Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 25
Sveitarfélögin sitja því eins og púkinn á fjósbitanum og hagnast því meira því lengur sem grunnskólakennarar eru samningslausir. Heimatilbúin kreppa Sveitarfélögin barma sér mikið yfir háum kröfum grunnskólakennara og segja að ekki sé til fé til að greiða það sem þeir fara fram á. Hefur kostnaðarauki sveitarfélaganna vegna grunnskólanna verið mikill frá árinu 2001? Birgir Björn ljóstr- aði því upp eftir undirritun síðasta kjarasamnings að hann kostaði sveitarfélögin u.þ.b. 2 milljarða aukalega á samningstímabilinu. En á móti kæmi að allir viðbótarsamn- ingar féllu úr gildi og þar myndu sveitarfélögin spara sér hundruð milljóna! Hamrað var á kostnaðar- aukanum 2 milljörðum en minna tal- að um hundraða milljóna sparnað sem kom á móti. En hvaða viðbótar- samningar voru þetta? Skoðum það. Grunnskólakennarar höfðu sýnt fram á aukið umfang starfs síns en fæstir fengið greiðslur fyrir. Reynd- ar greiddu einstaka sveitarfélög að eigin frumkvæði fyrir þessa auknu vinnu en mörg þverskölluðust við. Eftir mismikla baráttu grunnskóla- kennara viðurkenndu sveitarfélögin þetta aukna umfang og höfðu hvert sinn háttinn á greiðslum og fékk hver kennari í fullri stöðu að meðal- tali um 10.000 kr. á mánuði. Þessar greiðslur féllu niður við undirritun síðasta kjarasamnings þó að hið aukna umfang hyrfi ekki. Þegar sveitarfélögin losuðu sig undan þessum viðbótarsamningum spör- uðu þau hundruð milljóna eins og Birgir Björn sagði sjálfur. Reyndar er hægt að sýna fram á að upphæðin er á milli 1.700 og 1.800 milljónir kr., hátt í það sem síðasti kjarasamning- ur kostaði. Hann kostaði því sveitar- félögin 200-300 milljónir en ekki 2 milljarða. Nú hafa sveitarfélögin náð þessum 200-300 milljónum til baka með því að hafa grunnskóla- kennara samningslausa frá 31. mars. Sveitarfélögin sitja því eins og púkinn á fjósbitanum og hagnast því meira því lengur sem grunn- skólakennarar eru samningslausir. Það má með sanni segja að sveitar- félögin skuldi grunnskólakennurum stórfé því að Birgir Björn sagði réttilega þegar búið var að undirrita samninginn árið 2001: „Mikilvægt er að hafa í huga að á móti fengju sveitarfélögin aukinn stjórnunarrétt og sveigjanleika sem erfitt væri að meta það til fjár. Þau væru einnig að kaupa meiri vinnu af kennurum.“ Af ofanrituðu sést að grunnskólakenn- arar hafa ekki fengið greitt fyrir aukinn stjórnunarrétt, skertan sveigjanleika og meira vinnufram- lag. Ég vorkenni því sveitarfélögun- um ekkert. Þau hefðu átt að reikna dæmið til enda þegar þau tóku við grunnskólunum frá ríkinu. Þeir sem þar stjórna virðast ekki skilja að grunnskólakennarar sætta sig ekki lengur við að vera hornkerlingar í samanburði við aðrar sambærilegar stéttir. Um 90% grunnskólakennara greiddu atkvæði um að boða mætti til verkfalls þann 20. september þannig að einhugur er meðal þeirra. Þessi einhugur stafar ekki af frekju og yfirgangi heldur svívirtri rétt- lætistilfinningu. ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2004 Hvað vilja kennarar? Valur Óskarsson kennari skrifar: 1. Ef viðsemjendur okkar eru til í að borga mér svona 2.000 krónum meira í mánaðarlaun þá er ég auðvitað til í að fara að kenna á laugardögum í staðinn. 