Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 18

Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 18
18 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR SPORÐDREKAKONAN Malena Hassan, sem fengið hefur viður- nefnið „Sporðdrekakonan,“ reynir þessa dag- ana að endurheimta heimsmeistaratitil sinn í að dvelja í glerbúri með fjölda sporðdreka. Hún er nú lokuð í glerbúri með yfir 6.000 sporðdrekum og ætlar að dvelja þar í 36 daga samfleytt. Myndin er tekin árið 2001, en þá sló hún met með því að dvelja í slíku búri í 30 daga með 2.700 sporðdrekum. Ári síðar sló tælensk kona, Kanchana Ketkeaw, metið þegar hún dvaldi í 32 daga með 3.400 sporðdrekum. Opnun í næstu viku: Unnið fram á kvöld í Þjóðminjasafninu SAFN „Þetta klárast daginn sem við opnum en hér er allt á fullu og gengur bara vel,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Þjóðminjasafnið verður formlega opnað að nýju fyrsta september í næstu viku en það hefur verið lokað síðan árið 1998 vegna fram- kvæmda. Húsið verður opnað al- menningi daginn eftir frá klukkan ellefu til fimm. Margrét segir unnið fram á öll kvöld, stemningin mikil og frum- sýningarskrekkur sé í starfs- fólkinu. Allt safnhúsið verður opn- að með nýjum sýningum og nýrri starfsemi. Verið er að leggja loka- hönd á að koma húsinu í stand til að það geti hýst þjóðminjasafn með öllum þeim minjum sem það varðveitir og sýnir. Ný grunnsýn- ing er að verða klár og verður hún fastasýning safnsins en hún nefnist Þjóð verður til. Í sýningunni er fjallað um samfélag Íslands frá landnámi til dagsins í dag. Sama dag verða opnaðar tvær sérsýn- ingar, önnur þeirra er um brúð- kaupssiði Íslendinga en hin um mótun ljósmyndunar á Íslandi. Þá verða opnaðar þrjár rannsóknar- sýningar auk þess verður tekin í gagnið ný veitingastofa og safn- búð með nýjum minjagripum. ■ Blikur á lofti í atvinnumálum Bygging sex milljarða króna stálpípuverksmiðju í Helguvík hefur dregist á langinn. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segist vongóður um að verksmiðjan verði reist. Fjármögnun er enn ekki lokið. Ástand bæjarins er slæmt. Fjármögnun fyrirhugaðrar stál-pípuverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ er enn ekki lokið. Nú eru tvö og hálft ár síðan for- svarsmenn bandaríska fyrir- tækisins International Steel and Tube LP komu til landsins og undirrituðu lóðaleigusamning. Síðasta sumar var því lýst yfir að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast þá um haustið en þær eru enn ekki hafnar. Fjármögnun lýkur í nóvem- ber Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist vera bjartsýnn á að fjármögnunin klárist á þessu ári þannig að verk- smiðjan geti jafnvel hafið starf- semi í lok næsta árs. „Samkvæmt þeim skjölum sem við höfum séð og staðfestingu frá evrópskum banka sem hafði tekið að sér að leiða fjármögnun verk- efnisins þá á fjármögnuninni að ljúka í lok nóvember,“ segir Árni. „Þannig að stefnt er að því að hefja byggingu verksmiðjunnar í byrjun næsta árs.“ Árni segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi upphaflega ætlað að byggja verksmiðjuna í tveimur áföngum. Nú sé verið að skoða þann möguleika að ljúka öðrum áfanga fyrr og það sé já- kvætt og hraði uppbyggingunni í Helguvík. Bæjarstjórinn segist ekki vera farinn að örvænta þrátt fyrir bágt atvinnuástand í bænum en í lok júlí voru 233 skráðir at- vinnulausir í Reykjanesbæ. „Miðað við upphaflega samn- inga þá er alveg ljóst að málið hefur dregist. Án þess að maður sé að segja of mikið þá er ég von- góður. Það er verið að vinna þetta verkefni samkvæmt áætlun. Eftir að hafa séð upplýsingarnar frá þessum evrópska banka finnst mér líkurnar á að þetta gerist vera meiri en ég hef áður talið.“ Skapar 200 ný störf Kostnaður við byggingu verk- smiðjunnar, sem verður með framleiðslugetu upp á 150 til 175 þúsund tonn, er áætlaður um sex milljarðar króna. Árni segir að gert sé ráð fyrir að verksmiðjan muni skapa um 200 ný störf í bænum. „Það er viðkvæmt eða sérstakt atvinnuástand hér,“ segir Árni. „Óneitanlega höfum við verið að veðja á að þessi verksmiðja verði reist á hentugum tíma og leysi hluta af atvinnuvandanum.