Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 14
LEITAÐ Í BREIÐAFIRÐI Björgunar-
sveitir á Snæfellsnesi leituðu í
gær ásamt þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar að báti í nágrenni
Höskuldseyjar á Breiðafirði
vegna neyðarsendingar sem barst
Tilkynningaskyldunni. Ekki
reyndist vera um neyðarkall að
ræða heldur höfðu merki sloppið
út af neyðarsendi Skipavíkur í
Stykkishólmi. Leitin stóð yfir í
þrjár klukkustundir. Kallið kom
frá neyðarsendi svipuðum þeim
sem eru í gúmmíbjörgunarbátum.
14 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR
FRJÁLS PARÍS
Franskir slökkviliðsmenn veifa franska fán-
anum á toppi Eiffel turnsins í París, í tilefni
þess að 60 ár voru liðin frá því að borgin
var frelsuð úr haldi Þjóðverja. Frelsun
Parísar skipti sköpum fyrir sigur banda-
manna í stríðinu.
Breytingar á Seltjarnarnesi:
Fjórar athuga-
semdir komnar
BÆJARSKIPULAG Fjórar athugasemdir
hafa borist bæjaryfirvöldum á Sel-
tjarnarnesi vegna fyrirhugaðra
breytinga á aðalskipulagi og nýs
deiliskipulags við Hrólfsskálamel
og Suðurströnd. Frestur til að skila
athugasemdum rennur út í byrjun
september.
Við Suðurströnd á að byggja
blokkir þar sem nú er íþróttavöllur
og hefur það mætt nokkurri and-
stöðu. Bærinn telur hins vegar að
fjölgun íbúða í fjölbýli sé nauð-
synleg til að halda í horfinu í íbúa-
fjölda. Jónmundur Guðmarsson,
bæjarstjóri vísar í þeim efnum til
svæðaskipulags höfðuborgar-
svæðisins þar sem kveðið er á um
fjölgun íbúða og til lýðfræðiathug-
unar sem ráðgjafarfyrirtæki vann
fyrir bæinn. Hann bendir á að á
Seltjarnarnesi búi um 30 prósent
bæjarbúa í fjölbýli og segir eftir-
spurn eftir slíku húsnæði. „Þannig
að ég sé ekki að þetta ætti að breyta
eðli byggðarinnar,“ segir hann.
Jónmundur segist jafnframt
stoltur af því hvernig bærinn hefur
staðið að kynningu á breytingunum.
„Því hefur verið lýst yfir af þar til
bærum aðilum sennilega sé eins-
dæmi meðal sveitarfélaga hversu
vel hefur verið staðið að málum,“
segir hann, en ítarlegum kynningar-
bæklingi með geisladiski var dreift
á öll heimili í bænum. „Auk lög-
bundinnar kynningar höfum við
lagt okkur fram um að fá fólk til að
kynna sér málið og taka til þess
afstöðu.“ ■
Lögreglan er
á betri bílum
Talsvert átak hefur verið gert undanfarin ár í endurnýjun bíla- og tækjaflota
lögreglunnar. Engar reglur eru þó til um hámarksnotkun eins og í nágranna-
löndum og margir bílanna keyrðir fleiri hundruð þúsund kílómetra.
LÖGREGLUMÁL „Það hefur verið
gert stórátak í ökutækjamálum
lögreglunnar í landinu og það er
ekki langt í að hver og einn bíll
verði beinlínutengdur við mið-
stöð lögreglu,“ segir Guðmundur
H. Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá embætti Ríkis-
lögreglustjóra. Í prófunum er
nú þegar allur sá búnaður sem
til þarf en slíkur búnaður í
hverjum bíl mun þýða umtals-
verðan tímasparnað fyrir lög-
reglumenn í eftirliti.
Þannig munu lögreglumenn í
framtíðinni geta afgreitt fjölda
mála gegnum tölvu í bílum
sínum og prentað út skýrslu
jafnóðum. Sá tími sem nú fer
forgörðum bak við skrifborð
vegna slíkra skýrslugerða nýtist
þá mun betur við almennt eftir-
lit á götum úti.
