Fréttablaðið - 22.08.2004, Side 45

Fréttablaðið - 22.08.2004, Side 45
SUNNUDAGUR 22. ágúst 2004 25 „Þetta er snarbiluð kerling sem ég leik,“ segir Ingveldur Ýr Jóns- dóttir söngkona, sem fer með hlutverk frú Lovett í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Sweeney Todd, rakaranum morðóða. Frú Lovett rekur bökubúð en í harð- indunum í Lundúnum er örðugt að fá kjöt. Nágranni hennar myrðir mann og þá hleypur á snærið hjá frúnni. Bökurnar seljast sem aldrei fyrr. „Þetta er auðvitað absúrd saga en rullan er bráð- skemmtileg. Frú Lovett hefur á sér margar hliðar, bæði ást og hlýju og svo algjört kaldlyndi.“ Æfingar á tónlistinni eru hafn- ar en leikæfingar byrja eftir mán- aðarmót. Frumsýnt verður í byrj- un október. Ingveldur Ýr segir það ekki vefjast fyrir sér að setja sig inn í hugarheim konu sem notar mannakjöt í bökurnar sínar. „Þetta er ekkert mál,“ segir hún og hlær. „Ég hef svo oft þurft að leika illkvendi, maður fer bara í einhvern annan gír.“ Hún skilur samt ekki almennilega hvers- vegna hún er svo oft valin í slík hlutverk. „Kannski ég hafi ein- hverja klikkun í mér sem gerir það að verkum að ég get þetta. Og númer eitt þarf maður að þora.“ Af eigin bökugerð segist Ing- veldur Ýr hafa bakað eplabökur en kjötið verið víðs fjarri enda er hún grænmetisæta. Ingveldur Ýr hefur í nægu að snúast þessi dægrin því auk und- irbúnings fyrir Sweeney Todd kennir hún söng í eigin söngskóla og er vetrarstarfið í þann mund að hefjast. Söngfólk á öllum aldri nýtur handleiðslu hennar bæði byrjendur og lengra komnir. ■ Ingveldur Ýr leikur Frú Lovett í Sweeney Todd: Þetta er snarbiluð kerling INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR „Ég hef svo oft þurft að leika illkvendi, maður fer bara í einhvern annan gír.“ Björk í D&C Septemberhefti breska tónlistar- og tískutímaritsins Dazed and Confused inniheldur forsíðuviðtal við Björk Guðmundsdóttur. Við- talið var tekið rétt áður en Björk kom fram á Ólympíuleikunum í Aþenu en blaðamaður segist hafa hitt Björk hamingjusama og af- slappaða heima á Íslandi. Í viðtal- inu kemur fram að eftir ellefu ára raftónlistarferil notist Björk ein- ungis við raddböndin á nýjum geisladiski og í septembertímarit- inu ræðir Björk um Bush, beat- boxing og bestu söngvara í heimi. DAZED AND CONFUSED Björk ræðir meðal annars um Bush í septembertíma- riti blaðsins. Gaf Britney Kabbalah-bók Söngkonan Madonna eyddi nýver- ið milljónum króna í bók frá 12. öld sem fjallar um Kabbalah-trúar- brögðin. Gaf hún vinkonu sinni Britney Spears bókina. Britney er heltekin af trúar- brögðunum og hefur lesið bókina, sem kallast Zohar, gaumgæfilega síðan hún fékk hana í hendurnar. Hún segir að bókin hafi að geyma heimspeki sem nýtist vel í lífinu auk þess sem stjörnu- og talna- fræðin sem þar er að finna komi að góðum notum. Segir hún að bókin gefi stærri heildarsýn á lífið en Biblían. „Þessi bók er mjög áhuga- verð fyrir mig vegna þess að ég hef aldrei lesið um þessi trúar- brögð áður,“ sagði Britney. Heimildarmenn segja að Madonna hafi alltaf passað upp á Britney eins og hún væri dóttir sín. „Þegar Britney fór í gegnum mikla erfiðleika fyrr á þessu ári notaði Madonna Kabbalah-trúarbrögðin til að hjálpa henni. Britney var mjög ánægð með bókina. Hún hefur lesið hana spjaldanna á milli og virðist hugfangin af henni.“ ■ BRITNEY OG MADONNA Britney Spears og Madonna á góðri stundu. Madonna passar upp á Britney eins og hún væri dóttir sín. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 24/45 (24-25) helgarefni 21.8.2004 20:57 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.