2. Ef ég hækka um 4.000 á mánuði þá er ég svosem alveg til í að kenna fyrir há- degi á aðfangadag. 3. Ef ég hækka um 6.000 þá er ég alveg til í að taka foreldra nemenda minna í námskeið í spænsku einu sinni í viku án aukaþóknunar. En af hverju finnst mér þetta svona sjálfsagt? Jú, það er vegna þess að það er hreinlega orðin venja í samningum kennara að ganga út frá því að ef við hækkum í laun- um þá vinnum við bara miklu lengur í staðinn. Frægasta dæmið er úr síðustu samningum, sem ég reyndi mikið til að fá fellda. Eftir þá samninga vinnum við u.þ.b. hálfan ágústmánuð og hálfan júní- mánuð, en það gerðum við ekki áður eins og allir vita. Fyrir að vinna nú mán- uði lengur en áður fengum við meira að segja launahækkun í síðustu samning- um. Trúi því hver sem vill. Leyfi mér svo að vitna að lokum í prýðilegan leiðara Stefáns Kristjánssonar, ritstjóra Grafar- vogsblaðsins, en hann segir svo í sept- emberblaðinu: „Foreldrar eru fyrir margt löngu orðnir þreyttir á eilífum vandræða- gangi í skólakerfinu. Síðustu samningar kennara gerðu illt verra fyrir foreldra. Skólatíminn var lengdur og sú aðgerð hefur ekki skilað neinum árangri.“ Seinna í leiðara sínum segir hann: „Nær væri að stefna að því að stytta skólaárið og nýta tímann betur en nú er gert.“ Já, hvernig væri nú að fá þokkaleg laun fyrir skólaár- ið eins og það var fyrir síðustu samninga og hætta þessari eilífu eftirgjöf, sem Stef- án segir réttilega að hafi engu skilað og hananú. ■ JÓN PÉTUR ZIMSEN GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KENNARADEILAN ,, BRÉF TIL BLAÐSINS Hjólreiðar góður kostur Kári Harðarson skrifar: Í tilefni af frétt í föstudagsblaðinu um um- ferðarþunga í höfuðborginni vil ég benda á merkar framfarir í hjólreiðum. Á meðan umferðin í Reykjavík þyngdist varð regn- fatnaður sífellt fullkomnari. Ökumenn sem ég hjóla fram hjá (þeir keyra stund- um fram úr mér, en það gerist æ sjaldn- ar) gætu haldið að hjólreiðar í Reykjavík séu ennþá óttalegt norp. Staðreyndin er að nú er afskaplega huggulegt þarna á hjólinu allan ársins hring, þökk sé nútíma fatnaði. Ég svitna ekki og verð aldrei regn- blautur. Það má segja að þessi fatnaður hafi gert meira fyrir veðrið á Íslandi en sjálf gróðurhúsaáhrifin. Gírar sjá um að mótvindur er ekki vandamál og nú er líka hægt að fá nagladekk fyrir reiðhjól. Ég þarf að vísu hvorki að skutla barni í skól- ann né skreppa á eigin bíl í vinnunni svo að því leyti er ég heppinn. Ég þarf að skipta um föt þegar ég mæti en ég er bara 15 mínútur í vinnu af Melum niður í Kringlu sama hvernig umferðin er. Skapið hefur líka batnað. Ef þú sem þetta lest ert að fara á límingunum yfir umferðinni, vil ég ráðleggja þér að gefa reiðhjólinu tæki- færi, eftir að hafa fjárfest í fötum: innra lagi sem dregur raka frá húðinni, einangr- andi miðlagi, t.d. flís, og svo nútíma regn- fatnaði sem ég er satt að segja dolfallinn yfir. Svona flíkur hétu „Gore-Tex“ og voru dýrar, en nú má fá ódýrari föt sem gera sama gagn. Ég deili þessu með ykkur, þótt ég gæti haft hjólabrautirnar út af fyrir mig, vegna þess að ef fleiri hjóla mun hjóla- stígum vonandi fjölga þeim mun meira. Hjólreiðar hafa aldrei verið betri kostur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.