Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 24
Alnetið er þess eðlis að allir sem
vilja geta komið skoðunum sínum
á framfæri þar, annað hvort með
því að stofna heimasíðu eða fara
einfaldari leið og setja upp blogg-
síðu. Þetta hefur í för með sér að
menn geta sett upp síður þar sem
þeir koma upplýsingum um hugð-
arefni sín á framfæri og tjá skoð-
anir sínar á hinu og þessu. Án al-
netsins er óvíst að nokkur annar
fjölmiðill gæti haft sambærilega
virkni. Á tímum aukinnar var-
kárni í fjölmiðlum vegna mögu-
legra meiðyrðakæra er alnetið
gróðrarstía fyrir opinskáa um-
ræðu þar sem menn passa sig ekki
eins mikið á því hvað þeir segja
og í dagblöðum eða ljósvakamiðl-
um þar sem fram fer stífari rit-
skoðun. Það væri kannski hægt að
segja að netið brúi ákveðið bil
sem skapast hefur í hefðbundnari
fjölmiðlum með breyttu lagaum-
hverfi sem kemur í veg fyrir að
menn geti sagt hug sinn algerlega
án þess að eiga á hættu að fá kæru
á bakið.
Möguleikinn er þó alltaf fyrir
hendi að það spyrjist út ef einhver
heldur úti sérlega skemmtilegri
síðu þó svo að umfjöllunin sem
þar fer fram eigi strangt til tekið
einungis upp á pallborð fárra.
Heimasíða lyftingamannanna í
Steve Gym, eða Orkulind eins og
stöðin heitir í raun, er dæmi um
slíka heimasíðu og fær hún nú um
þrjú hundruð heimsóknir dag
hvern. Umræðan á síðunni snýst
aðallega um kraftlyftingar og
aftur kraftlyftingar, sem kann
kannski ekki að hljóma mjög
skemmtilega fyrir margra en það
er framsetningin og orðfærið á
síðunni sem gerir hana svo
skemmtilega. Kári Elíson heitir sá
sem skrifar mest á síðuna og gerir
það af mikilli list.
Stöðin og heimasíðan
“Þetta er örugglega fyrsta æf-
ingastöðin sem var stofnuð á Ís-
landi. Hún heitir Orkulind og var
áður uppi í Brautarholti og opin
almenningi en núna er hún minni
en áður og lokaðri, hefur ákveðinn
sértruarhóp í kringum sig. Þetta
hefur þróast þannig að hérna er
hrikalegur andi og aumingjar
endast ekki lengi,“ segir Kári
Elíson eða Magister Cat eins og
hann kallar sig á netsíðunni. „Við
erum svona 30 manns sem lyftum
hérna. Erum tuttugu og eitthvað á
bætingarlistanum þar sem menn
skrifa niður þær þyngdir sem þeir
taka. Það sem ég er búinn að gera
að reglu er það að þeir sem eru
máttlitlir og lyfta undir hundrað
kílóum í bekk komast ekki á list-
ann og teljast hommar. Það er
gert til að halda virðingu út á við
svo það fréttist ekki að það séu
aumingjar sem lyfti hérna. Það
kom upp hugmynd um að búa líka
til sérstakan lista fyrir þá sem
taka undir 100 kíló í bekk en þá
sagði ég að hann yrði bara
hengdur upp inni á klósetti og þá
var hætt við það. Þeir sem taka
ekki 100 kílóin verða bara að æfa
og hvetja aðra áfram og reyna að
verða mannbærilegir áður en þeir
komast á listann,“ segir Kári, sem
varð fjórum sinnum Norðurlanda-
meistari í kraftlyftingum á sínum
tíma.
„Bæting er einkastríð“
„Ég keppti líka í vaxtarrækt
og fann þar mikið fyrir anda út-
litsdýrkunar sem mér líkaði
ekki við, þegar menn eru bornir
saman eftir útliti en ekki styrk.
Ef eingöngu er keppt um útlit
kemur upp mikill metingur milli
manna. Það dregur vaxtarrækt
og fitness niður því metingurinn
er stöðugt uppi. Þetta er ekki út-
litsdýrkun hjá okkur og menn
gleðjast yfir því ef aðrir verða
sterkari og bæta við sig í þyngd-
um,“ segir Kári.
„Það blundar í öllum að vilja
vera sterkir og svo kemur þetta
af sjálfu sér að vilja alltaf verða
sterkari og sterkari. Þetta er
ekki eins og í mörgum öðrum
íþróttum þar sem maður er
háður dómaranum miklu meira,
t.d. í boxi. Boxari ber einhvern í
kássu og svo er andstæðingur-
inn borinn út. Í kraftlyftingum
er maður algerlega á eigin
ábyrgð og það er enginn sem
dæmir eitt eða neitt heldur þarf
maður bara að lyfta þyngdinni.
Viðmiðið er allt annað og ekkert
háð öðrum mönnum. Fyrir mér
er besta tilfinningin að fara í
þyngd sem ég hef aldrei lyft
áður og reyna að sigrast á
henni,“ segir Kári.
ingi@frettabladid.is
24 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR
Hópur lyftingamanna tekur á því í lyftingastöð sem heitir Orkulind en kölluð er Steve Gym og
heldur úti frábærri heimasíðu um kraftlyftingar í stöðinni og á Íslandi.
