Fréttablaðið - 05.09.2004, Page 41

Fréttablaðið - 05.09.2004, Page 41
SUNNUDAGUR 5. september 2004 JADA OG TOM Leikararnir Jada Pinkett Smith og Tom Cruise voru ekki fjarverandi á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum. Þessi mynd var tekin í gær eftir að Tom og Jada kynntu nýjustu mynd sína, Collateral. Óskarsverðlauna-hafinn Charlize Theron hefur snúið aftur á heimili sitt í Los Angeles eftir að hafa meiðst á hálsi við tökur á myndinni Aeon Flux í Þýska- landi. Framleiðslu myndarinnar hefur verið frestað um nokkrar vikur þang- að til Theron jafnar sig. Andstæðingar al-þjóðavæðingar hafa valdið usla á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hafa þeir kvartað yfir framleiðslu rándýrra Hollywood-mynda og háum launum stjarna á borð við Tom Hanks og John Travolta. Einnig hafa þeir mótmælt sífellt hækkandi miðaverði í bíó. Leikstjórinn Michael Moore hefurboðið öldungardeildarþingmann- inum John McCain í bíó til að sjá nýj- ustu mynd sína Fahrenheit 9/11. McCain gagnrýndi myndina nýverið og sagði Moore vafasaman kvik- myndagerðarmann sem reyni að fá fólk til að trúa því að Saddam Hussein sé friðarleiðtogi. Moore seg- ir að McCain hafi ekki séð myndina og vill fá hann sem fyrst í bíó. Leikkonan RenéeZellweger ætlar að bjóða upp fötin sem hún klæddist í framhaldi myndar- innar Bridget Jone¥s Diary, The Edge of Reason. Zellweger þurfti að bæta veru- lega á sig fyrir hlut- verkið en hefur nú misst aukakílóin. Passar hún ekki lengur í fötin og vill því losna við þau. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Leikkonan ShirleyMacLaine segist hafa verið prinsessa í Egyptalandi í fyrra lífi. Hún vill einnig meina að hundurinn hennar Terry hafi verið dýraguð þar í landi. Hún segist einnig hafa séð fjöl- marga fljúgandi furðuhluti og hafi átt samskipti við geimverur í Kína, Rúss- landi, Egyptalandi og Perú. Nýjasta kvikmynd hinnar sjötugu MacLaine kallast Otherwise Engaged. Þar er Jennifer Aniston í aðalhlutverki. FRÉTTIR AF FÓLKI » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á SUNNUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.