Fréttablaðið - 26.08.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 26.08.2004, Síða 6
6 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Samruni háskóla í Reykjavík: Skólagjöldin bakdyramegin SKÓLAMÁL Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að með sameiningu skól- anna sé verið að lauma skólagjöld- um í háskóla í eigu ríkisins. Hann segist þó fylgjandi sameiningum skóla á háskólastigi, fylgi þeim aukið fjármagn. „Meginvandi háskólastigsins er enda ekki fjöldi skóla heldur fjársvelti af hálfu stjórnvalda,“ segir hann og áréttar að huga verði að því að í þessu tilfelli sé annars vegar um að ræða skóla í einkaeigu og hins vegar háskóla í ríkiseigu. „Meginforsenda fyrir slíkri sameiningu er að nemend- ur við Tækniháskólann þurfi ekki að greiða hærri skólagjöld en þeir gera í dag. Ekki gengur að þarna sé verið að fara bakdyra- megin að því að innleiða skóla- gjöld í háskóla hins opinbera. Sé svo kemur sameining ekki til greina og Tækniháskólinn væri þá betur borgið undir regnhlíf Háskóla Íslands,“ segir Björgvin, en telur þó sameiningu skólanna skoðunar virði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Sérstak- lega að ekki verði tekin upp skólagjöld og að sá hluti sem myndar Tækniháskólann verði í eigu ríkisins.“ ■ Viðbúið að skólagjöld hækki Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík gæti þýtt margföldun skólagjalda í þeim fyrrnefnda. Nemendur Tækniháskólans fá að ljúka námi á sömu forsendum og voru í byrjun, segir menntamálaráðherra en vísar annars á Lánasjóð íslenskra námsmanna. SKÓLAMÁL Útlit er fyrir að nem- endur sem hefja nám í sameinuð- um háskóla Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík þurfi að greiða skólagjöld á borð við þau sem tíðkast í þeim síðarnefnda. Að undirlagi menntamálaráðuneytisins standa yfir viðræður um samruna skólanna og eiga niðurstöður þeirra að ligg- ja fyrir í lok næsta mán- aðar. Háskólinn í Reykjavík er rekinn af sjálfseignar- stofnun Verzlunarráðs Ís- lands um viðskiptamennt- un. Innheimt eru skóla- gjöld upp á tæpar 200 þús- und krónur fyrir veturinn fyrir hvern nemanda. Tækniháskóli Íslands er í ríkis- eigu og innheimtir lögum sam- kvæmt 32 þúsund krónur á ári. Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor við Tækniháskóla Íslands, segist á þessu stigi ekki geta sagt fyrir um mögu- legar breytingar á skóla- gjöldum, komi til samein- ingar. Hún segir hins veg- ar ljóst að sameinaður skóli verði ekki ríkishá- skóli og þar af leiðandi með heimild til að taka upp slík gjöld. „En hvort af verður, eða hversu há, er seinni tíma mál,“ sagði hún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra segir ekk- ert benda til að skólagjöld fæli efnaminni nemendur frá námi heldur hafi sýnt sig að á sama tíma og skólum sem inn- heimta slík gjöld hefur fjölgað hafi ásókn í háskólanám aukist. „Ég vil líka benda á að Lánasjóður íslenskra námsmanna, sem er einn best rekni lánasjóður heimsins að mínu mati, kemur til með að lána fyrir skólagjöldum,“ segir hún og bætir við að skóla- gjöld séu bara einn hluti af formlegum samrunavið- ræðum skólanna, sem eru nýhafnar. Þorgerður Katrín taldi líklegast að sameinaður skóli fengi rekstrarform sjálfs- eignarstofnunar eða hlutafélags. „Þá er ekkert ólíklegt að tekin verði upp skólagjöld án þess að ég gefi mér nokkuð um þá niður- stöðu. Hins vegar er alveg ljóst af minni hálfu að nemendur Tækniháskólans fá að ljúka því á sömu forsendum og voru þegar nám var hafið.