Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 61

Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 61
33FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Gamanleikarinn Rodney Danger-field var lagður inn á spítala á þriðjudag til þess að gangast undir stórvægilega hjarta- skurðaðgerð. Í fyrra gekkst leikarinn, sem er orðinn 82 ára gam- all, undir heilaskurð- aðgerð til þess að minnka líkurnar á því að hann fengi hjartaáfall við þá að- gerð sem á að gera núna. Dangerfield hefur ekki misst húmorinn þrátt fyrir veikindi sín og sagði að ef allt færi vel myndi hann vera á spítalanum í viku, ef allt færi illa myndi hann aðeins vera þar í einn og hálfan tíma. Forsetafrú Bandaríkjanna,Laura Bush, neitaði að láta taka mynd af sér við hlið Sean „P. Diddy“ Combs. Þau voru stödd á góðgerðarhá- tíð í Cincinnati ásamt Bono og leikkonunni Angelu Bassett og átti að mynda frúna með öllu fræga fólkinu. Henni þótti ekkert til- tökumál að láta mynda sig með Bono og Bassett en þegar röðin kom að Combs þverneitaði hún. Hún gaf enga ástæðu en slúðurblöðin þykjast vita að ástæðan sé trufluð fortíð rappar- ans. Leikarahjónin Brad Pitt og JenniferAniston hafa ákveðið að ættleiða barn samkvæmt yngri bróður Pitt. Hjónin hafa talað mjög opinskátt um það í viðtölum að þeim langi til þess að eignast fjölskyldu og hafa víst verið að reyna frá því að Aniston lauk við að leika í Fri- ends. Hjónin eru víst svo að leita sér að húsi í Englandi þar sem þau vilja að börn sín alist upp. Leikkonan Chloe Sevigny skammastsín ekkert fyrir að hafa leikið í mynd- inni Brown Bunny sem fyrrum kærasti hennar Vincent Gallo framleiddi og leikstýrði. Í myndinni sést hún veita honum munngælur og augljóst er að atriðið er ekta. Sevigny segist ekki skilja af hverju fólk sé búið að dæma atriðið sem klámfengið þegar það hefur ekki einu sinni séð myndina. Hún líkir myndinni við myndir Andy Warhol og segir að hún ætti frekar að vera sýnd á safni en í kvikmyndahús- um. Leikkonan Drew Barrymore settiallt á annan endann á V-tónlistar- hátíðinni í Bretlandi um helgina síð- ustu. Hún var stödd þar til þess að styðja kærasta sinn, trommuleikarann Fabrizio Moretti úr The Strokes, og skipaði lífvörðum sínum að koma því þannig fyrir að eng- inn tæki eftir því að hún væri á staðnum. Til þess að það væri hægt þurfti m.a. að rýma nokkur tjöld bak- sviðs, bara svo að hún og vinir hennar gætu hald- ið sitt partí í friði. Leikararnir Matt Damon og Scar-lett Johansson hafa bæst í hóp þeirra Hollywood-leikara sem vilja George W. Bush út úr Hvíta húsinu. Þau ætla bæði að taka þátt í hátíð sem er haldin í andspyrnu við Bush. Til þess að aug- lýsa ráðstefnuna, sem haldin verður í dag, voru gerðar auglýsingar sem sýndu Bush svara því hvort hann hefði gert einhver mistök í forseta- stólnum. „Þeir heita Rip, Rap og Rup“, seg- ir Eysteinn Sölvi Guðmundsson um þrjá myndarlega risasnigla sem hann fann í Mosfellsbæ á dögunum. Eysteinn Sölvi var gestkomandi í húsi í Mosfellsbæ þegar hann rak augun í einn snigilinn úti á palli. „Ég leitaði betur og fann þá hina tvo,“ segir Eysteinn, sem er sjö ára og geng- ur í Háteigsskóla. Risasniglarnir vöktu að vonum mikla athygli allra viðstaddra enda slík ferlíki sjaldséð á Ís- landi. Eysteinn segist ekki hafa hugmynd um hvaðan þeir Rip, Rap og Rup koma en hann hefur búið um þá í ísboxi þar sem þeir veltast um í mold og gróðri. „Ég setti þá fyrst í pizzukassa en þeir sluppu úr honum.“ Sniglarnir virðast hins vegar una sáttir við sitt í ísboxinu og Ey- steinn ætlar að eiga þá sem gælu- dýr og á ekki von á öðru en að þeir muni þrífast vel. Hann segist aðspurður ekkert smeykur við að snerta þá og hikar ekki við að sýna ljósmyndara þessa slímugu vini sína. „Ég ætla að fara með þá niður á Náttúru- fræðistofnun og reyna að fá að vita eitthvað meira um þá,“ bætir Eysteinn við um þessar slímugu kynjaverur sem hann fann í Mos- fellsbæ. ■ Risasniglaveisla í Mosó EYSTEINN SÖLVI GUÐMUNDSSON Varð heldur betur hissa þegar hann rakst á risasnigil í Mosfellsbæ. MATT DAMON OG AÐDÁENDUR Leikarinn Matt Damon tekur mynd af sér með þremur æstum áströlskum aðdáendum. Hann var staddur í Sydney í Ástralíu á laugardag við frumsýningu nýjustu myndar sinnar The Bourne Supremacy, sem er framhald myndarinnar The Bourne Identity. ■ GÆLUDÝR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.