Fréttablaðið - 05.09.2004, Page 1

Fréttablaðið - 05.09.2004, Page 1
RÚSSAR SYRGJA FÓRNARLÖMB Vladimir Pútín Rússlandsforseti heimsótti í gær fórnarlömb gíslatökunnar í Beslan. Hann sagði hryðjuverkið vera stríðsyfirlýs- ingu við rússnesku þjóðina. Sjá síðu 2 RÁÐIST INN Í APÓTEK Maður vopn- aður loftbyssu réðst inn í Lyfju við Hring- braut síðdegis í gær og hafði með sér lyf. Hann komst undan á flótta. Lögregla leitar mannsins. Sjá síðu 2. GRÆNT LJÓS Á RAFSKAUTA- VERKSMIÐJU Skipulagsstofnun hefur gefið grænt ljós á byggingu Rafskautaverk- smiðju á Grundartanga. Landvernd mót- mælir og segir verksmiðjuna menga á við fjórðung íslenska bílaflotans. Sjá síðu 4 ÍSLENDINGAR KEYRA HRATT Séu tölur úr mælum Gatnamálastjóra kannaðar kemur í ljós að það heyrir nánast til undan- tekninga að íslenskir ökumenn virði hraða- takmarkanir á vegum. Sjá síðu 6 KVENNAFÓTBOLTINN Á LOKA- SPRETTI ÍBV og Valur mætast í dag í Eyj- um í Landsbankadeild kvenna. Valur hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitillinn, en engu að síður mega þær búast við hörku- viðureign við eyjastúlkur. Þjóðleikhúsið og Borgarleik- húsið hafa kynnt vetrardagskrá sína. Súsanna Svavarsdóttir fer yfir hvað ber hæst í vali leik- húsanna. ▲ SÍÐA 17 Leikritin í vetur MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 14 Leikhús 17 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 5. september 2004 – 241. tölublað – 4. árgangur SÍÐUR 18 & 19 ▲ Kabbalah Ný bók Þráins Bertelssonar: Lögfræðingar lesa handritið BÆKUR Handrit að nýrri bók Þrá- ins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími – Íslendingasaga úr nútíman- um, er sam- kvæmt heimild- um Fréttablaðs- ins komið í yfir- lestur hjá lög- fræðingum. Þeim hefur verið falið að ganga úr skugga um að innihaldið gefi engum tilefni til hugsanlegra lögsókna. Bókin er sakamálasaga og er útgáfa fyrir- huguð nú fyrir jólin. Handritið þykir eldfimt, þar sem persónum hennar þykir svipa nokkuð til lyk- ilmanna í íslensku stjórnmála- og athafnalífi. Ein aðalpersóna henn- ar er eigandi „Þjóðbanka Íslands“ og opnar hann í upphafi bókarinn- ar útibú bankans í Sánkti Péturs- borg að viðstöddum forseta Ís- lands. Rússneska mafían mun ekki vera langt undan. Sjá síðu 30 VIÐSKIPTI Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, sem fer með hluta- bréf ríkisins í Landssímanum, segir ákvörðun Landssímans um að kaupa hlut í Skjá einum vera af viðskiptalegum toga en ekki póli- tískum. Þar af leiðandi geri hann ekki athugasemd við hana. Hann telur að kaupin muni flýta fyrir því að hægt verði að einkavæða Símann og auka verðmæti hans í því ferli. Geir segist hafa markað þá stefnu gagnvart stjórnendum Símans að þeir taki þær ákvarð- anir sem þeir telji réttar með hagsmuni félagsins fyrir augum. ,,Það er liðin tíð að stjórnmála- menn séu með hönd í bagga um allar ákvarðanir í þessu fyrir- tæki,“ segir hann. Geir kveðst ekki hafa vitað að viðskiptin stæðu til og sama segir Ólafur Davíðsson, formaður einkavæðingarnefndar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að ákvörðun stjórnar Landssímans hljóti að hafa verið tekin með hagsmuni fyrirtækisins í huga. ,,Ég vonast til að Síminn verði seldur sem fyrst en þá mun fyrirtækið þurfa að lúta sömu lögum og önnur fyrirtæki í einkaeigu. Kaupin eru í andstöðu við fjölmiðlalögin í þeirri mynd sem þau voru og margir voru á móti. Ég býst við því að Stöð 2, sem barðist sem mest á móti fjölmiðlalögunum, hefði gjarnan viljað hafa þau lög í gildi núna. Það er þó enn nauð- synlegt að setja lög um eignarað- ild markaðsráðandi fyrirtækja í fjölmiðlum,“ segir Pétur. Óánægju gætir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins með við- skipti Landssímans. Guðlaugur Þór Þórðarsson þingmaður tekur undir gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar, flokksbróður síns, og segir málið sýna það í hnotskurn hversu vitlaust það sé að fyrirtækið sé í eigu ríkisins. ghg@frettabladid.is Sjá síðu 2 BJART Á AUSTURLANDI Víða skúrir sunnan- og vestanlands. Þurrt á Norður- landi. Hiti 10-17 stig, hlýjast á Austur- landi. Sjá síðu 6 Safn opnað á Gljúfrasteini: Hátíð í húsi skáldsins OPNUN Það var hátíðleg stund og mikið um dýrðir í Mosfellsdaln- um í gær, þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra, ásamt frú Auði Laxness, opnaði Gljúfra- stein – hús skáldsins, sem safn. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og reynt hefur verið að halda öllu innanstokks nánast óbreyttu. Meðal annars er bryddað upp á því nýmæli að bjóða upp á hljóðleiðsögn um húsið til að auka á upplifunina og heyra þannig raddir þeirra Halldórs og Auðar, ásamt fleiri hljóðum. Safnið verður opið fyrir al- menning alla daga frá 10 til 17, nema mánudaga. ■ Madonna, Britney Spears, Demi Moore og fleiri hafa fundið ljósið í þessari fornu dulspeki. Kabbalah- fræðingur stjarnanna, Phillip Berg, er mjög umdeildur. HÁTÍÐLEG ATHÖFN Forsætisráðherra og Auður Laxness, ekkja Nóbelskáldsins, opnuðu Gljúfrastein við hátíðlega athöfn í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Svindlar alltaf á rammanum Rætt við Björk Guðmundsdóttur um Medúllu, náttúruna, trúmál, mannlegan hluta elektrónískar tónlistar og hversu gaman það sé að prjóna. Hún segir það fáránlegt að hún eigi að vera ímynd hins venjulega Íslendings. SÍÐUR 14 & 15 ▲ Kaupin flýta einka- væðingu Símans Fjármálaráðherra gerir ekki athugasemdir við kaup Landssímans á 26% hlut í Skjá einum. Hann segir kaupin flýta fyrir sölu fyrirtækisins. Hann kveðst ekki hafa vitað að viðskiptin stæðu til. ÞRÁINN BERTELSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.