Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 26
Ekki gleyma vatninu í vinnunni. Margir detta í þá gryfju að drekka ekki nóg vatn. Þá er þrotleysi það sem einkennir daginn og það er ekki gaman. „Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu,“ segir Jón Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. „Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og fram- boð af störfum fyrir þennan ald- urshóp í lágmarki,“ segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningar- þjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að brey- ta til í starfi. „Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eft- ir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu,“ segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugs- aldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. „Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnu- laust í allt að eitt og hálft ár en yf- irleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálf- sögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika,“ segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. „Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ron- ald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna,“ segir Jón. „Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu við- horfi þarf að breyta,“ segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is Jón Ólafur Lindsay gegnir óvenjulegu starfi í íslenskri kvik- mynda- og auglýsingagerð. Hann hefur meðal annars unnið fyrir Sagafilm og Filmus við að ferðast um landið og taka myndir af mögulegum upptökustöðum auk þess sem hann tekur þátt í skipu- lagi upptökuferlisins. „Áður en auglýsingar eða bíómyndir eru myndaðar þarf að finna réttu upp- tökustaðina en leitin hefst þegar erlend fyrirtæki eru að velta fyr- ir sér Íslandi sem mögulegri stað- setningu. Þá koma fyrirspurnir að utan með sérstökum óskum um andrúmsloft og útlit umhverfis- ins. Íslensk náttúra er orðin mjög vinsæl í auglýsingagerð og fjöldi auglýsinga til dæmis fyrir erlend farsímafyrirtæki, bílategundir og vínframleiðendur hefur verið myndaður hér. Ég fer af stað á mínum fjallabíl og tek myndir af því sem mér dettur í hug að geti komið til greina. Suðurströndin og Reykjanesið eru algengir staðir fyrir upptökur því þar er fjöl- breytt landslag og stutt að fara á milli. Á meðan ég leita að upp- tökustöðum er ég í stanslausu sambandi við framleiðandann eða listrænan stjórnanda framleiðsl- unnar og sendi þeim jafnóðum myndir sem ég tek. Allt þarf að gerast mjög hratt og ég held að ég hafi komið á flestalla kima lands- ins,“ segir Jón. Fjármagn skiptir miklu máli í vali á endanlegum upptökustöð- um. „Ekki er nóg að finna bara fallega náttúru. Staðsetningin er einnig háð því hvort upptökulið- ið komist þangað með rútur, flutningabíla og tilheyrandi tæki. Ég hef oft reynt að stinga upp á Vestfjörðum sem tökustað en þar er fjölbreytnin í lands- laginu minni og því kostnaðar- samt og mikil fyrirhöfn að ferð- ast með stórt tökulið til þess að ná aðeins einni mynd.“ Ef Ísland verður fyrir valinu og gengið hefur verið frá samn- ingum, hefst annað ferli við skipulagningu upptakanna. „Leikstjóri, listrænn stjórnandi og framleiðandi fara á stúfana eftir að hafa skoðað myndirnar frá mér og endurmeta þær stað- setningarnar sem koma til greina. Að því loknu er endanleg ákvörðun tekin um hvar eigi að mynda viðkomandi verkefni en það getur auðvitað breyst vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáan- legra þátta. Sækja þarf um leyfi til dæmis hjá lögreglu og við- komandi bæjar- eða sveitafé- lagi. Í upptökunum sjálfum er mitt hlutverk að hafa umsjá með tökustaðnum, sjá til þess að um- ferð gangi greiðlega, að allur mannskapur verði á réttum stað, að fyllsta öryggis verði gætt við þyrlumyndatökur og fleira.“ Salernisaðstaða þarf líka að vera til staðar þegar far- ið er með stóran hóp upp á ör- æfi. Stundum eru ferðakamrar fluttir með á staðinn. „Leiðin- legasti og mest niðurlægjandi þáttur starfs míns felst í því að hafa umsjá með salernisaðstöð- unni,“ segir Jón Ólafur og hlær. Hann segir tilviljanir hafi ráðið starfsvali sínu. „Eins og gengur á Íslandi fékk ég tækifæri til þess að reyna þetta eftir að hafa aðstoðað við auglýsingar í nokkurn tíma. Síðan eru liðin fjögur ár og ég hef aðeins ílengst í þessu.“ ■ Málum til meðferðar í kjaramála- deild Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fækkaði um þrjátíu prósent á fyrstu sex mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á árunum 2000-2003 komu að meðaltali sex hundruð mál til meðferðar í kjaramáladeild fyrri helming árs. Nú voru þessi mál aðeins 422. Einkum er um að ræða mál vegna innheimtu launa en einnig ágreining á vinnustöð- um og fleira sem varðar stöðu og réttindi launafólks á vinnumark- aði. Allt árið í fyrra fékk kjara- máladeild 1.461 á borð til sín til meðferðar og hafa þau aldrei verið fleiri. Vert er að benda á að í lok síðasta árs varð Útgáfufé- lagið DV gjaldþrota. Í því ein- staka máli voru gerðar launa- kröfur fyrir hönd 430 einstak- linga. ■ Jón Baldvinsson telur að atvinnumarkaðurinn þurfi að breyta viðhorfi sínu til fólks sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnuhorfur á miðjum aldri: Fólk yfir fimmtugt góðir starfskraftar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Útgáfufélagið DV varð gjaldþrota í lok síðasta árs og því var fjöldi mála til kjara- máladeildar aldrei fleiri en í fyrra. Mál í kjaramáladeild: Fækkar talsvert Dr. Noreen Tehrani hefur unnið með fórnarlömb deilunnar á Norður-Írlandi, hermenn sem snúið hafa úr stríði erlendis og fórnarlömb vinnueineltis. Hann hefur komist að því að fórn- arlömb eineltis á vinnustað eiga í sama tilfinningastríði og stressi og hermenn sem berjast við vond- ar minningar úr stríðinu. „Báðir hópar fá sífelldar martraðir, eru mjög stressaðir og ganga á of miklu adrenalíni. Einnig eru þessir einstaklingar móttækilegri fyrir sjúkdómum, eins og hjartasjúkdómum og alkó- hólisma,“ segir Tehrani. Til að styðja þessar niðurstöð- ur rannsakaði Tehrani 165 starfs- menn í aðhlynningargeiranum eins og hjúkrunarfræðinga og fé- lagsráðgjafa. Í þeim hópi höfðu 36 prósent karlmanna og 42 prósent kvennanna verið beitt einelti á vinnustað. Einn af hverjum fimm var með sömu einkenni og þeir hermenn sem þjást af stríðsótta. Rannsókn Tehrani sýndi enn fremur að einelti á vinnustað var algengast hjá lögreglunni, fanga- vörðum, kennurum og starfs- mönnum í heilbrigðisgeiranum. ■ Stríðsótti hermanna er svipaður og sá ótti sem fólk glímir við sem lent hefur í einelti á vinnustað. Starfið mitt: Hendist um landið Jón Ólafur Lindsey hefur komið um alla kima landsins í starfi sínu í kvikmynda- og auglýsingagerð. Hermenn sem snúa úr stríði og þeir sem lenda í einelt: Upplifun fórnarlamba er sambærileg 24-25 (2-3) Allt Atvinna o.fl. 21.8.2004 17:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.