Fréttablaðið - 26.08.2004, Síða 60

Fréttablaðið - 26.08.2004, Síða 60
32 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Hlíðasmára 9 - Kópavogi Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! Síðdegisnámskeið. Mánudaga og miðvikudaga frá kl. 13-17 Byrjar 22. sept. og lýkur 6. okt. Kvöldnámskeið. Þriðjud. og fimmtudaga frá kl. 18-22. Byrjar 2. sept og lýkur 16. sept. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Á þessu námskeiði er lögð áhersla á þá hluti sem mest eru notaðir af þeim sem eiga stafræna vél eða skanna. Ótrúlega áhugavert og skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. Þegar Þórey Edda náði að stökkva yfir 4,55 í stangarstökk- inu kvað við ógur- legur fögnuður þeirra tveggja sem voru að lýsa þess- um lið á Ólympíu- leikunum. Þegar aðr- ir keppendur felldu sömu hæð lá við að sami fögnuður- inn ómaði, því það þýddi að staða „okkar stúlku“ var orðin vænlegri. Auðvitað eru flestir Íslendingar stoltir yfir frammistöðu hennar og fimleikakappans Rúnars Alexand- erssonar en fögnuður íþróttafrétta- manna hefði kannski átt að vera minni. Þetta er merkilegt með hvatningaróp og sigurgleði Íslend- inga. Á handboltavellinum kunnum við yfirleitt að hvetja okkar menn áfram, þó svo að „Áfram Ísland“ geti orðið svolítið leiðigjarnt til lengdar og áhorfendur virðast ekki kunna önnur hvatningaróp. Á knatt- spyrnuvellinum högum við okkur svo líkt og við mótmælastöður. Mik- il hróp heyrast endrum og sinnum, sérstaklega þegar skoruð eru mörk. En þess á milli er kúlið að þvælast fyrir okkur. Líkt og mótmælaópin deyr samhljómurinn fljótt út, því það vill enginn vera sá eini sem eft- ir er í öskrunum og það hentar okk- ur betur að standa eða sitja, brúna- þung og þykjast hafa svörin við öllu – bara ef einhver væri að hlusta. Ég heyrði þá kenningu nýlega að ástæðan fyrir því að það er ekki sömu lífsgleði að finna í áhorfend- um íslenska landsliðsins í fótbolta og í áhorfendum annarra ríkja, svo sem þeirra ensku eða ítölsku, væri sú að við séum svo vön að tapa. Þegar það er fyrir fram gefið að sigur er ekki mögulegur hefur það áhrif á áhorfendaskarann, sem býst ekki við miklu. Hann situr og bíður þess sem verða vill. Kannski að hann púi örlítið á andstæðingana en ekki má búast við miklu meira. Þess vegna var hressandi að heyra, að minnsta kosti í minni götu, ein- hvern lítinn hóp ánægðra stráka hrópa „Ísland á HM“ og „Ísland eru bestir“ eftir sigurinn á Ítölunum um daginn. Fögnuður þeirra varð mér hjartfólginn, þrátt fyrir örlitl- ar málfræðilegar ambögur. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR HVENÆR ÍSLENDINGAR LÆRI AÐ LÁTA Í SÉR HEYRA Áfram Ísland M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N KYSSS KJAMMS SM JATT Hlustaðu! Núna kemur það, hlustaðu! Hlustaðu á gítarinn maður! Guð hvað hann leikur vel á strengina! Gæsahúð! Og núna! Hlustaðu! Hárrétt tíma- setning! Ha? ... ertu farin heim að leggja þakstein? ... Núna? Trúðu mér, það liggur á! Djöfull er þetta vandræðalegt! Sjónvarpið fylgir okkur allan sólarhringinn og svo gerist ekki rassgat! Við erum kannski sorglegir, en á meðan enginn vill segja neitt nema það sé eitthvað gáfulegt segir enginn orð! Frábært! Segðu frá stelpunni sem var með vitlausan vikudag á naríunum! Hættu að filma! Þetta verður klippt út. Hún rífur af mér punginn! Lofaðu að klippa þetta út! Ég held það gangi ekki ... Þið hafið ekkert gert eða yfir höfuð sagt merkilegt í þrjá daga! Hver djöfullinn! Erum við svona djöfulli geldir?! Getum við ekkert gert sem er áhugavert?! Ég gæti kannski gert þyrluatriðið? Þetta er eins og að gera heimildarmynd um fatlaðar kýr! hvað er nú þetta? Ný músar- hola HVAÐ!?! Ég hélt þetta væri miðshtýrð rykshjuga Og Apríl Júlí Desember Apríl Elsku Guðný, Það er svo spennandi að heyra að þú sért ólétt. Elsku Guðný, Það er svo spennandi að heyra að þú sért ólétt. orðin mamma! Elsku Guðný, Það er svo spennandi að heyra að þú sért ólétt. orðin mamma! að hugsa um að fara aftur að vinna! Elsku Guðný, Það er svo spennandi að heyra að þú sért ólétt. orðin mamma! að hugsa um að fara aftur að vinna! Ólétt aftur! Ég verð að bæta mig í bréfa- skriftum! Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.