Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 22. ágúst 2004 25 „Þetta er snarbiluð kerling sem ég leik,“ segir Ingveldur Ýr Jóns- dóttir söngkona, sem fer með hlutverk frú Lovett í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Sweeney Todd, rakaranum morðóða. Frú Lovett rekur bökubúð en í harð- indunum í Lundúnum er örðugt að fá kjöt. Nágranni hennar myrðir mann og þá hleypur á snærið hjá frúnni. Bökurnar seljast sem aldrei fyrr. „Þetta er auðvitað absúrd saga en rullan er bráð- skemmtileg. Frú Lovett hefur á sér margar hliðar, bæði ást og hlýju og svo algjört kaldlyndi.“ Æfingar á tónlistinni eru hafn- ar en leikæfingar byrja eftir mán- aðarmót. Frumsýnt verður í byrj- un október. Ingveldur Ýr segir það ekki vefjast fyrir sér að setja sig inn í hugarheim konu sem notar mannakjöt í bökurnar sínar. „Þetta er ekkert mál,“ segir hún og hlær. „Ég hef svo oft þurft að leika illkvendi, maður fer bara í einhvern annan gír.“ Hún skilur samt ekki almennilega hvers- vegna hún er svo oft valin í slík hlutverk. „Kannski ég hafi ein- hverja klikkun í mér sem gerir það að verkum að ég get þetta. Og númer eitt þarf maður að þora.“ Af eigin bökugerð segist Ing- veldur Ýr hafa bakað eplabökur en kjötið verið víðs fjarri enda er hún grænmetisæta. Ingveldur Ýr hefur í nægu að snúast þessi dægrin því auk und- irbúnings fyrir Sweeney Todd kennir hún söng í eigin söngskóla og er vetrarstarfið í þann mund að hefjast. Söngfólk á öllum aldri nýtur handleiðslu hennar bæði byrjendur og lengra komnir. ■ Ingveldur Ýr leikur Frú Lovett í Sweeney Todd: Þetta er snarbiluð kerling INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR „Ég hef svo oft þurft að leika illkvendi, maður fer bara í einhvern annan gír.“ Björk í D&C Septemberhefti breska tónlistar- og tískutímaritsins Dazed and Confused inniheldur forsíðuviðtal við Björk Guðmundsdóttur. Við- talið var tekið rétt áður en Björk kom fram á Ólympíuleikunum í Aþenu en blaðamaður segist hafa hitt Björk hamingjusama og af- slappaða heima á Íslandi. Í viðtal- inu kemur fram að eftir ellefu ára raftónlistarferil notist Björk ein- ungis við raddböndin á nýjum geisladiski og í septembertímarit- inu ræðir Björk um Bush, beat- boxing og bestu söngvara í heimi. DAZED AND CONFUSED Björk ræðir meðal annars um Bush í septembertíma- riti blaðsins. Gaf Britney Kabbalah-bók Söngkonan Madonna eyddi nýver- ið milljónum króna í bók frá 12. öld sem fjallar um Kabbalah-trúar- brögðin. Gaf hún vinkonu sinni Britney Spears bókina. Britney er heltekin af trúar- brögðunum og hefur lesið bókina, sem kallast Zohar, gaumgæfilega síðan hún fékk hana í hendurnar. Hún segir að bókin hafi að geyma heimspeki sem nýtist vel í lífinu auk þess sem stjörnu- og talna- fræðin sem þar er að finna komi að góðum notum. Segir hún að bókin gefi stærri heildarsýn á lífið en Biblían. „Þessi bók er mjög áhuga- verð fyrir mig vegna þess að ég hef aldrei lesið um þessi trúar- brögð áður,“ sagði Britney. Heimildarmenn segja að Madonna hafi alltaf passað upp á Britney eins og hún væri dóttir sín. „Þegar Britney fór í gegnum mikla erfiðleika fyrr á þessu ári notaði Madonna Kabbalah-trúarbrögðin til að hjálpa henni. Britney var mjög ánægð með bókina. Hún hefur lesið hana spjaldanna á milli og virðist hugfangin af henni.“ ■ BRITNEY OG MADONNA Britney Spears og Madonna á góðri stundu. Madonna passar upp á Britney eins og hún væri dóttir sín. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 24/45 (24-25) helgarefni 21.8.2004 20:57 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.