“ Aðspurður hvort bæjarstjórnin sé að treysta um of á að verk- smiðjan leysi atvinnuvandann á svæðinu segist Árni ekki telja svo vera. „Hér horfum við til margra þátta til að byggja upp stoðirnar í atvinnumálum. Það er hvergi verið að slaka á annars staðar vegna þess að mögulega sé eitt- hvað að gerast í Helguvík. Við sjáum uppbygginguna í Leifsstöð, við erum að vinna að ferðamálum og heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nýbúin að ljúka samningum við ráðuneytið og er að færa út kvíarnar. Öll þessi uppbygging á að skapa atvinnutækifæri fyrir mismunandi hópa samfélagsins.“ 400 milljónir í lóðafram- kvæmdir Meginþorri þeirra sem skráðir eru atvinnulausir í Reykjanesbæ eru konur en langstærsti hluti þeirra starfa sem skapast vegna verksmiðjunnar verða karlastörf. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af atvinnuástandi kvenna segir Árni: „Það er ekki eins og þessi verksmiðja leysi á einu bretti atvinnuleysisvandann. Þess vegna erum við að leggja áherslu á uppbyggingu í skóla- málum, ferðaþjónustu og heil- brigðismálum. Það eru störf sem eru kannski frekar kvennastörf en störf í verksmiðju.“ Reykjanesbær hefur þegar lagt út í mikinn kostnað vegna lóðaframkvæmda fyrir stálpípu- verksmiðjuna. „Framkvæmdirnar í Helguvík hafa kostað á fjórða hundrað milljónir króna. Þeim fjármunum hefur ekki bara verið varið í að búa til eina lóð. Við höfum nýtt allt efnið í sjóvarnargarða með- fram strönd bæjarins. Við höfum einnig nýtt tækifærið til að búa til fleiri atvinnulóðir í Helguvík sem eru lóðir til framtíðar fyrir ýmsa aðra starfsemi.“ Bandaríska fyrirtækið International Steel and Tube LP er með höfuðstöðvar í Fíladelfíu. Fyrirtækið á stálverksmiðjur í Bandaríkjunum og í Austur- Evrópu og myndu stálpípurnar hér verða unnar úr hráefni sem kæmi frá verksmiðjunum í A- Evrópu. Stálpípur eru meðal annars mikið notaðar í olíu- leiðslur og gasleiðslur. ■ Ísrael: Atvinnuleysi vandamál ATVINNUMÁL Atvinnuleysi er viðvar- andi vandamál í Ísrael og þrátt fyrir hagvöxt undanfarna mánuði eru enn tæplega 300 þúsund þegnar landsins á atvinnuleysis- skrá. Tölur yfir annan ársfjórðung sýna að atvinnuleysi jókst lítillega milli mánaða og er nú 10,7 prósent vinnufærra manna. Er það fjögurra prósenta hækkun frá sama tíma á síðasta ári. ■ BRESK SKÓLABÖRN Mörg börn þar í landi dvelja hjá fósturfjöl- skyldum sem ekki standast kröfur. Bretland: Sár skortur á fósturfjöl- skyldum BARNAVERND Þúsundum barna í Bretlandi er komið í fóstur til fjöl- skyldna sem eru með öllu óhæfar þar sem fjárskortur þjáir þær deildir sveitarfélaga sem um slíkt eiga að sjá. Hefur verið litið fram hjá vandamálinu svo lengi að hæf- ar fjölskyldur geta ekki lengur séð um þau börn sem þeim er falið þar sem greiðslur fyrir slíkt duga rétt aðeins fyrir helstu nauðsynj- um og litlu öðru. Hefur umsækj- endum fækkað um átta þúsund á tveimur árum vegna þessa og eft- ir sitja þær fjölskyldur sem ekki standast allar þær kröfur sem gerðar eru til fósturfjölskyldna. ■ Dauðsföll í Tælandi: Ásókn í Víagra eftir- líkingar TÆLAND Fjöldi ferðamanna í Tælandi sýkist alvarlega eða deyr á ári hverju eftir að hafa innbyrt skammta af eftirlíkingum Viagra. Í landinu er kynlífsiðnaður blóm- strandi sem aldrei fyrr og sem dæmi er engin þörf á lyfseðlum til kaupa á stinningarlyfinu eftir- sóknarverða. Pakkinn þykir þó dýr og því bregða sumir á það ráð að kaupa eftirlíkingar sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna. ■ OPNUN ÞJÓÐMINJASAFNSINS Frumsýningarskrekkur er í starfsfólkinu sem unnið hefur fram á kvöld vegna opnunar Þjóðminjasafnsins í næstu viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TRAUSTI HAFLIÐASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL BYGGING STÁLPÍPU- VERKSKMIÐJU Í REYKJA- NESBÆ HEFUR DREGIST Á LANGINN LÓÐIN TILBÚIN Reykjanesbær hefur þegar lagt út í mikinn kostnað vegna lóðaframkvæmda fyrir stálpípuverksmiðjuna. Framkvæmdirnar hafa kostað á fjórða hundrað milljónir króna. ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstjórinn segist ekki vera farinn að ör- vænta þrátt fyrir bágt atvinnuástand í bæn- um en í lok júlí voru 233 skráðir atvinnu- lausir í Reykjanesbæ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.