Guðmundur segir að mikill
munur sé á bílaflota lögregl-
unnar nú og áður enda var bíla-
flotinn að heita endurnýjaður
með öllu árið 2000. „Mörg öku-
tæki fyrir þann tíma voru hvort
tveggja komin til ára sinna og úr
sér gengin en í dag má segja að
stærsti hlutinn sé nýr eða nýleg-
ur. Það segir þó ekki alla söguna
því mismunandi embætti nota
bíla sína mismikið í samræmi
við umdæmi sín. Þannig aka lög-
reglumenn á Selfossi bílana að
meðaltali 150 þúsund kílómetra
á ári meðan lögreglubíll á Siglu-
firði fer 20 þúsund kílómetra.“
Guðmundur segir að við
þessu sé brugðist með því að
færa ökutæki milli umdæma en
slíkt geti farið fyrir ofan garð og
neðan hjá starfandi lögreglu-
mönnum. „Það er eðlilegt að
menn séu missáttir við slík
skipti en þetta er eina leiðin sem
við höfum til að jafna þennan
mun milli embætta.“
Alls munu vera um 155 öku-
tæki í eigu lögreglu á landinu
öllu auk þess sem lögreglan í
Reykjavík hefur yfir fimm bif-
hjólum að ráða. Bílarnir eru af
fjórtán mismunandi tegundum
og að langmestu leyti með sams
konar búnað.
albert@frettabladid.is
Kambódískur dómari:
Klagar
munka fyrir
hávaða
KAMBÓDÍA Hæstaréttardómari í
Kambódíu hefur klagað búdda-
munka til yfirvalda fyrir að
vekja sig með helgisiðum á nótt-
unni. Munkarnir hafa fyrir sið
að berja á málmgjöll klukkan
fjögur á nóttunni og vaknar
dómarinn jafnan við það.
Dómarinn hefur beðið trúar-
bragðaráðuneytið að skakka
leikinn og banna munkunum að
trufla svefn sinn. Hann segir at-
hæfi þeirra ósiðlegt.
Æðsti munkurinn í umræddu
klaustri segir kvartanir
dómarans bera vott um hatur,
bæði í garð klaustursins og
búddisma. Í Kambódíu búa
þrettán milljónir manna, en 95
prósent þeirra eru búddistar. ■
AÐ STÖRFUM Á HORNSTRÖNDUM
Landmælingar Íslands hafa meðal annars
notið aðstoðar Landhelgisgæslunnar við
mælingar sínar á afskekktum stöðum.
Landmælingar:
Landrek
skekkir grunn-
stöðvanet
KORTAGERÐ Úrvinnsla gagna úr
endurmælingum grunnstöðvanets
Landmælinga Íslands stendur
yfir, en mælingum lauk um
miðjan mánuðinn.
Fyrrihluta mánaðarins stóðu
Landmælingar, í samvinnu við
aðrar ríkisstofnanir, fyrir endur-
mælingunum, en vegna reks land-
fleka Evrópu og Ameríku þarf að
mæla upp á nýtt með reglulegu
millibili.
Á heimasíðu Landmælinga
Íslands kemur fram að tilgangur
mælinganna sé að útvega fullgilda
og áreiðanlega undirstöðu fyrir all-
ar mælingar hvort sem er á vegum
hins opinbera eða einkaaðila. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Veitingahús í Bandaríkjunum:
Áhersla á vist-
vænar afurðir
BANDARÍKIN, AP Veitingahúsakeðja í
Oregon fylki í Bandaríkjunum hefur
ákveðið að styðja sjálfbæran land-
búnað og notar því aðeins kjöt af
dýrum sem hafa ekki verið gefin
hormón og sýklalyf eða hafa verið
alin á erfðabreyttu fóðri.
Veitingahúsin kaupa aðeins kál og
grænmeti sem ræktað hefur verið í
nágrenninu. Djúpsteikingarolía
verður endurnýtt sem dísilolía og að-
eins verður boðið upp á villtan lax.
Forsvarsmenn keðjunnar segja
að með þessu móti tryggi þeir
ferskari og bragðbetri vörur sem
viðskiptavinir séu tilbúnir að greiða
meira fyrir. ■
STJÓRNARHERRAR Í SÚDAN
Utanríkisráðherra og landsmálaráðherra
Súdans segja ástandið í Darfur vera á ábyrgð
innlendra stjórnvalda, ekki erlendra.
