Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 33
Þegar aumingja Viktor Navorski kemur frá landi í Austur-Evrópu til New York fær hann þau ótíðindi að á meðan hann var á flugi var gerð bylting í heimalandi hans og þar sem bandarísk stjórnvöld viður- kenna ekki nýja valdhafa er vegabréfið hans ógilt og hann í raun landlaus maður. Þetta felur í sér að hann má ekki stíga fæti á ameríska grund en getur held- ur ekki snúið aftur heim. Það verður því úr að honum er gert að búa í flugstöðinni. Þrátt fyrir að kunna varla stakt orð í ensku tekst Navorski ágætlega að fóta sig í þessu þrönga en hraða samfélagi. Þar nýtur hann þess ekki síst að vera hjartahreinn og góður mað- ur. Hann minnir nokkuð á flæk- inginn hans Chaplins þar sem hann ráfar um ranghala flug- stöðvarinnar, kynnist fólki og breytir lífi þess. Ástin kemur svo auðvitað til sögunnar þegar Navorski kynnist bráðhuggu- legri flugfreyju sem Catherine Zeta-Jones ljær sinn sérstaka sjarma. Spielberg kann auðvitað öðr- um fremur að spila á tilfinning- ar áhorfenda og því er nánast óhjákvæmilegt annað en að gleðjast og þjást með Viktori. Það eykur svo enn á samkennd- ina með persónunni að Tom Hanks, sem á það til að vera hundleiðinlegur, er í toppformi og gerir aðalpersónunni prýði- leg skil. Spielberg gerir líka tilraun til að vera pólitískur þegar hann dregur fram hversu hranalega Bandaríkjamenn taka á móti út- lendingum sem lenda í hremm- ingum á landamærunum en myndin er samt öll svo slétt, felld og fagmannleg að það er ekki mikill broddur í ádeilunni. Þessi snyrtimennska dregur einnig úr tilfinningakraftinum þannig að myndin skilur ekki ýkja mikið eftir sig þó hún stan- di samt fyllilega undir öllum kröfum sem gerðar eru til róm- antískra gamanmynda. Þórarinn Þórarinsson ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2004 Byssumenn reyndu að ræna vel- sku leikkonunni Catherine Zeta- Jones þegar hún var á heimleið frá tökustað í Mexíkó. Byssugeng- ið reyndi að neyða bíl hennar af veginum en lífverðir hennar komu henni til bjargar og veittu glæpamönnunum eftirför. Fjórir voru handteknir eftir fjögurra stunda eltingaleik. Zeta-Jones var í Mexíkó við tökur á myndinni Legend of Zor- ro, framhaldi myndarinnar The Mask of Zorro frá 1998. Leikkon- an hefur ásamt mótleikaranum Antonio Banderas verið umkringd lífvörðum frá því tökur hófust enda mannrán ansi tíð í Mexíkó. Zeta-Jones verður í Mexíkó fram að jólum eða þar til tökum á myndinni er lokið. ■ Robbie Williams hefur afþakkað500 þúsund dollara boð um að leika samkynhneigðan mann í söng- leik sem verður sýndur á Broadway. Robbie er hræddur um að ef hann taki hlutverkinu í söngleiknum The Boy From Oz muni það ýta undir þann orðróm að hann sé samkyn- hneigður. Hann er víst orðinn mjög þreyttur á slúðrinu og hefur margoft lýst því yfir að hann sé ekki hommi. Samkvæmt talsmönnum Robbie vill hann frekar taka að sér „karlmannlegri“ hlutverk en hann hefur sóst eftir því að leika njósnara hennar hátignar, James Bond. Rokkamman Tina Turner ætlar aðsenda frá sér nýja plötu og smá- skífu innan skamms. Platan mun inni- halda öll hennar bestu lög en smá- skífan inniheldur lagið Open Arms og kemur út þann 25. október. Á smá- skífunni, Open Arms, verða einnig tvö önnur ný lög, Disaster og Something Special. Á Best of plötunni verða 33 lög, þar af lög sem hún gaf út með fyrrum eiginmanni sínum Ike Turner – lög eins og River Deep Mountain High, Proud Mary og Nutbush City Limits. Platan inniheldur einnig dúet- ta sem Tina söng með þeim Eros Ramazotti, David Bowie og Bryan Adams. Lögreglan í Reading vill nú ná tali afÍslandsvininum 50 Cent en hann er grunaður um að hafa slegið áhorfanda í andlitið með hljóðnema. Tom nokkur Wilshire var sleginn í rot á tónleikum 50 Cent á Reading- hátíðinni og telur að rapparinn hafi slegið sig í rot. 50 Cent var púaður niður á tón- leikunum ásamt vin- um sínum í G-Unit. Það er kannski kald- hæðni örlaganna að Wilshire var einn af fáum aðdáendum 50 Cent á tónleikunum. Christina Aguilera hefur sótt umeinkaleyfi fyrir nafn sitt og 450 vörur. Ef umsókn hennar verður samþykkt geta aðdáendur bráðum keypt Aguilera-liti, badmintonsett, h l j ó m f l u t n i n g s - græjur, svitalykt- areyði og svo mætti lengi telja. „Það eru svo miklir peningar í vöruframleiðslu að það væri synd ef Christina setti ekki vörur sínar á mark- að,“ sagði talsmaður táningsins. „Hún hefur gott viðskiptavit og hefur sjálf fengið margar hugmyndir.“ ■ FÓLK Zetu næstum rænt CATHERINE ZETA-JONES Hún slapp naumlega frá brjáluðu byssugengi sem ætlaði að ræna henni. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Bestu kaupin í dag 30% afsláttur af fiskréttum Hamsatólgin er komin humar tilboð 1.290 kr.kg Tilboð gildir frá þriðjudegi til föstudags 17. september. Ástin og lífið í flugstöðinni THE TERMINAL LEIKSTJÓRI: Steven Spielberg AÐALHLUTVERK: Tom Hanks, Catherine Zeta-Jones, Stanley Tucci FRÉTTIR AF FÓLKI [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.