Fréttablaðið - 05.09.2004, Qupperneq 15
Eftir það hefur Björk snert æ
meira á andlegum málefnum. Á
Vespertine gefur hún til kynna að
hún sé örlagatrúar með textanum
It’s Not Up to You og kannski ör-
lítið í ástarlaginu Pagan Poetry
líka. En hver er trúarsannfæring
Bjarkar?
„Ég veit það ekki,“ viðurkennir
Björk eftir langa þögn. „Ég held
að barnatrúin mín hafi bara verið
náttúran, fjöllin og landslagið.
Svo kannski þegar maður eldist
fer maður að spá meira í þetta. Ég
held samt að yfirhöfuð sé ég trú-
leysingi. Ef ég trúi á eitthvað er
það Móðir náttúra. Ég er oft að
spekúrera í svona hlutum, en ekki
að ég trúi því þannig séð. Ég hef
sérstaklega verið að hugsa um
þessa hluti eftir það sem gerðist
11. september. Það er nú ekki góð
hugmynd, Biblían, maður,“ segir
hún og brosir breitt.
Þú virkar samt í textum eins og
þú sért örlagatrúar.
“Það er nú bara eitthvað sérís-
lenskt. Eitthvað tengt náttúrunni.
Alveg síðan í þorskastríðinu eða
eitthvað þegar Íslendingar sögðu
að það mætti ekki veiða meira, en
Bretar voru ekkert sammála því.
Hér hefur alltaf verið mikil virð-
ing fyrir náttúrunni. Ég held að
við viljum ekkert endilega fara á
hnéskeljarnar. Við erum meira
fyrir jafnrétti á milli náttúru og
mannsins. Reynum ekki að
stjórna henni.“
Ást þín á náttúrunni er óum-
deilanleg. Oft þegar erlendir
blaðamenn fjalla um íslenska
tónlist, sem hefur náð athygli úti
eftir vinsældir þínar, þá er ein-
mitt oft spurt út í náttúruna. Er
það þá þér að kenna?
“Já, það er örugglega gommu
mér að kenna. Ég var kölluð sér-
vitur sem krakki, og að ég eigi
núna að standa fyrir venjulegan
Íslending er bara alveg fárán-
legt. Ég er ekki týpískur Íslend-
ingur. Þegar ég var í grunnskóla
var ég kölluð Kínverjinn, af því
að ég þótti svo skrýtin. Fyrst fór
maður svolítið bláeygður í fimm
viðtöl, trúði og treysti, að reyna
að redda sér um hvað maður ætti
að tala. Ég fatta miklu meira
núna, eftir að ég er búin að ferð-
ast svona mikið og hitta mikið af
öðru fólki, hvað það er mikið af
klisjum í gangi um Ísland. Á síð-
ustu tveimur mánuðum sem hafa
farið í að kynna þessa plötu hef
ég aðeins verið að reyna að pikka
í það. Mikið af enskum blaða-
mönnum fer alltaf að tala um
álfa. Ég hef aldrei séð álf. Ég er
alveg saklaus af álfunum, ég get
lofað þér því! Ég held að þetta sé
þrá í framandleikann. Þessum
valdamestu þjóðum, Bandaríkja-
mönnum og Bretum, finnst allar
aðrar þjóðir framandi. Þannig
verða 90% mannkynsins fram-
andi. Það er svolítið þröngsýnt.
Þetta er kannski bara eitthvað
sem maður lærir eftir því sem
maður eldist. Þetta er bara mjög
fyndið, ef það brytist út hljóm-
sveit frá Hawaii, þá myndi NME
vilja taka myndir af þeim í
strápilsum,“ segir hún og hlær
við tilhugsunina.
Íslenski álfurinn í Tinnabókunum
Björk er líka mjög meðvituð um
það að í augum almennings er hún
talin „örlítið“ undarleg.
„Ég er alltaf hengd upp á vegg
sem eitthvað framandi, og vegna
þess oft ekki tekin sem mannleg
vera... eða jafningi. Ég er bara ís-
lenski álfurinn í augum annarra.
Ég er með rosa mikið af söngvur-
um á plötunni núna sem hægt er
að kalla „framandi“. Japanskur
bítboxari, grænlensk hálssöng-
kona og svoleiðis. Það væri auð-
velt að fara út í einhverja Tinna-
bók og vera með mikinn rasisma í
gangi. Ég reyndi eins og ég gat,
kannski vegna þeirrar reynslu
sem ég hef lent í, að taka öllum
söngvurunum sem jafningum og
vinna með þeim. Til dæmis í stað-
inn fyrir að Tanja, grænlenska
hálssöngkonan, yrði skraut úti um
allt þá eyddum við viku saman,
kjöftuðum og sömdum lagið
Ancestors. Að nálgast hana sem
manneskju, ekki sem eitthvað
skrýtið og framandi.“
Þú byggir tónlistarsköpun þína
á tölvutækni, en þú passar þig
mikið á því að tapa ekki mann-
legri tjáningu. Það eru svo margir
tónlistarmenn sem eru hræddir
við að tölvan steli mannlega þætt-
inum. Er þetta eitthvað sem þú
hugsar um?