Hrikalegur andi
Vaxtarrækt - Fegurðarkreppa
Misjafnir af sauðasort
sér af fegurð beita,
að kreppast á er kjarnasport
kreppungar þar heita!
Saddir af hungri hoppa á svið
hnyklandi vöðva og sinar,
hyllir þá óspart allskonar lið
sem andlegan sársauka linar.
Hver vöðvi máttlaus og magur
mun kreppast af sýningarþrá,
næringarskortur þykir nálega fagur
og nýtur þeim virðingar hjá.
Sá mun standa að vígi verst
sem virðist heill og digur,
sá er hefur mjókkað mest
mun þar hljóta sigur!
Ljóð eftir Kára Elíson
Fréttaskýring: Guðsgreinin.
Það eru ekki allir nýsveppir í páver sem átta sig á því að guðsgreinin í pávernum
er: BEKKPRESSAN! Þetta var fundið út hér á Akureyri forðum daga. Stundum hef-
ur verið sett út á bekkinn með því að segja að þetta sé óvirðuleg grein, menn
liggjandi á bakinu pressandi út í loftið, leiðinleg grein mikill dragbítur á páverinn.
Magisterinn benti þá vantrúuðum á að bekkpressan er eina keppnisgreinin í
páver þar sem lyft er í áttina að almættinu sjálfu. Þar af leiðandi hlyti þessi grein
að vera guði þóknanleg. Frá því þetta var sagt hefur vegur bekkpressunnar farið
vaxandi og sífellt fleiri stunda hana alls staðar í hinum siðmenntaða heimi. Enda
er bekkpressan orðin sjálfstæð keppnisgrein meðfram pávernum og nýtur hvar-
vetna virðingar hvort sem er á jörðu eða himni.
Kári Elíson
SVAÐALEGIR Strákarnir í Steve Gym taka sér frí frá æfingu og pósa hrikalegir á beru
kjötinu. Af svakalegustu körlunum eru þeir fremstir Arnar Gunnarson og Alfreð Björnsson
eða Freddi fighter. Bak við þá Kári, við hlið hans SIgfús Fossdal, Bjarki Bicep og Steve
sjálfur. Í stöðinni lyfta einnig konur eins og Freyja Kjartansdóttir tattúgyðja sem var ekki á
æfingunni þegar myndin var tekin.
FRÉTTASTJÓRINN Skrautpenni heimasíðunnar, Kári Elíson, Magister Cat, var kenndur við
kattardýr á árum sínum sem keppandi í kraftlyftingum þar sem hann varð fjórum sinnum
Norðurlandameistari.
„Ég trúi á sjálfan mig og ískalda lyft-
ingastöngina. Það er veruleikinn.“
(Sævar R. Guðmundsson,
Hornafjarðar-hugsuður)
„Bæting verður ekki metin til fjár eða
fermingar. Vér gefum skít í allt annað.
(Kári Elís magister)
„Stöngin er helgidómur, sama hvort
eru á henni 30 kíló eða 300, lyftinga-
maðurinn á alltaf að nálgast hana á
sama máta, með trúarlegri lotningu.“
(Guðmundur Sigurðsson, SILVER)
„Þegar ég er búinn að lyfta í réttstöð-
unni drekk ég venjulega eina vodka-
flösku, síðan geri ég ekki mikið meira
því þá verð ég eitthvað þreyttur.“
(Pálmi Vilbergsson, 80 ára lyftinga-
maður og sá elsti sem lyftir í stöðinni)
FORINGINN Stefán Hall-
grímsson eða Steve, sem
líkamsræktarstöðin er
nefnd eftir, er í fanta-
formi. Hann er fyrrum Ís-
landsmeistari í tugþraut.
BEINT AF SÍÐU STEVE GYM
FORMAÐURINN Alfreð Björnsson, sem einnig gengur undir nafninu Freddi fighter,
einbeittur í lyftu.
Besta leiðin til að komast inn á síðuna er að fara í leitarforrit eins og google.com
eða leit.is og skrifa Steve Gym. Slóðin á síðunni er
http://www.mmedia.is/eag/index.php.
TUNGUTAK:
Deddið - Réttstöðulyfta. Á ensku dead-
lift, áður kölluð dauðalyftan.
Guðsgreinin - Bekkpressa
Kjötkóngur - Lyftingamaður sem lyftir
án búnaðar. Bara á massanum, á kjöt-
inu, þannig að vöðvarnir sjáist.
Kreppungur - Orð sem er notað um
lyftingamenn, því menn eru alltaf að
kreppast á í lyftingunum.
Léttmoli - Maður sem er undir 100
kílóum.
Moli - Maður sem er meira en 100 kíló.
Nýsveppir - Byrjendur í lyftingum.
Páver - Bekkpressa, hnébeygja og rétt-
stöðulyfta, þrjár undirstöðugreinar kraft-
lyftinga.
Powerandinn - Sá andi sem skapast
þegar hrikalegir menn koma saman og
taka á því.
Sófajötnar - Menn sem lyfta ekki að
staðaldri, stunda mikið kyrrlífi en geta
tekið vel á því ef þeir snerta lóð.
Yfirmoli - Maður sem er meira en 130 kíló.
24/45 (24-25) helgarefni 21.8.2004 20:57 Page 2