Fréttablaðið - 05.09.2004, Side 14

Fréttablaðið - 05.09.2004, Side 14
Björk Guðmundsdóttir ermjög meðvituð um frægðsína. Þetta skynjar hún best á því hversu undarlega fólk hegðar sér í kringum hana. Hún virðist vera æðrulaus af náttúr- unnar hendi og hugsar sig því ekki tvisvar um áður en hún tal- ar. Þannig áttar hún sig kannski ekki á því fyrr en eftir á að ein- faldar fyrirspurnir hennar geta virkað sem skipanir á feimna Ís- lendinga, sem ekki eru vanir því að vera í návist okkar einu stór- stjörnu. „Hæ, á ég að vera hérna?“ spurði hún á einlægan hátt tvo menn sem sátu inni í fundarher- berginu á skrifstofu Smekkleysu mínútu eftir að hún gekk inn um dyrnar. Við höfðum mælt okkur mót á skrifstofunni og hún hélt greinilega að annar þeirra væri ég. Mönnunum brá svo við að sjá Björk í dyragatinu að þeir stóðu upp og ruku út. Björk fylgdist með hissa á svipinn. Svo áttaði hún sig á því hvað var á seyði. „Æi, ég var nú ekki að meina þetta svona,“ segir hún við mig stuttu eftir að ég kynni mig og brosir. Það er mánudagsmorgunn og Björk er klædd í gráa hettupeysu og gallabuxur. Hárið er úfið, og fyrir ofan vinstra augað má sjá örlítið sár. Mjög mömmuleg að sjá og stórglæsileg í búningi hversdagsleikans. Þegar við komum okkur fyrir í fundarherberginu viðurkennir hún fyrir mér að hún sé nývökn- uð eftir rauðvínskvöld með vin- um sínum. Næst tekur hún upp úr tösku sinni skyrdollu og app- elsínusafa og gerir sig klára fyrir viðtalið. Medúlla púslið Björk var stödd hér á landi til þess að taka upp nýtt myndband með Spike Jonze við lagið The Triumph of a Heart. Það komst í blöðin um síðustu helgi eftir að það spurðist út að hún hefði ráð- ið Ladda í eitt hlutverkanna. „Myndbandið kemur ekki út fyrr en í janúar en við skutum það núna vegna þess að leikstjór- inn er að fara að gera bíómynd,“ segir Björk og ljómar við endur- minninguna. „Það hefur verið draumur hjá mér lengi að vera á bar og fólk myndi byrja að syng- ja. Það er heil mínúta sem er al- veg tekin upp læf á Sirkus. Mér finnst sú útgáfa eiginlega betri en sú sem er á plötunni. Það var alveg frábært hvað fólk fór út úr líkamanum og lagði á sig.“ Laddi var rosalega þakklátur, honum fannst þetta voðalega gaman. „Hann var nú bara alveg æðis- legur. Hann gerði eina töku í þrjár mínútur og það voru engir tveir taktar eins. Það væri hægt að nota hvern einasta takt. Alveg frábær.“ Medúlla snýst meira um ann- að fólk og það sem það fram- kvæmir á upptökuferlinu en fyrri plötur þínar. Snerist þessi nýja plata kannski um það að fanga augnablikið, og vera spontant? „Já, það var eiginlega svolítið þannig. Mér finnst skemmtilegra að vera spontant. Stundum hleðst svo mikið á batteríið að maður getur það ekki lengur, og þá fríka ég út. Sérstaklega eftir síðustu plötu, þá var ég komin upp í það að hafa 70 manns á sviði, fleiri en úti í sal,“ segir hún og brosir. „Það var ekkert rosalega spenn- andi, maður gat ekkert allt í einu breytt einu lagi því ég var með strengjasveit og kór. Það var samt ótrúlega gaman, enda hafði það líka verið gamall draumur að geta gert svoleiðis. Eftir það fór- um við Ási í það að hlusta á allar tónleikaupptökur sem við áttum, heil 10 ár. Ég hélt að það yrði ekkert mál, en það tók alveg heilt ár. Svo gerði ég Greatest Hits plötuna og eftir það var ég bara komin með nóg. Ég þráði að fá að vera spontant aftur, því það er svo sterkt í persónu minni. Venjulega er ég bara að vinna með fólki sem ég þekki. Það tek- ur smá tíma fyrir mig að byggja upp þannig samband við fólk að það sé hægt að fara inn í her- bergi með því og búa til tónlist. Þetta virðist þó vera öðruvísi með söngvara.