Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 45
7FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 [ Góð umönnun ] Púðarnir endast lengur Þó að þú sért orðin/n leið/ur á púð- unum þínum þá þýðir það ekki endi- lega að þú þurfir nýja. Góð leið til að athuga hvort púðinn sé orðinn lélegur er að setja hann á gólfið og brjóta hann saman. Ef þú ert með fjaðrapúða þá er gott að þrýsta öllu lofti úr honum. Þegar þú sleppir púðanum þá ætti hann að smella aftur í upprunalegu mynd sína. Ef hann gerir það ekki þá ættir þú að fjárfesta í nýjum. Fjaðrapúða ætti að þurrhreinsa einu sinni til tvisvar á ári. Púða úr gervi- efni er yfirleitt hægt að þvo í vél en þú ættir alltaf að kíkja á meðferðar- miðann. Ef þú ferð vel með púðana þína þá endast þeir lengur! Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Anna Sigríður Helgadóttir söng- kona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. „Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumar- gjöf út í gluggann og athuga hita- stigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auð- vitað hef ég áhuga á skipum. Lík- amsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippn- um. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðar- menn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndisilegum stað og sjá svona líf- legt mannlíf á hverjum morgni.“ Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. „Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu.“ ■ Anna Sigga á heima á besta stað: Fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini Anna Sigga horfir út um gluggann. Ikealistinn kominn: Áhersla á svefnherbergið Nýr Ikealistinn er orðinn einn af föstum liðum haustsins. Í ár eins og undanfarin ár er honum dreift inn á öll heimili í landinu, dreifing hófst í gær og lýkur á morgun. Eins og fyrr er hann fullur af nýjungum auk þess sem gömlu góðu IKEA vörurnar er einnig að finna í bæklingnum. Meginþema listans í ár er svefn- herbergið. Úrval af dýnum hefur aldrei verið meira í IKEA að því er fram kemur í kynningarefni. Þar fyrir utan er mikið úrval af húsgögnum og hlutum sem gera svefnherbergið að huggulegum íverustað. Í bæklingnum eru auðvitað sniðugar hugmyndir fyrir aðra staði heimilisins. Nýir litir á áklæðum, efnum, gardínum, púðum, handklæðum og rúmfötum skipa þar stóran sess. Ikealistinn í ár er 284 blaðsíður, hann er gefinn út í rúmlega 130 milljón eintaka um allan heim og er mest dreifði prent- miðill í öllum heiminum. Hægt er að nálgast upplýsingar um megnið af vörunum á vefsíðu IKEA, ikea.is. ■ Nýjar vörur í IKEA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.