Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 56
FÓTBOLTI Arsenal bætti met sitt og Nottingham Forest frá því 1978 þegar liðið lék sinn 43. leik í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Arsenal-liðið gerði gott betur því liðið vann öruggan 3–0 sigur á Blackburn og settist í kjölfarið við hlið Chelsea með fullt hús á toppnum. Arsenal hefur skorað 12 mörk í fyrstu þremur umferðunum. Theirry Henry skoraði fyrsta markið eftir sendingu frá Dennis Bergkamp, Gilberto Silva bætti því öðru við eftir horn frá Henry sem síðan lagði upp síðasta markið fyrir Spánverjann Jose Antonio Reyes. Henry hefur skorað 3 mörk og gefið 5 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjunum. Hermann Hreiðarsson lagði upp fyrra mark Francis Jeffers sem skoraði tvö mörk í 3–0 sigri Charlton á Aston Villa. Luke Young skoraði þriðja markið í seinni hálfleik. Mark Viduka lék sinn fyrsta leik með Middlesbrough, í 0-2 útisigri á Fulham, og var fljótur að komast á blað eftir undirbún- ing Jimmy Floyd Hasselbaink. Nýja framherjapar Boro nær því greinilega vel saman frá fyrsta leik. Szilard Nemeth skoraði seinna markið. Newcastle ætlar að ganga illa að landa fyrsta sigrinum. David Bellamy og Aaron Hughes komu þeim í 2–0 gegn Norwich en David Bentley og Gary Doherty jöfnuðu fyrir nýliðana. Zoltan Gera kom WBA yfir gegn Tottenham en Jermaine Defoe jafnaði leikinn áður en hann yfirgaf völlinn meiddur. Bolton komst aftur á sigur- braut þegar liðið vann Southampton, 1–2 á útivelli. Henrik Pedersen og Jay Jay Okocha komu Bolton í 0–2 en Peter Crouch minnkaði muninn. Tvö mörk frá Alan Smith Manchester United lék seinni leik sinn gegn Dynamo Búkarest í forkeppni meistaradeildar Evrópu og það var Alan Smith í aðalhlutverki og skoraði tvö mörk í 3–0 sigri, bæði á upphafs- mínútum seinni hálfleiks. David Bellion skoraði síðasta markið. United vann 5–1 samanlagt. Real Madrid komst líka áfram eftir 3–1 sigur á Wisla Krakow, Ronaldo skoraði tvö markanna í fyrri hálfleik. Real vann saman- lagt 5–1. Þá vann Juventus Djurgarden 4–1 og því samanlagt 6–3. ■ 28 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Ertu viss? „Ég tel mig hafa meira fram að færa til íslenska lands- liðsins.“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í viðtali við DV í gær. sport@frettabladid.is Við hrósum... ...Jóni Arnóri Stefánssyni fyrir að láta ekki bjóða sér hvað sem er hjá Dallas Mavericks og færa sig um set yfir til Rússlands. Jón Arnór á ábyggilega eftir að standa sig vel þar. KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður hefur samið til eins árs við rússneska liðið Dyna- mo St. Petersburg og leikur með því í vetur. Jón er laus allra mála hjá Dallas Mavericks en hann segist hafa orðið þreyttur á að fá ekkert að spila. „Ég sá ekki fram á að fá að leika mikið með Dallas í vetur og ákvað því að prófa eitt- hvað nýtt,“ sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér leist best á þessa rússnesku deild sem er ein ef ekki sú sterkasta í Evrópu í dag. Ég fæ að spila fullt sem er mjög mikilvægt fyrir mig núna eftir að hafa setið á bekknum í heilt ár. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Þarf þrjátíu mínútur Jón Arnór segir það haft mikil áhrif á sig sem leikmann að spila ekki í heilt ár. Tíminn fór þó ekki til spillis því hann æfði sig grimmt hjá Mavericks. „Þetta var nú aðallega bara leiðinlegt,“ segir Jón Arnór hlæjandi. „En ég lærði að vísu mjög mikið, bæði af leik- mönnum Dallas-liðsins og hjá þjálfurunum, sem eru miklir snillingar. Aðstaða Dallas liðsins var náttúrulega eins og hún ger- ist best og það nýttist mér vel. Það reyndi samt ekki mikið á þessa nýju þekkingu fyrr en í sumar þegar ég lék í sumardeild NBA, þar sem mér gekk þrusu- vel. En ég get ekki setið úti í heilt ár í viðbót. Ég verð að spila í um 30 mínútur í leik til þess að bæta mig. Ég mun svo reyna fyrir mér aftur í NBA þegar þar að kemur.