“ Þorgerður Katrín seg- ir sameiningu Tæknihá- skólans og Háskóla Ís- lands ekki hafa verið inni í myndinni, enda væri frekar snertiflötur í námi Háskólans í Reykjavík og Tæknihá- skólans. Nemendur Há- skólans í Reykjavík eru um 1.400 talsins og nemendur Tæknihá- skólans tæplega 1.000, þannig að sameinaður skóli yrði með stærstu háskólum landsins. olikr@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,26 0,72% Sterlingspund 129,71 0,14% Dönsk króna 11,75 0,37% Evra 87,36 0,34% Gengisvísitala krónu121,94 0,15% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 363 Velta 2.636 milljónir ICEX-15 3.406,42 2,70% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.631.446 Burðarás hf. 312.464 Íslandsbanki hf. 224.333 Mesta hækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. 5,02% Landsbanki Íslands hf. 4,00% Íslandsbanki hf. 2,02% Mesta lækkun Nýherji hf. -0,65% Og fjarskipti hf. -0,56% Erlendar vísitölur DJ* 10.119,8 0,2% Nasdaq* 1.845,1 0,4% FTSE 4.411,6 0,1% DAX 3.788,9 0,5% NIKKEI 11.130,0 1.32% S&P* 1.095,8 -0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir bandaríski öldungar-deildarþingmaðurinn sem var í heim- sókn á Íslandi með Hillary og Bill Clinton? 2Í hvaða sæti varð Þórey Edda Elís-dóttir í stangarstökki á Ólympíuleik- unum? 3Hvað heitir rektor KennaraháskólaÍslands? Svörin eru á bls. 42 ■ VIÐSKIPTI BREYTING Á TILKYNNINGU Orri Vigfússon, bankaráðsmaður í Ís- landsbanka, sendi nýja tilkynn- ingu inn á Kauphöll Íslands vegna sölu á bréfum í bankanum til Burðaráss. Kauphöll Íslands gerði athugasemdir við að verð í viðskiptunum væri ekki gefið upp. Í tilkynningunni segir að verðið hafi verið grundvallað á verði í framvirkum samningi 25. febrúar síðastliðinn. KB BANKI HÆKKAR Bréf KB banka hækkuðu um rúm fimm prósent í gær annan daginn í röð. Hækkun bankans kemur í kjölfar frumkvæðis bankans í nýjum íbúðalánum. Einnig kann að hafa áhrif að söluþrýstingur vegna hlutafjárútboðs sé minni nú en hann var í kringum gjalddaga greiðsluseðla vegna kaupanna, eindagi var 20. ágúst. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Björgvin telur ótækt að nemendur sem annars hefðu sótt nám í Tækniháskólanum þurfi að greiða há skólagjöld eftir samruna. HÁSKÓLAR Í HÖFUÐBORGINNI Yfir standa viðræður um samruna Háskólans í Reykjavík, sem er með um 1.400 nemendur, og Tækniháskóla Íslands, sem er með tæplega 1.000 nemendur. RÁÐHERRA Þorgerður Katrín segir ótta við skólagjöld lýsa vanþekkingu á skóla- kerfinu. REKTOR TÆKNI- HÁSKÓLANS Stefanía Katrín segir ekki verða ljóst fyrr en að samrunavið- ræðum loknum, með hvaða hætti skólagjöldin verði. Leigjendasamtökin: Vilja fá inni hjá borginni FÉLAGASAMTÖK Viðræður standa yfir milli Leigjendasamtakanna og Reykjavíkurborgar um lausn á húsnæðismálum samtakanna. Þórir Karl Jónasson, nýkjörinn formaður samtakanna, segir sumarfrí hafa tafið málið en var vongóður um að samtökin yrðu komin í hús hjá borginni með haustinu. Leigjendasamtökin misstu að sögn Þóris Karls fyrir nokkru að- stöðu í húsnæði sem Iðnnemasam- bandið flutti í. Ný stjórn Leigjendasamtak- anna var kjörin á aðalfundi sam- takanna í lok síðasta mánaðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.