Fréttablaðið - 26.08.2004, Síða 58

Fréttablaðið - 26.08.2004, Síða 58
30 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI FH-ingar mæta í kvöld skoska liðinu Dunfermline öðru sinni í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn, sem fram fór á Laugardalsvelli, end- aði 2-2 og þótti flestum FH-ing- um, og reyndar íslenskum knatt- spyrnuunnendum, það frekar súrt í broti þótt fyrir fram væru Skotarnir taldir töluvert sterkari. FH-ingar léku nefnilega geysi- lega vel lungann úr þeim leik, komust í 2-0 og voru afar óheppn- ir að bæta ekki við marki eða mörkum. Skotunum tókst síðan að jafna metin á lokakaflanum og þóttu sleppa vel. Bölvaðir klaufar Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara FH-inga, og heyrði í honum hljóð- ið. „Við vorum bölvaðir klaufar að vinna ekki sigur á Skotunum á Laugardalsvelli en sá leikur er búinn og við hugsum ekki meira um hann. Við lærðum auðvitað heilmikið af honum og hyggjumst nýta okkur það í leiknum í kvöld. En við komum ekki til með að breyta leik okkar því í raun erum við undir og þurfum að sækja – það er ekkert nema sigur sem kemur okkur áfram í næstu um- ferð og þangað stefnum við óhik- að. Svo er það nú einu sinni stað- reynd að sóknarbolti hentar okk- ur best. Við erum ekkert varna- lið, það verður bara að segjast eins og er.“ Vanmat Skotanna Ólafur er á því að Skotarnir hafi ekki búist við mikilli mótspyrnu í fyrri leiknum. „Þeir hafa ábyggi- lega vanmetið okkur en það gerist reyndar mjög oft þegar atvinnu- menn spila við áhugamenn og var því í sjálfu sér ósköp eðlilegt. Ég er hins vegar ekkert viss um að þeir vanmeti okkur núna. Þeir eru vissulega með forystuna og ætla sér eflaust að verja hana en við sjáum hvað setur. Ég held að það sé rétt hjá mér að í útileikjum FH í Evrópukeppnunum í gegnum tíð- ina hafi liðinu alltaf tekist að skora og ég vona að það haldist.“ Ólafur er ákveðinn í svörum þegar hann er spurður um möguleikana í leiknum í kvöld: „Við erum mættir hingað til að sigra, annars gætum við bara verið heima hjá okkur. Við erum ekkert að standa í þessu bara til að standa í þessu – við ætlum okkur að fara áfram og leggjum allt undir til þess að það takist.“ Það skemmtilegasta sem við gerum En er Ólafur ekki bara á því að þátttaka FH-inga í Evrópukeppn- inni sé til þess fólgin að styrkja liðið fyrir lokaátökin í deildinni og bikarnum hérna heima? „Ég ætla svo sannarlega að vona það. Svo framarlega sem við missum ekki menn í meiðsli þá styrkir þátttakan liðið mjög svo og þá sérstaklega andlegu hliðina. Þetta er einfaldlega það skemmti- legasta sem við sem fótboltalið gerum og við ætlum að njóta dagsins,“ sagði Ólafur Jóhannes- son, þjálfari FH-inga. sms@frettabladid.is MARK Allan Borgvardt og Emil Hallfreðsson fagna hér marki þess fyrrnefnda í fyrri leik FH og Dunfermline á Laugardalsvelli. FH-ingar voru klaufar að vinna ekki þann leik og ætla sér að gera betur í Skotlandi í dag. FÓTBOLTI Skagamenn fá sænska lið- ið Hammarby í heimsókn í kvöld. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópukeppni félagsliða og mun skera úr um hvort liðið fer áfram. Hammarby er með vænlega stöðu eftir að hafa unnið fyrri leik lið- anna, 2-0, og þurfa Skagamenn því að skora a.m.k. tvö mörk í leiknum til að eiga möguleika. Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var brúnaþungur fyrir leik liðanna og sagði sína menn þurfa að berjast til síðasta blóðdropa. „Það er ósköp lítið um þennan leik að segja annað en það að þetta verður mjög erfiður leik- ur fyrir okkur,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart í fyrri leiknum í Svíþjóð. Við vor- um búnir að fá greinargóðar upp- lýsingar á liðinu og vissum því að hverju við gengjum.