Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 29
FÓTBOLTI Riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu fer á skrið í dag. Samkvæmt venju munu þrjátíu og tvö lið gera atlögu að titlinum eft- irsótta og er þeim skipt í 8 riðla. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli en strax í fyrstu umferð verða nokkrar mjög athyglisverð- ar rimmur. Leverkusen reynir að hefna sín David Beckham og félagar hjá Real Madrid mæta Bayer Leverkusen en þýska liðið á harma að hefna síðan 2002 þegar Real vann úrslitaleikinn gegn því í meistaradeildinni, 2-1. Einhver losarabragur hefur verið á leik Leverkusen undanfarið og tapaði liðið 2-0 fyrir FSV Mainz á laugar- daginn var. Klaus Augenthaler, þjálfari Leverkusen, sagði að sín- ir menn hefðu gerst sekir um ein- beitingarskort í leiknum og auð- séð hefði verið hvað var efst í hugum leikmanna liðsins. „Þeir voru farnir að hugsa um leikinn gegn Real og það var nákvæmlega það sem ég kveið fyrir,“ sagði Augenthaler. Chelsea á góðri siglingu Það væsir ekki um stuðnings- menn Chelsea en liðið er á feikna- skriði um þessar mundir og hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafn- tefli í ensku deildinni. Chelsea- menn mæta Paris St. Germain og er stefnan tekin á að byrja sterkt í riðlakeppninni. PSG mætir ein- beitt til leiks. „Við eigum eftir að fínpússa vissa hluti, bæði lið eru á siglingu og eiga enn eitthvað í land að ná sínum mesta styrk,“ sagði Vahid, þjálfari franska liðs- ins. „Ég vil sjá árangur gegn Chel- sea,“ bætti þjálfarinn við. Franska liðið Olympique Lyon vonast til að ná hagstæðum úrslit- um gegn Manchester United, sem hefur átt erfitt uppdráttar í ensku deildinni og aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Lyon er hins vegar taplaust það sem af er í frönsku deildinni og spilar sú staðreynd stóra rullu í sjálfstrausti liðsins gegn United. „Það skiptir sköpum í þessum leik. Það að við erum taplausir hjálpar okkur að vera fullir sjálfs- trausts í leiknum gegn Manchest- er United,“ sagði Jean-Michel Aulas, forstjóri Olympique Lyon. Manchester-liðið er í tíunda sæti að fimm umferðum loknum og þarf að rífa sig upp á hnakka- drambinu til að komast upp úr riðlinum í meistaradeildinni. Larsson heimsækir Celtic Það verður fróðlegt að fylgjast með Svíanum Henrik Larsson, sem mætir ásamt félögum sínum í Barcelona á Parkhead-leikvang- inn í Glasgow. Má búast við að andrúmsloftið verði magnþrungið en Larsson lék um árabil með Glasgow Celtic og er í guðatölu hjá aðdáendum liðsins. Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, sagði Larsson eiga lof skilið frá áhorfendum. „Menn munu rísa úr sætum og klappa fyrir honum, þegar hann gengur inn á völlinn,“ sagði O’Neill. „Ég vil þó síður að hann fái klapp í hvert sinn sem hann snertir boltann.“ Porto, sem varð Evrópumeist- ari meistaraliða í fyrra þegar liðið vann Monaco, tekur á móti CSKA Moskvu. Þá mætir AC Milan Shakhtar Donetsk en hið fyrr- nefnda á sex Evróputitla í sínum fórum. Valencia tekur á móti Anderlecht, Inter Milan fær Werder Bremen í heimsókn og Juventus fer í heimsókn til Amsterdam en þá fær framherj- inn öflugi Zlatan Ibrahimovic tækifæri til að heilsa upp á sína gömlu félaga í Ajax. Arsenal tek- ur á móti PSV Eindhoven og Maccabi Tel Aviv mætir Bayern München á heimavelli. smari@frettabladid.is ■ ■ LEIKIR  18.00 ÍBV og Haukar mætast í Eyjum í meistarakeppni kvenna í handbolta.  19.00 Grindavík og Haukar mætast í Keflavík í Reykjanes- mótinu í körfubolta.  19.15 Fram og KA mætast í Framhúsinu í Norðurriðli efstu deildar karla í handbolta.  19.15 Þór Ak. og FH mætast í Höllinni á Akureyri í Norðurriðli efstu deildar karla í handbolta.  19.15 Grótta/KR og Stjarnan mætast á Seltjarnarnesi í Suðurriðli efstu deildar karla í handbolta.  19.15 Valur og Selfoss mætast á Hlíðarenda í Suðurriðli efstu deildar karla í handbolta.  20.00 ÍBV og ÍR mætast í Eyjum í Suðurriðli efstu deildar karla í handbolta.  21.00 Keflavík og Njarðvík mætast í Keflavík í Reykjanes- mótinu í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á SÝN. Íþróttir um allan heim.  16.25 Olíssport á SÝN. Íþrótta- viðburðir heima og erlendis.  17.40 Ryder-bikarinn á SÝN. Umfjöllun um sögu og keppend- ur í Ryder-bikarnum í golfi.  18.05 Meistaradeildin á SÝN. Fréttir af liðum og leikmönnum.  18.30 Meistaradeildin á SÝN. Beint frá leik Arsenal og PSV Eindhoven.  20.35 Meistaramörk á SÝN. Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu.  21.10 Meistaradeildin á SÝN. Sýnt frá leik PSG og Chelsea. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur SEPTEMBER ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2004 21 - mest lesna blað landsins Á FIMMTUDÖGUM Upphafið á skemmtilegu ferðalagi Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Meistaradeildin af stað Keppni bestu knattspyrnuliða Evrópu fer í gang í dag en 32 lið etja kappi um titilinn góða. Skemmtilegir leikir eru strax í fyrstu umferð. HVAÐ ER AÐ GERAST Á OLD TRAFFORD? Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fórnar hér höndum yfir leik sinna manna en nú byrjar fyrst alvaran þegar meistaradeild Evrópu fer af stað. United mætir franska liðinu Lyon í fyrsta leik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.