu með 4 mörk þrátt fyrir að hann hafi ekki skoraði í tvo mánuði. „Gæði okkar spilamennsku eiga eftir að aukast. Það er þó betra að vinna 1–0 en tapa 4–5.“ Jose Mourinho, stjóri Chelsea, eftir annan 1-0 sigur liðsins í röð. sport@frettabladid.is DÓMARINN Egill Már Markússon Góður BESTUR Á VELLINUM Gunnar Sigurðsson Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–11 (9–4) Horn 9–3 Aukaspyrnur fengnar 8–10 Rangstöður 2–4 GÓÐIR Sandor Matus KA Ronni Hartvig KA Pálmi Rafn Pálmason KA Hreinn Hringsson KA Gunnar Sigurðsson Fram Daði Guðmundsson Fram Fróði Benjaminsen Fram Heiðar Geir Júlíusson Fram KA-menn hafa ekki skorað í Lands- bankadeildinni síðan 11. júlí síðastliðinn eða í 41 dag. Þeir hafa nú spilað 565 mínútur án þess að skora mark í deild- inni. Síðasta mark þeirra skoraði Pálmi Rafn Pálmason gegn toppliði FH á Kaplakrikavelli. 0-0 KA FRAM Við fordæmum ... ... vinnubrögð þriggja dómara á fim- leikakeppninni á Ólympíuleikunum sem gáfu kóreskum keppanda of lágt til þess að Bandaríkjamaðurinn Paul Hamm fengi gullið. Kínversk vörusýning í Kópavogi Dagana 26.-28. ágúst nk. verður haldin sýning á kínverskum vörum í íþróttahúsinu Breiðablik, Dalsmára 5 Kópavogi. Ýmsir vöruflokkar verða til sýnis og má þar nefna listmuni úr postulíni, silkislæður og trefla, mat og drykkjarvörur og ýmsar vörur fyrir sjávarútveginn. Sýningin verður opin sem hér segir: Fimmtudaginn 26.ágúst frá kl.11.00 – 18.00 Föstudaginn 27. ágúst frá kl. 11.00 – 18.00 Laugardaginn 28.ágúst frá kl.11.00 - 16.00 Aðgangseyrir er kr.500 fyrir fullorðna, börn innan tólf ára fá frítt inn. Eiga framtíðina fyrir sér LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er full sjálfstrausts eins og leikmenn liðsins fyrir leikinn gegn Rússum í dag. Ísland getur með sigri tryggt sér góða stöðu fyrir umspil um laust sæti á Evrópumótinu. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir liði Rúss- lands í dag klukkan tvö í leik í undankeppni Evrópumótsins sem sker úr um hvort liðið hreppir annað sætið. Íslenska liðið myndi þar með ná þeirri stöðu sem stefnt var að í byrjun. Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari er bjartsýn á leikinn. Fullar af sjálfstrausti „Það er góð stemning í hópnum og fólk að undirbúa sig á fullu fyrir átökin. Við munum fara var- lega í þennan leik enda er rúss- neska liðið firnasterkt. Þær tóku þátt í lokakeppni heimsmeistara- mótsins og eru stóra liðið í þess- ari viðureign, ef þannig má að orði komast. En við erum fullar af sjálfstrausti á okkar eigin heimavelli og málið er að vera innstilltar á þetta verkefni og ná hagstæðum úrslitum,“ segir Hel- ena. Leikurinn hefur mikla þýðingu því að með sigri munu stelpurnar tryggja sér annað sætið í riðlin- um og góða stöðu fyrir umspil í undankeppni Evrópumótsins. „Þessi leikur snýst um að ná upp- haflegu markmiði landsliðsins, sem var annað sætið í riðlinum. Við höfum fullan hug á að ná því. Svo hafa náttúrlega verið vanga- veltur um hverjar við fáum í um- spili. En þetta eru allt frekar jöfn lið sem við munum kljást við og ég vil fyrst og fremst einbeita mér að sunnudeginum. Eftir það getum við velt því fyrir okkur hvaða lið við fáum. Við höfum ekki efni á að fara fram úr okk- ur.“ Liðið þjappaði sér saman Ásthildur Helgadóttir hefur verið meidd og verður ekki með í dag. Helena segir að liðið hafi saknað hennar en eflst við mót- lætið og þjappað sér enn meira saman. „Liðið hefur gert eins vel og hægt er að gera í þessari stöðu. Ásthildur er lykilleikmað- ur í þessu liði og fyrir vikið hefur mannskapurinn verið staðráðinn í að halda áfram. Mér hefur fund- ist leikmenn snúa bökum saman og reyna að vinna þetta sem einn maður. Það er samt sem áður gott að hún verði með okkur utan vall- ar og það veitir stelpunum styrk.“ Upplagt fyrir fólk að mæta Mikið hefur verið rætt um leik karlalandsliðsins við Ítalíu og er fólk í skýjunum eftir sigurinn. Stelpurnar eru ekkert hræddar við að spila í skugga þess leiks og vonast bara til að fólki sé ekki fullsatt, heldur mæti einnig og styðji við sitt lið. „Þetta er náttúr- lega frábært. Stemningin var gríðarleg á leiknum á miðviku- daginn og strákarnir stóðu sig með prýði. Það er upplagt fyrir fólk að mæta og skoða þetta frá- bæra íslenska lið, sem er ungt að aldri og á glæsta framtíð fyrir sér,“ segir Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari. smari@frettabladid.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því rússneska í dag. Stelpurnar snúa bökum saman og láta meiðsli Ásthildar ekkert á sig fá. Landsbankadeild karla í knattspyrnu: Markalaust á Akureyri Guðmundur E. Stephensen byrjar vel í Svíþjóð: Vann fyrsta mót tímabilsins BORÐTENNIS Íslandsmeistarinn í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen, sem leikur í vetur með Svíþjóðarmeisturum Malmö, byrjar keppnistímabilið vel. Guðmundur vann opna Malmö- mótið í borðtennis í gær en á mót- inu kepptu allir sterkustu leik- menn úrvalsdeildar Svíþjóðar. Guðmundur vann danska landsliðsmanninn Monrad Martin í undanúrslitum, 4–3, og vann síðan úrslitaleikinn gegn Svíanum Matthias Stenberg 4–3 og sýndi að hann getur unnið hvern sem er á góðum degi. 48-49 (28-29) sport sun 21.8.2004 21:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.