Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 1
SÉRFRAMBOÐ KVENNA Formaður Kvenréttindafélags Íslands er undrandi og hneykslaður yfir brottvikningu Sivjar Frið- leifsdóttur úr ráðherrastóli. Jafnréttisfulltrúi flokksins segir að sérframboð komi til greina. Sjá síðu 4 KEPPA UM VIRKJANALEYFI Lands- virkjun og nýstofnað félag, Hrafnabjörg ehf., hafa bæði sótt um leyfi til iðnaðarráðuneyt- is til að virkja Skjálfandafljót við Hrafna- björg. Viðskiptaráðherra viðrar hugmyndir um samnýtingu virkjanakosta. Sjá síðu 4 METÞÁTTTAKA Í MARAÞONI Alls hlupu um 3.800 manns í Reykjavíkurmara- þoninu í gær og slógu þar með 10 ára gamalt met sem var 3.700 þátttakendur. Flestir hlupu í skemmtiskokki. Sjá síðu 6 HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR Aðal- bláberjaspretta hefur verið með besta móti meðan minna hefur verið um bláber og krækiber. Leiddar eru líkur að því að þurrki sé um að kenna. Birkifeti fer illa með breið- ur af berjalyngi. Sjá síðu 8 TÓNLEIKAR Í KIRKJUNNI Tónelskir landsmenn geta lagt land undir fót og heimamenn glaðst á Stykkishólmi í dag því þar heldur kammersveitin Ísafold tónleika í kirkjunni klukkan fimm síðdegis. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi, segist í viðtali við Fréttablaðið ekki vilja útiloka endurkomu á vígvöll íslenskra stjórnmála þótt hann hafi engin áform uppi um slíkt núna. ▲ SÍÐUR 16 & 17 Útilokar ekki endurkomu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 22. ágúst 2004 – 227. tölublað – 4. árgangur SÍÐA 20 ▲ Hrikaleg tröll í Steve Gym Menningarnótt: Bjór seldur í plasti LÖGREGLA Áfengi var selt fyrir framan nokkra veitingastaði í mið- borg Reykjavíkur í gær og sýndu barþjónar meðal annars listir með vínflöskur. Bjór í plastglösum til- búinn til að taka með sér sást á borðum og var bjórinn jafnvel á tilboðsverði. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í Reykjavík er brot á vínveit- ingaleyfi að selja áfengi til að taka með sér af staðnum. Verði uppvíst um slíka sölu verði tekin skýrsla sem síðar fari til meðferðar lög- fræðideildarinnar. Hann segir veitingastöðum hafa verið leyft að selja veitingar út á borð við hlið staðarins en því fylgi að vörunnar sé neytt þar. ■ MENNINGARNÓTT „Veðrið hefur verið yndislegt og ég hefði ekki getað ímyndað mér að svona vel tækist til,“ sagði Sif Gunnarsdótt- ir, verkefnastjóri Menningarnæt- ur sem fram fór í Reykjavík í gær. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og naut listar, menningar og skemmtunar og telur Karl Steinar Valsson yfir- lögregluþjónn að þegar mest var hafi að minnsta kosti hundrað þús- und manns verið í bænum. Skipuleggjendur voru yfir sig ánægðir með þann fjölda fólks sem safnaðist saman og naut mýmargra skemmtiatriða sem í boði voru vítt og breitt um bæinn. Listamenn af öllum toga mátti finna nánast í hverri götu og ekki skorti leiktæki fyrir smá- fólkið. Umferð var mjög þung þegar líða fór að kvöldi og voru þess dæmi að almenningur legði bílum sínum nálægt Kringlunni og í Hlíðahverfinu og labbaði þaðan niður í miðbæ. Umferðin gekk þó stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mannfjöldann. Ölvun var ekki áberandi enda sagði lögregla mun meira hafa verið um fjölskyldufólk í þetta sinn en fyrir ári síðan. Lögregla var þó ekki sýnileg þann tíma sem blaða- menn áttu ferð um. Á tveimur stöð- um var áfengi selt á götum úti en slíkt er með öllu óheimilt. Hátíðin kom mörgum erlend- um ferðamönnum verulega á óvart en fjöldi þeirra var einnig í bænum að skemmta sér. ■ SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM á landinu. Hætt við smáskúrum víða, einkum síðdegis. Milt að deginum. Sjá síðu 6 Spænskir ferðamenn á Menningarnótt: Eins og í Barselónu MENNINGARNÓTT „Fyrir utan hita- mismuninn er munurinn í sjálfu sér ekki mikill á þessum hátíðahöldum og svipuðum sem fram fara í Barcelona,“ sögðu þær María og Ju- anela frá höfuðborg Katalóníu á Spáni. Þær skemmtu sér hið besta á Menningarnótt ásamt félögum sín- um og sögðu engan sjáanlegan mun á hátíðahöldunum í miðbænum og sambærilegum hátíðum í heima- borg sinni. „Stemningin er meiri að því leyti að fólk dansar meira og skemmtir sér öðruvísi en þetta hefur verið mjög fínt í Reykjavík í dag.“ ■ Sólkerfið Björk Björk er þekkt fyrir að velja sér samstarfsfólk af mikilli kostgæfni. Það kemur því mikill fjöldi hæfileikafólks að nýju plötunni. En hver gerir hvað? SÍÐUR 22 & 23 ▲ Trúa á sjálfa sig og ískalda lyftingastöngina enda málmurinn og vöðvarnir þungamiðja veruleika þeirra. LISTIN AÐ SMÍÐA ÚR JÁRNI Meðal viðburða á Menningarnótt var járnsmiður sem kynnti gestum og gangandi iðn sína. Tæplega 250 viðburðir voru í boði að þessu sinni. GAMAN SAMAN Menningarnótt kom mörgum ferðamönn- unum þægilega á óvart. Metfjöldi á Menningarnótt Skipuleggjendur og lögregla áætla að hundrað þúsund manns að minnsta kosti hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Menn- ingarnótt í gær. Fjöldinn hefur að líkindum aldrei verið meiri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 01 forsíða 21.8.2004 22:45 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.