“ Ólafur sagðist ekki ætla að breyta mikið til í skipulagi leiks- ins en átti von á að liðskipan sinna manna gæti breyst eitthvað. „Leikskipulagið verður ósköp svipað og í fyrri leiknum. Grétar og Ellert Jón eru hins vegar báðir meiddir þannig að það verða ein- hverjar mannabreytingar frá úti- leiknum, það er alveg ljóst.“ Með sigri í leiknum og áfram- haldandi þátttöku gæti aðeins birt til hjá Skagamönnum, sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í bikar- og deildarkeppninni. „Við höfum átt í erfiðleikum bæði í deildinni og bikarnum en það er ekki þar með sagt að sum- arið skilji ekki eitthvað eftir sig, þó að vinnist ekki titill. Við eigum ennþá góða möguleika á að bæta stöðu okkar í deildinni og við ger- um allt sem við getum til að kom- ast sem hæst þar,“ sagði þjálfari Skagamanna. Leikur liðanna fer fram á Akranesvelli í dag og hefst klukk- an 17.00. smari@frettabladid.is ÍA mætir sænska liðinu Hammarby í Evrópukeppni félagsliða á Akranesvelli í dag klukkan fimm: Erfiður leikur hjá Skagamönnum SKAGAMENN Hafa ekki náð að að sýna sitt rétta andlit í bikar- og deildarkeppn- inni. Það verður á brattann að sækja fyrir þá í kvöld. Átta liða úrslit: Áfram eftir vítakeppni ÓLYMPÍULEIKAR Þjóðverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum hand- boltans á Ólympíuleikunum í Aþ- enu í fyrradag þegar þeir lögðu Spánverja að velli 32-30 eftir víta- keppni. Mikil dramatík einkenndi leikinn en Spánverjar leiddu, 16- 15, í hléi. Staðan var jöfn 27-27 þegar venjulegur leiktími rann út. Staðan var jöfn eftir framleng- ingu, 30-30, og þurfti þá að grípa til vítakeppni. Henning Fritz, markvörður Þjóðverja, varði tvö vítaköst frá Frökkum og tryggði þjóð sinni sæti í undanúrslitum. Íslensku dómararnir Stefán Arn- aldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn. Í undanúrslitum mæta Þjóð- verjar Rússum, sem lögðu Frakka að velli, 26-24. Frakkarnir hófu leikinn betur en Rússarnir sigu fram úr þegar líða fór á leik. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Ungverjar og Króatar. Ungverjar lögðu Suður-Kóreumenn að velli, 30-25, í átta liða úrslitum. Króatar unnu hins vegar Grikki, spútniklið mótsins, 33-27, eftir að hafa leitt með átta marka mun í hálfleik. Undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn kemur. ■ FÖGNUÐUR Stefan Kretchmar fagnar markverðinum Henning Fritz sem varði tvö víti í vítakeppni Þýskalands og Frakklands í átta liða úrslitum í handbolta á Ólympíu- leikunum. FÓTBOLTI Frammistaða FH-inga í Landsbankadeildinni hefur greinilega spurst vel út. Liðið mætir Dunfermline í kvöld og mörg augu útsendara koma til með að fylgjast með leikmönnum liðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forráðamenn enska 1. deildarfélagsins Preston North End að skoða tvo leikmenn FH-inga, þá Allan Borgvardt og Atla Viðar Björnsson. Í samtali við blaðið vildi Atli Viðar ekki kannast við áhuga Preston. „Það eina sem ég veit er að það verður einhver haugur af útsendurum á leiknum í kvöld, hverja þeir eru að skoða hef ég ekki hugmynd um.“ Í sama streng tók fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, Pétur Stephensen. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er búinn að athuga málið og það er enginn á vegum Preston að skoða okkar menn. Við höfum hins veg- ar fregnir af því að það verði þó nokkuð af útsendurum að skoða okkar menn í þessum leik og ekk- ert nema gott um það að segja.“ ■ Íslenskir leikmenn eftirsóttir: Menn á eftir FH-ingum Við ætlum okkur áfram Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, sem mæta skoska liðinu Dunfermline ytra í kvöld í forkeppni Evrópukeppni félagsliða, segir Fimleikafélagið eiga möguleika.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.