Súdönsk stjórnvöld:
Vilja ekki
hermenn
sambandsins
NÍGERÍA, AP Súdönsk stjórnvöld vilja
ekki að Afríkusambandið taki að sér
víðtækara hlutverk en það gerir nú
þegar í Darfur-héraði. Stjórnvöld
segja friðargæslu í héraðinu vera á
ábyrgð síns eigin hers.
Sú hugmynd kom upp að Afríku-
sambandið myndi senda 2000 her-
menn til að stilla til friðar í Darfur
á samningafundi súdanskra skæru-
liða og stjórnvalda í Nígeríu í dag.
Súdanir útiloka þó ekki ekki
frekari aðkomu Afríkusambandsins
seinna. Rúmlega 150 hermenn frá
Rúanda eru í Darfur til að gæta
öryggis eftirlitsmanna Afríkusam-
bandsins og 150 hermenn til við-
bótar frá Nígeríu eru væntanlegir.
■
Syrgjandi í Hong Kong:
Reyndi að
opna líkkistu
HONG KONG Lögreglan í Hong Kong
þurfti að halda aftur af syrgjandi
manni sem reyndi að ljúka upp lík-
kistu móður sinnar til að geta borið
hana augum í síðasta sinn.
Þegar líkvagninn var við það að
aka af stað til kirkjugarðsins stökk
maðurinn að kistunni og barði á
hana. Lögreglan tók hann föstum
tökum og vísaði honum burt. Hann
veitti líkvagninum eftirför á leigu-
bíl en gat ekki stöðvað vagninn.
Maðurinn hefur átt í deilum við
hálfsystkin sín sem vildu ekki að
fyrra ættarnafn konunnar og ættar-
nafn sonar hennar, kæmi fram á
legsteininum. ■
Sala í Íslandsbanka til Burðaráss:
Kauphöllin vill vita verðið
VIÐSKIPTI Verð bréfa Íslandsbanka
sem Burðarás keypti af Orra Vig-
fússyni hefur ekki verið gefið upp.
Burðarás keypti eignarhaldsfélag
Orra, Urriða, sem átti yfir fimm
prósenta hlut í Íslandsbanka.
Orri er fruminnherji í Íslands-
banka, auk þess sem um var að
ræða prósentu yfir tilkynninga-
mörkum. Hefðu bréf Íslandsbanka
verið seld milli félaganna væru
engin tvímæli um að tilkynna bæri
uppæðir í viðskiptunum.
Út á markaðnum telja margir að
með sölu á Urriða til Burðarás sé
verið að fara í kringum reglur. „Við
höfum verið í samskiptum við aðila
og við teljum að þetta séu við-
skiptahættir sem eru óheppilegir
fyrir hlutabréfamarkaðinn,“ segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup-
hallar Íslands. „Við erum þeirrar
skoðunar að þetta séu upplýsingar
sem hefðu átt að birtast.“
Þórður segir að Kauphöllin
muni ganga eftir þessum upplýs-
ingum, nema að sýnt verði fram
á það með rökum að heimilt sé að
halda leyndum upplýsingum af
þessu tagi. Hann segir óheppi-
legt fyrir markaðinn ef menn
geti farið í kringum upplýsinga-
gjöf með því að stofna sérstök
félög utan um eign sína og selja
þau síðan í stað þess að selja
eignirnar. ■
ÓHEPPILEGIR VIÐSKIPTAHÆTTIR
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar vill vita og að aðrir viti hvað Orri Vigfússon
fékk fyrir bréf sín í Íslandsbanka sem hann seldi til Burðaráss.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
LÖGREGLUBÍLAR Í REYKJAVÍK
Þrátt fyrir átak í endurnýjun ökutækja lögreglu á landinu er notkun þeirra svo mikil að
flestir eru eknir vel yfir þrjú hundruð þúsund kílómetra. Í Danmörku er lögreglubílum
skipt út eftir 150 þúsund kílómetra akstur þrátt fyrir að vegir þar séu að jafnaði betri en
hérlendis.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
NÝJAR BLOKKIR SÉÐ FRÁ VALHÚSASKÓLA
Jónmundur Guðmarsson segist helst verða var við að íbúar í næsta nágrenni skipulags-
svæðanna sem til umfjöllunar eru hjá bænum og þá sérstaklega í nágrenni Suðurstrandar
séu uggandi um sinn hag.