Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 11
11FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 56 32 08 /2 00 4 Íslensk ber pottaplöntuútsala 999 kr. Orkideur Kistur...Allar pottaplöntur með miklum afslætti ...margar nýjar gerðir 2.990 kr. 4.990 kr. 6.990 kr. Minnst Miðstærð Stærst Bláber Aðalbláber Rifsber Sólber o.fl. Mikið úrval á Græna torginu, Sigtúni. Ný tegund örbylgjuofna: Bræðir alla fitu TÆKNI Japanski tæknirisinn Sharp hyggst kynna innan tíðar nýja teg- und örbylgjuofna sem bræða mun mestalla fitu af matnum sem hit- aður er í ofninum. Þetta er hægt með því að auka þann hita sem ör- bylgjurnar gefa frá sér en við 300 gráðu hita bráðnar fita og olía af flestum réttum. Hyggjast mark- aðsfræðingar Sharp höfða til þeirra sem glíma við offitu eða eru yfir kjörþyngd og er því um risastóran markað að ræða. Ör- bylgjuofn sem þessi mun þó minnka fleira en mitti manna. Hætt er við að veski minnki til muna enda kostar slíkur örbylgju- ofn um 85 þúsund krónur. ■ Danskir spítalar: Hreinlæti ábótavant HEILBRIGÐI Hreinlæti í dönskum sjúkrahúsum er svo ábótavant að um hundrað þúsund sjúklingar á ári hverju fá ígerð í sár sín eftir aðgerðir á spítölunum. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dönsk heil- brigðisyfirvöld hafi síðan 2002 hert reglur um hreinlæti til mikilla muna. Virðist sem fæstir spítalar lúti þeim reglum eða geri sér far um að framfylgja þeim með einhverju móti en starf hreinsitækna telst þar lágt launað og ekki margir sem fáanlegir eru til slíkra starfa. ■ JOHN KERRY Segir Bush Bandaríkjaforseta standa á bak við rógsherferð gegn sér. John Kerry: Segir Bush beita óhróðri FORSETAKOSNINGAR John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, sakar George Bush Bandaríkjaforseta um að reka hræðslu- og óhróðursherferð gegn sér. Kerry segir Bush grípa til þessara ráða því hann sé hræddur við að ræða um atvinnumál, heil- brigðismál og stríðið í Írak. Kerry hefur undanfarið staðið í ströngu við að hrekja ásakanir sem gerðu lítið úr herþjónustu hans í Víetnam. Kerry segir að Bush hafi staðið á bak við auglýsingarnar. Hann reynir nú að beina athyglinni aftur að innanlandsmálum. ■ Rauði krossinn: Loftflutningar til Súdans HJÁLPARSTARF Alþjóða Rauði kross- inn hefur hafið loftflutninga á hjálpartækjum og lyfjum til Darfur héraðsins í Súdan. Fluttir verða 55 vörubílar en ætlunin er að reyna að koma nauðsynjum til þeirra verst stöddu í landinu. Gera hjálparstarfsmenn sér grein fyrir að langt og erfitt starf bíður og nauðsynlegt er að bæta vegi og aðgengi að þeim bæjum sem fjærst eru eigi að takast að koma í veg fyrir frekari eymd í landinu. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 50 þúsund manns hafi farist í átökum á svæðinu. ■ TÖLVUR OG TÆKNI Fram er komin tölvu- óværa sem er nokkurs konar glugga- gægir, þar sem hún notar vef- myndavélar til að njósna um fólk á heimilum þess eða vinnustöðum. Á vefnum vnunet.com er haft eftir tölvuöryggisfyrirtækinu Sophos að nýuppgötvaður Rbot-GR tölvuormurinn (W32/Rbot-GR) dreifi sér yfir samnýtt tölvunet með því að nýta sér öryggisveilur í Windows og komi fyrir í tölvum svokölluðu Trójuhestsforriti. Þegar forritið er keyrt upp og tölvur sýkjast eiga svo hakkarar auðvelt með að komast í upplýs- ingar á hörðum drifum tölvanna, þar með talið í aðgangsorð, auk þess sem þeir geta njósnað um grun- lausa notendur sem nota vefmynda- vélar eða hljóðnema. Í tilkynningu frá Sophos kemur fram að æ fleiri hakkarar sýni því áhuga að njósna um fólkið sem á tölvurnar sem þeim hefur tekist að sýkja með ormum eða Trójuhestsforritum. Auk áhyggja af slíkri árás á einkalíf fólks hafa öryggisfyrir- tæki einnig áhyggjur af mögu- legum iðnnjósnum sem gægju- tækni sem þessari gæti fylgt. ■ Köngulóarþjófurinn: Dæmdur fyrir innbrot NEW YORK, AP Innbrotsþjófur, sem uppnefndur var köngulóarþjófur- inn, var dæmdur fyrir að brjótast inn í skrifstofur og íbúðir í Man- hattan í New York borg. Maðurinn var uppnefndur fyrir að klifra upp þverhnípta veggi, stökkva úr gluggasyllum og sveifla sér eftir brunastigum. Lögreglumaður í New York borg sagðist hafa séð manninn stökkva út um glugga á sjöundu hæð skrifstofubyggingar, yfir þriggja metra langt sund og lenda á húsþaki þremur hæðum neðar. Neitar maðurinn sök og segist hafa verið þvingaður til játningar. ■ VIÐ TÖLVUNA Nýr tölvuormur gerir óprúttnum hökkurum kleift að leggjast á gægjur hjá notendum með vefmyndavélar eða hljóðnema tengdar við tölvur sínar. Óværa í tölvum: Gægjuveira í vefmyndavélum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.