„Annar helmingurinn af mér er
gamall pönkari sem lærði söng
uppi á sviði. Við fórum í stúdíó og
tókum upp plötu á viku. Ég trúi
því að stundum verði maður að
telja í og hoppa út í djúpið. Svo-
leiðis er ekkert hægt að laga eftir
á. Það er hluti af því að vera lif-
andi. Hinn helmingurinn af mér
er svona handavinnukelling. Ég
prjónaði mikið sem krakki og
saumaði út. Ég er mjög hrifin af
þessum tveimur öfgum. Hlutir
sem eru skapaðir í augnablikinu
og hlutum sem tekur kannski tíu
ár að gera. Ég reyndi að gera
þetta á fyrri plötum, en er núna
heiðarlega komin á þann stað.
Þetta er ekki sýning á nýjustu
tækni og vísindum kjaftæði. Þetta
er þannig að ég sest niður fyrir
framan tölvuna og er bara að búa
til svona útsaumsteppi. Mér líður
þannig. Ég varð oft svo stressuð í
hljóðverinu, vegna peninga og
svoleiðis. Þannig leið mér stund-
um ekkert voðalega vel vegna
þess að maður þurfti stöðugt að
tjá sig. Stundum þarf að stýra
öðru fólki og ég kunni ekki á tæk-
in sjálf. Fyrst núna er ég komin á
það stig að þetta er orðið eins og
mig hefur alltaf langað til. Að
klippa og búa til munstur finnst
mér ógeðslega gaman. Ég get ver-
ið í einu lagi í heilan mánuð,
ógeðslega glöð. Ég held að það sé
einhver arfleið frá ömmu minni.
Þannig er ég hálfur pönkari, og
hálf amma. Mér finnst þægilegt
að vera svona backseat driver. Að
móta lagið út frá tilfinningum og
einhverju mannlegu munstri sem
hægt er að búa til og láta tækin ná
því. Í staðinn fyrir að maður sé að
láta tækin ráða því hvað maður
gerir.“
Veit ekki baun í bala
Þú átt líklegast eftir að búa til tón-
list þar til þú dettur niður dauð.
Þú talar oft um hvar þú ert og
hvert þú ætlar þér í tónlist. Held-
ur þú að þú komist einhvern tím-
ann á þá stöðu að þú vitir ekkert
hvað þú viljir gera, eða hvert þú
vilt fara?
“Oft veit ég ekki baun í bala.
Það tekur oft langan tíma að finna
það út. Eins og með þessa plötu,
um 70% af tímanum fór í það að
komast að því hvað hún var. Það
er mjög auðvelt að segja eftir á að
ég hafi vitað þetta allan tímann.
Það kemur kannski þannig út í
viðtölum af því að maður gerir
þau síðast, þegar maður er búinn
að vinna plötuna.“
Þetta er þá ekki úthugsað frá
fyrsta degi?
“Alls ekki. Þetta fer bara eftir
því hvað mér finnst skemmtilegt.
Ég kannski heyri eitthvað lag og
það er æðislegt. Þá finn ég plöt-
una og hún er besta plata í heimi.
Þremur árum seinna finnst mér
hún kannski ekki einu sinni
skemmtileg. Maður er alltaf að
breytast. Maður verður bara að
komast að því hvað er að gerast
inni í sjálfum sér. Þá prófar mað-
ur fullt af dóti sem virkar ekki
neitt.“
Björk viðurkennir að það
myndi vera fremur erfitt að túra
þessa plötu. Hún bendir svo á að
fólkið sem syngur á henni hafi
aldrei verið í sama herbergi sam-
tímis. Hana langar líka að fara
beint í að vinna næstu plötu. Dótt-
ir hennar, Ísidóra, er að byrja í
leikskóla í Bandaríkjunum og því
vill Björk geta einbeitt sér að
móðurhlutverkinu. Björk verður
því í New York í vetur en kemur
hugsanlega aftur til Íslands næsta
vor. Þá kannski með nýja plötu
undir arminum.
biggi@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 5. september 2004 15
KÍNVERJINN? „Þegar ég var í grunnskóla var ég kölluð Kínverjinn, af því að ég þótti svo skrýtin,“ segir Björk í viðtalinu. Hún hefur
greinilega ekki breyst mikið síðan þá.
Ég er alltaf hengd
upp á vegg sem eitt-
hvað framandi, og vegna
þess oft ekki tekin sem
mannleg vera… eða jafn-
ingi. Ég er bara íslenski álf-
urinn í augum annarra.
,,