“ Valdir þú fólk sem þú dáðist sérstaklega að, varst þú í hlut- verki aðdáanda? „Já, alveg. Það var samt ýmis- legt sem réði valinu. Bæði hvað plötuna vantaði og svo eftir því hversu mikinn neista fólk gaf út frá sér. Ef einn var blár gat ég ekki haft annan bláann. Söngvar- arnir þurftu að vera ólíkir. Þetta var svona púsl.“ Rammar Bjarkar Björk virðist vera þannig gerð að hún setji sjálfri sér skýrar vinnu- reglur áður en hún hefst handa. Þannig hafa flestar plötur hennar verið gerðar innan sjálfskapaðra ramma. Rammi Homogenic átti að vera sinfóníusveit mætir el- ektrónískum bítum. Rammi Selmasongs var að gera taktana úr þeim umhverfishljóðum sem voru á tökustað Dancer in the Dark. Rammi Vespertine var að gera plötu þar sem leitað væri inn á við. Þannig voru flest hljóðin hljóðrituð á augnablikum sem Björk átti fyrir sjálfa sig, hvort sem hún var ein að ganga í snjó eða að krafsa í einhverjum hlut á eldhúsborðinu heima. Rammi Medúllu var að gera heila plötu þar sem eina hljóðfærið væri munnurinn. Af hverju ætli hún starfi svona? „Ég bara veit það ekki,“ svarar Björk og grettir sig örlítið, gott ef hún rekur ekki út úr sér tunguna. „Ég á ástar-haturssamband við ramma. Ég var náttúrlega í hljóm- sveit með bassa, gítar og trommur frá því að ég var 13 ára. Svo þeg- ar ég varð 25 þá bara fékk ég nóg. Það var afskaplega þröngur rammi. Þess vegna var ramminn sem ég fór í á Debut og Post kannski akkúrat öfugt við það. Að passa upp á að engin tvö lög hefðu sömu hljóðfæraskipan. Þannig var bara pípuorgel í einu lagi, og slagharpa í því næsta. Ég var svo- lítið eins og krakki í dótabúð með rammann þar. Á Homogenic fór ég svo í það að finna minn ramma. Hvernig hljóðfæraskipan hefði verið ef ég hefði stofnað mína eig- in sveit 14 ára. Strengjasveit og elektrónísk bít. Það var líka svo- lítið þröngur rammi. Þá fannst mér eins og ég hefði svindlað rosalega mikið á Debut og Post.“ Þú svindlaðir nú líka á Homogenic, þar laumast nú nokkrar elektrónískar bassalínur með. “Já, svo svindlar maður alltaf alveg gommu. Þetta eru reglur, en samt engar reglur. Á Vespertine var ég mjög meðvituð um þetta. En í alvörunni, þegar ég byrjaði á þessari nýju plötu ætlaði ég ekki að hafa neinar reglur. Það var fyrsta reglan. Ég var í hljóðverinu og var búin að taka upp fullt af hljóðfærum og spilaði meira að segja á trommur sjálf. Ég byrjaði ekki með rammann, en svo endaði þetta á því að vera mesti rammi sem ég hef nokkurn tímann gert. Þetta er kannski bara einhver draugur frá því að vera í hljóm- sveit. Það er alltaf sama hljóð- færaskipanin, sama hvað gerist. Svo ullar maður aðeins á það, og endar svo alltaf aftur í hljómsveit sem maður hættir svo í strax.“ Biblían slæm hugmynd Björk hefur verið dugleg í blaða- viðtölum upp á síðkastið að minn- ast á trúmál. Hún hefur greinilega velt þeim þó nokkuð fyrir sér, enda 16 ár frá því að hún fullyrti að Guð væri ekki til í Sykurmola- laginu Deus af frumraun þeirra Life’s Too Good. Lítið var snert á andlegum málefnum eftir það nema svo skyndilega aftur í lag- inu Alarm Call á Homogenic þar sem hún hendir því í hlustandann að hún sé nú enginn „fjandans Búddisti“. 14 5. september 2004 SUNNUDAGUR Ég hef sérstaklega verið að hugsa um trúmál eftir það sem gerðist 11. september. Það er nú ekki góð hugmynd, Biblían. ,, Í byrjun síðustu viku gaf Björk Guðmundsdóttir út breiðskífuna Medúlla þar sem öll hljóð eru framleidd með munninum. Hún ræddi við Fréttablaðið um nýju plötuna, framandi hluti, trúmál, mannlega hluta elektrónískar tónlistar og hversu gaman það sé að prjóna. Hálfur pönkari, hálf amma BJÖRK Enn og aftur tókst Björk að gera plötu sem tónlistargagnrýnendur halda varla vatni yfir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.