Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BEST Í BORGINNI Bjart með köflum sunnan og vestan til. Hætt við smá skúrum við norðausturströndina. Hiti 5-10 stig í dag en hlýnar á morgun. Sjá síðu 6 14. september 2004 – 251. tölublað – 4. árgangur MILLJARÐUR Í LONDON Baugur seldi hlut í House of Fraser og sýndi áhuga á kaupum á tískukeðjunni Hobbs. Líkur eru taldar á að Baugur yfirtaki Big Food Group. Sjá síðu 2 FJÖLMIÐLAKÖNNUNIN Sjö af hverj- um tíu landsmönnum lesa Fréttablaðið á hverjum degi. Blaðið er sá fjölmiðill sem flestir nota. Lestur Fréttablaðsins á lands- byggðinni hefur aukist. Sjá síðu 4 ÍVAN VELDUR USLA Nær sjötíu manns höfðu látist af völdum fellibylsins Ívans áður en hann gekk á land á Kúbu í gærkvöld. Þar var rúmri milljón manna fyrir- skipað að yfirgefa heimili sín. Sjá síðu 8 ÁBERANDI ÁHERSLUMUNUR Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa verið ósamstíga í yfirlýsingum í mikilvægum mál- um í aðdraganda forsætisáðherraskiptanna. Ágreiningur virðist um Evrópu, sölu Símans og fleira. Sjá síðu 10 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Lagabreytingar: Framhjáhald refsivert TYRKLAND, AP Tyrkneska ríkis- stjórnin íhugar að gera framhjá- höld refsiverð. Talsmenn stjórn- arinnar segja hugmyndina að baki þessu vera þá að vernda fjölskyld- una sem stofnun og konur gagn- vart eiginmönnum sínum. Ekki kemur þó fram hver refsingin eigi að vera. Hugmyndin hefur vakið hörð viðbrögð. Kvenréttindafélög og mannréttindahreyfingar í Tyrk- landi hafa lýst sig andvíg því að framhjáhald verði gert refsivert og stjórnarandstaðan hefur heitið því að vinna gegn því að þetta verði að lögum. Þá hefur Evrópu- sambandið varað við því að verði hugmyndin að lögum dragi það úr möguleikum Tyrkja á aðild. ■ TÚNFISKVEIÐAR Fimm japönsk túnfisk- veiðiskip hafa veitt innan landhelgi Íslands í samvinnu við Hafrann- sóknastofnunina í ár. Í athugun er gegnd fisks á Íslandsmiðum og veið- anleiki. Droplaug Ólafsdóttir, líffræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnuninni, segir veiðar nýhafnar og verði stundaðar út október. Túnfiskveiðar hafa verið stundaðar frá 1996 í vís- indaskyni. Heldur minna hefur veiðst undanfarin ár en árin 1997 og 1998 sem voru metár. „Aflinn er lítill og veiðiskapurinn annar en hann var. Innan við tíu fisk- ar í veiðitúr er mjög algengt. Verðið er hins vegar mjög gott og þess vegna borga veiðarnar sig,“ segir Droplaug. Hún segir að meðan engin íslensk skip sýni áhuga á miðunum innan landhelginnar verði unnið með Japönum. Sveinn Rúnar Valgeirsson, skip- stjóri á Kap VE frá Vestmannaeyj- um, var áður útgerðarstjóri túnfisks- skipsins Byrs VE sem hefur verið selt úr landi. Sveinn hyggur á tún- fisksveiðar í samstarfi við kanadískt fyrirtæki og bíður eftir leyfum kanadískra stjórnvalda til veiða á Flæmingjagrunni. Hann segir engan grundvöll fyrir veiðunum nema í samstarfi við útlendinga sem hafi tækin til þeirra. Of dýrt sé að halda úti skipum og erfitt að fara út í breyt- ingar á þeim fyrir rúmlega tveggja mánaða veiðitímabil. ■ RITIÐ KOMIÐ ÚT Davíð Oddsson fær afhent í dag fyrsta eintakið af ritinu Forsæt- isráðherrar Íslands – ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár. Afhendingin fer fram klukkan fjögur síðdegis í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Ritið er gefið út í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar. STJÓRNMÁL Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Síman- um þótt vinna við hana hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söl- una og til að koma einkavæðingar- ferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið og nú er alls óvíst um hvenær söluferlið fer af stað. Þar takast á sjónarmið um annað hvort hagstætt verð eða öflugt dreifikerfi. Framsóknarmenn samþykkja ekki að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum á landsbyggðinni. Áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni virðist valda því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsókn- arflokksins kunni að flækja málin og tefja söluna. Rifjað er upp að síðast þegar reynt var að selja Sím- ann var beðið svo lengi að mark- aðsaðstæður höfðu versnað þegar haldið var af stað og ásættanlegt verð fékkst ekki. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfest- ingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrir- tækisins þegar það verður selt. Það hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið „kallaðan fram“, ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á kjör- tímabilinu en ríkisstjórnin væri „ekki á neinni hraðferð“ í málinu. Þá segir Davíð eðlilegt að Hall- dór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morg- un, fái tíma til að móta hlutina. as@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Sjá síður 6 og 14 Sölu Símans skotið á frest Í síðustu viku var útlit fyrir að einkavæðingu Símans yrði hrundið af stað nú þegar. Nú er málið komið í biðstöðu á ný. Framsóknarmenn vilja öflugt dreifikerfi. Sjálfstæðismenn vilja gott verð. SJÁLFSTÆÐUR KOSS Vel fór á með Sólveigu Pétursdóttur, verðandi þingforseta, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á fyrsta þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins eftir sumarleyfi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir brosti sínu breiðasta, hún tekur við starfi umhverfisráðherra á morgun. Geir H. Haarde virðist taka faðmlögum kvennanna með stóískri ró enda situr hann sem fastast í fjármálaráðuneytinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Harðbakur EA: Síldin synti upp á dekk SÍLDVEIÐAR Svo mikið er af síld í sjónum fyrir norðan land að hún syndir upp í skipin. Skipsfélagar á Harðbaki EA, einum af togurum útgerðarfélagsins Brims á Akur- eyri, sannreyndu þetta í fyrradag, þá voru þeir á heimleið af miðun- um fyrir austan land. Smá kaldi var á leiðinni og skipið því aðeins að dýfa sér í ölduna. Í einni slíkri kom spriklandi síld inn á dekk, skipverjum til mikillar undrunar – en varla hafa þeir litið auðveidd- ari fisk á ævinni. ■ Hafrannsóknastofnunin í samstarfi við Japana: Túnfiskveiðar í vísindaskyni Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. ● í árlegri spá félaganna Handboltinn að hefjast: ▲ SÍÐA 20 HK og Haukum spáð sigri ● hjá kvæðafélaginu iðunni á morgun Steindór Andersen: ▲ SÍÐA 30 Afmælis- og útgáfuhátíð Steingrímur Þórhallsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hleypur, syndir og spilar á orgel ● heilsa Valdimar Tr. Hafstein: ▲ SÍÐA 26 Hugtakið „menningararfur“ ● á sér styttri sögu en marga grunar JAPÖNSK SKIP Í REYKJAVÍK Þrjú japönsk skip liggja í Reykjavíkurhöfn. Þau hafa verið á túnfiskveiðum utan lög- sögu Íslands og koma eftir olíu og vistum. HARÐBAKUR EA Síldin kom spriklandi upp á dekk þegar skipið dýfði sér í eina ölduna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.