“ Jón hittir Black Dynamo-liðið er búið að stokka upp svo um munar í liðinu, kom- inn nýr forseti og fjöldi nýrra leikmanna. Einn af virtustu þjálf- urum Evrópuboltans, David Black, er kominn til liðsins og segir Jón að Black hafa haft mik- il áhrif á ákvörðun sína. „Hann hefur náð feiknagóðum árangri með Maccabi Tel Aviv, sem hefur verið eitt besta lið Evrópu í fjöl- mörg ár. Við erum líka skráðir í Evrópukeppni og fáum að spila við lið utan rússnesku deildarinn- ar og það er mjög spennandi fyrir mig sem leikmann.“ Rússar eru gríðarlega sterk körfuboltaþjóð og eiga nokkra leikmenn í NBA. Þar á meðal Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz, og voru fyrrverandi félagar Jóns hjá Dallas að ná sér í Pavel Podkolzin fyrir komandi tímabil. Eru Rússar greinilega ekki á flæðiskeri staddir þegar körfu- boltamenn eru annars vegar. Dallas á forgangsrétt Þó að Jón Arnór sé yfir sig ánægður að vera á leið til Rúss- lands, segist hann yfirgefa Dallas-liðið með miklum söknuði. „Það toppar ekkert NBA-deildina varðandi aðstöðu og glamúr og ég stefni að því að komast aftur þarna inn eftir ár. Reyndar hefur Dallas forgangsrétt á mér sem er bara mjög gott mál. Þeir eru með topplið og frábært fólk sem vinn- ur í kringum liðið. Það yrði mjög gaman að vera leikmaður fyrir Dallas, ekki sitja bara á bekknum. Ég kveð bara NBA í bili,“ sagði Jón Arnór Stefánsson áður en hann hélt í rússneska sendiráðið að ganga frá sínum málum. smari@frettabladid.is JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Hann er á leið til Rússlands þar sem hann mun spila með Dynamo St. Pétursborg. Hann ætlar þó að reyna við NBA-deildina á ný að ári liðnu. Jón Arnór til Rússlands Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaðurinn snjalli, er á leið til Dynamo St. Petersburg í Rússlandi. Dallas Mavericks á forkaupsréttinn. ÓLYMPÍULEIKAR Það er ekkert lát á lyfjahneykslunum á Ólympíu- leikunum í Aþenu. Greint var frá því í gær að Kamerúninn, Francoise Mbango Etone, sem bar sigur úr býtum í þrístökki kvenna á mánudagskvöld, hafi fallið á lyfjaprófi. Gullið í þeirri grein mun því fara til Grikkja, því það var gríska stúlkan, Hrysopiyi Devetzi, sem varð önn- ur á eftir Etone. Í öðrum lyfjahneyklisfréttum frá Aþenu bar það hæst að ung- verski lyftingamaðurinn, Zoltan Molnar, var rekinn heim í gær fyrir að mæta ekki í lyfjapróf og er hann tíundi lyftingamaðurinn á Ólympíuleikunum sem lendir í lyfjaveseni. ■ Vilt þú ganga í blaðberaklúbbinn? Nú vantar okkur fleiri blaðbera fyrir Fréttablaðið og DV. Athugaðu hvort það sé laust í þínu hverfi, virka daga eða um helgar. Ef þú vilt eiga möguleika á að vera í sigurliðinu þá endilega hafðu samband við okkur. UM HELGAR: 200-40 Hlíðarvegur Vogatunga 200-41 Álfhólsvegur 201-25 Skjólsalir Straumsalir Suðursalir Sólarsalir 201-26 Glósalir Hlynsalir 210-25 Asparlundur Einilundur Hvannalundur Skógarlundur Víðilundur 210-28 Garðatorg Heiðarlundur Hofslundur Kirkjulundur 210-33 Ásbúð 210-41 Engimýri Fífumýri Krókamýri Langamýri 225-01 Austurtún Blátún Hátún Skólatún Smáratún Suðurtún 225-07 Brekkuskógar Bæjarbrekka Lambhagi Miðskógar Ásbrekka 230-07 Háteigur Smáratún Vesturgata 230-10 Hringbraut Miðtún Frétt ehf. • Skaftahlíð 24 • Dreifingarsími 515 7590 Einnig vantar okkur fólk á biðlista Upplýsingar í síma 515 7590 GOTT EN EKKI GILT Etone féll á lyfjaprófi og missir því ólympíugullið sitt til Grikkja. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gærkvöld: Metið í húsi á Highbury ÁTTA MARKA MAÐUR Thierry Henry hefur komið að átta mörkum Arsenal í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. AP Enn eitt lyfjahneykslið: Etone féll á lyfjaprófi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.