Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2004 ■ VIÐSKIPTI N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 0 5 800 7000 - siminn.is * Tilboðið miðast við 12 mánaða binditíma og gildir fyrir uppsetningu á beininum og einni tölvu. Ath! Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni kostar 5.700 kr. á mánuði. Við hjálpum þér að láta það gerast Notaðu tækifærið og vertu í góðu netsambandi hvar sem er heima hjá þér. Við mætum á staðinn og setjum upp þráðlausa Internettengingu þér að kostnaðarlausu ef þú kaupir Internet- áskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni. Komdu í næstu verslun Símans og við komum svo heim til þín. hjá Símanum til 30. september* Frí uppsetning á Þráðlausu Interneti „Ekki borga mér“ • 5 netföng, með 50MB geymsluplássi • Öflugar varnir gegn vírusum og ruslpósti • Beinn aðgangur að tugum leikjaþjóna • Viðbótarþjónusta, t.d. öryggispakki Símans Af hverju ættir þú að gerast áskrifandi að Þráðlausu Interneti? Við komum heim til þín og setjum upp Þráðlausa Internetið 2.490kr. Verð á búnaði: * VLADIMÍR PÚTÍN Vill sjálfur tilnefna ríkisstjóra sem nú eru kosnir af almenningi. Stjórnskipun: Pútín vill aukin völd MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill breyta lögum um val á ríkisstjórum og kosningum til neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar. Báðar breytingar eru taldar hafa í för með sér aukin völd fyrir forsetann og bandamenn hans. Pútín vill afnema ríkisstjórakosn- ingar í aðildarríkjum Rússlands. Þess í stað vill hann að forsetinn til- nefni ríkisstjóra sem þing viðkom- andi ríkis eða fylkis getur samþykkt eða hafnað. Að auki vill Pútín af- nema einmenningskjördæmi í neðri deild þingsins og láta kjósa alla þing- menn hlutfallskosningu. ■ Búið í hverju einasta íbúðarhæfa húsi á Reyðarfirði: Leigja fermetrann á þúsund krónur FJARÐARBYGGÐ Á Reyðarfirði hefur leiguverð á íbúðum hækkað eftir að framkvæmdir við álverið og gangagerð hófust. Heimamenn ræða um að verktakafyrirtækið Bechtel, sem reisir álver Alcoa, óski eftir húsnæði til leigu á 1.000 til 1.100 krónur á fermetra. Ásmundur Ásmundsson fast- eignamiðlari segir fyrirtækið Bechtel hafa verið í húsnæðis- leit, viljað taka tíu hús á leigu en endað með þrjú. Fyrirtækið hafi séð að sér eftir að verðhugmynd- in lak út. „Fólk fagnaði því að geta leigt á þessu verði því þetta eru tölur sem ekki hafa sést hér,“ segir Ásmundur. Leiguverð hafi hingað til verið 50 til 80 þúsund eftir stærð húsnæðisins. Ás- mundur staðfestir hins vegar að húsnæði hafi verið leigð á 900 krónur fermetrann. „Einnig eru dæmi um fólk sem leigði einbýl- ishúsið sitt og keypti annað og fólk sem leigði húsið sitt og þrengdi að sér og flutti til for- eldra upp á Hérað,“ segir Ás- mundur. Björgvin L. Sigurjónsson, sjó- maður frá Reyðarfirði, segir freistandi að leigja húsnæðið sitt en verðið hljóti að miðast við stærð húsnæðisins. „Ég efast um að þeir bjóði 1.100 krónur fyrir 250 fermetra húsnæði,“ segir Björgvin. Hann segir ævintýra- legt að fylgjast með þróuninnni á staðnum. Alls staðar sé verið að byggja: „Hér hefur ekkert verið að gerast í hundrað ár og nú er allt orðið vitlaust.“ ■ Glæpatíðni: Færri glæpir síðustu ár BANDARÍKIN Glæpatíðni í Banda- ríkjunum hefur aldrei verið lægri en á síðasta ári, frá því dómsmála- ráðuneytið byrjaði á því árið 1973 að gera kannanir á því hversu stór hluti þjóðarinnar hefði orðið fyrir barðinu á glæpamönnum. Ofbeldisglæpum hefur fækk- að um 55 prósent á áratug og þjófnuðum og innbrotum um nær helming á sama tíma, að því er fram kemur í Washington Post. Einn af hverjum 44 Bandaríkja- mönnum varð fyrir ofbeldisglæp á síðasta ári, en fyrir áratug var einn af hverjum tuttugu beittur ofbeldi. ■ FYRIRHUGAÐ REYÐARÁL Um þrjátíu til fjörutíu íbúðir í einbýli og parhúsum eru í byggingu á Reyðarfirði fyrir utan fjölbýlishús sem er sex til sjö hæða. Það er eitt af fjórum sem fyrirhugað er að reisa. „Reyðarfjörður er bjartasta von Ís- lands,“ segir Ásmundur. Réttarhöld: Sakaðir um hryðjuverk ISTANBÚL, AP Níu Tyrkir, sem taldir eru hafa staðið að hryðjuverkaárás í Istanbúl sem kostaði 69 manns líf- ið, voru leiddir fyrir dómara í gær. Þeir sem leiddir voru fyrir rétt eru þó ekki þeir einu sem liggja undir grun. Sextíu til viðbótar eru grun- aðir um að hafa komið að skipu- lagningu og framkvæmd árásar- innar, sem talið er að al Kaída hafi staðið að. Sakborningarnir voru borubrattir þegar þeir voru færðir í dómsal og mynduðu sumir þeirra sigurmerki með fingrum sínum. Búist er við því að þeir beri vitni í vikunni og verður það þá í fyrsta skipti sem þeir gera það. Réttarhöldin hófust í maí en var frestað í júlí. ■ SAKBORNINGARNIR Harun Ilhan, einn sakborninga, sat sem fastast til að mótmæla réttarhöldunum. ÚTBOÐ VEGNA BENSÍNKAUPA Í dag opnar útboð Ríkiskaupa vegna kaupa á eldsneyti fyrir Landhelgisgæsluna, Hafrann- sóknastofnunina og Flugmála- stjórn. Búist er við harðri sam- keppni um samninginn. Land- helgisgæslan var ein af þeim stofnunum sem Samkeppnis- stofnun taldi hafa orðið fyrir skaða vegna meints verðsamráðs olíufélaganna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.