Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2004 23 H A D A Y A d es ig n Verð: 39.900kr. 2 fyrir 1 * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 57 69 09 /2 00 4 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Haustsólin Síðu stu s ætin - bó kaðu stra x! Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is Tilboðið gildir í brottfarir í sept. og okt. Einungis valdir gististaðir á tilboði. Fleiri en tveir? Verð á mann er óháð fjölda í gistingu. til Portúgal og Benidorm á mann í stúdíói í 7 nætur. Aukavika: 19.900 kr. Verð: 46.900kr.* á mann í íbúð í 7 nætur.Aukavika: 24.900 kr. NM unglinga 20-22 ára: Sigrún vann ein verðlaun FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sigrún Fjeldsted, FH, náði í einu verðlaun íslensku keppendanna á NM unglinga 20- 22 ára sem fram fór í Fredrikstad í Noregi um helgina, en hún varð þriðja í spjót- kasti með 46,89 m kasti. Af öðrum keppendum má nefna að Björg- vin Víkingsson, FH, varð í 4. sæti í 400 m grindahlaupi á 55,91 sekúndum. ÍR-ingurinn Jó- hanna Ingadótt- ir varð í 5. sæti í þrístökki þegar hún stökk 12,09 metra og lenti í 9. sæti í langstökki með 5,53 metra stökki. María K. Lúðvíksdóttir, FH, gerði hins vegar öll köst sín ógild í sleggjukastinu. Til gamans má geta þess að árið 2000 sendi Ís- land helmingi fleiri keppendur, átta talsins. Sigrún Fjeldsted er fædd árið 1984 og er því tvítug á þessu ári en hún hefur lengst kastað 49,70 metra. Sigrún hefur sýnt töluverð- ar framfarir í ár og er nú aðeins 30 cm frá 50 metra múrnum. ■ Þrjú keppa á ÓL fatlaðra Ólympíumót fatlaðra fer fram í Grikklandi dagana 17. til 28. september og Ísland sendir þrjá keppendur í frjálsum íþróttum, sundi og borðtennis. ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Landslið Íslands á vegum Íþróttasambands fatlaðra heldur til Aþenu 11. og 14. sept- ember en Ólympíumót fatlaðra fer þar fram dagana 17. - 28. sept- ember. Keppendur eru Kristín Rós Hákonardóttir, sem keppir í sundi, Jón Oddur Halldórsson sem keppir í frjálsum íþróttum og Jóhann Rúnar Kristjánsson sem keppir í borðtennis. Kristín Rós og Jóhann fara út 11. september og Jón Oddur þann 14. Saga þessara þriggja einstak- linga er sérstæð og ólíkar aðstæður réðu því að þau eru orðin að því afreksfólki sem þau eru í dag. Í fremstu röð í heiminum Kristín Rós Hákonardóttir er landsþekkt fyrir glæsileg afrek sín og er nú að fara á sitt fimmta Ólympíumót. Fer- ill hennar er sérlega glæsileg- ur og hún hefur verið í frem- stu röð í heiminum í sínum flokki í fjölda ára og er enn. Kristín Rós hefur æft sund frá barnsaldri og verið þátttakandi í íþróttastarfi fatlaðra allt frá upp- hafi æfingaferils síns. Síðustu ár hefur hún verið kosin íþróttakona ársins hjá fötluðum og á þeim tíma hefur engin komist með tærnar þar sem hún h e f u r hælanna. Jóhann Kristjánsson, Reykja- nesbæ, hefur sýnt ótrúlega þraut- segju við að ná þeim árangri að komast á Ólympíumót fatlaðra. Jóhann hefur tekið þátt í fjölda móta erlendis á eigin kostnað auk móta á vegum ÍF, með það að markmiði að komast á Ólympíu- mótið í Aþenu. Ótrúleg þrautsegja Jóhanns Jóhann lenti í mótorhjólaslysi og lamaðist en var strax ákveðinn í að halda áfram að taka þátt í líf- inu af fullum krafti og halda sér í formi. Hann kynnti sér íþróttir fatlaðra, valdi borðtennisíþróttina og hefur sýnt óbilandi viljastyrk og áræði við að stefna að settu marki. Hann tekur nú þátt í sínu fyrsta Ólympíumóti. Jón Oddur Halldórsson er upp- alinn á Hellissandi og var þátttak- andi í íþróttastarfi þar meðal sinna jafnaldra. Hann var valinn á norrænt barna- og unglingamót fyrir fatlaða þegar hann var 15 ára en þá hafði ÍF leitað eftir ábendingum um fötluð ungmenni sem ekki höfðu verið þátttakend- ur í íþróttastarfi fatlaðra. Ábending sjúkraþjálfara Ábending kom frá sjúkraþjálf- ara í Ólafsvík um Jón Odd og hann var valinn í hópinn. Þar kom strax í ljós mikið íþróttaefni en hann keppti þá í borðtennis og sigraði andstæðinga sína með glæsibrag. Hann var síðar fenginn til að prófa frjálsar íþróttir og þar sannaði hann enn frekar hæfi- leika sína og er nú kominn í fremstu röð í heiminum í sínum flokki. Jón Oddur tekur nú einnig í fyrsta sinn þátt í Ólympíumóti. Jóhann hefur fyrstur keppni af Íslendingunum á laugardaginn kemur, Kristín Rós byrjar tveim- ur dögum seinna og Jón Oddur ekki fyrr en 21. september. ■ SIGRÚN VANN BRONS Sigrún Fjeldsted vann brons á NM ung- linga um helgina. Greifa- og KB bankamótið í körfubolta á Akureyri: Magnaðir Snæfellingar KÖRFUBOLTI Snæfellingar unnu Grindavík, 92-85, í úrslitaleik Greifa- og KB bankamótsins í körfubolta sem haldið var á Akur- eyri um helgina. Nýju mennirnir í Hólminum, Magni Hafsteinsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fóru á kostum í úrslitaleiknum og skoruðu þar samtals 58 stig, Magni var með 30 stig og Pálmi Freyr bætti við 28. Þórsarar hafa endurvakið Greifamótið sem var árviss at- burður fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni var sjö liðum boðið til leiks, auk gestgjafanna í Þór. Þau voru ÍR, Grindavík, KR, Snæfell, Fjölnir, Tindastóll og KFÍ. Það var mikil keyrsla á öllum liðunum og það var farið að draga af leikmönnum í úrslitaleikjun- um. Snæfellingar réðu ekkert við Darrel Lewis í upphafi leiks og skoraði Lewis 28 af 36 stigum sín- um í fyrri hálfleik. Snæfellingar voru síðan sterkari á lokasprettin- um og unnu fjórða og síðasta leik- hlutann 30-13 og þar með leikinn með sjö stigum. Magni Hafsteinsson var algjör- lega óstöðvandi í seinni hálfleikn- um og er greinilega að finna sig vel á nýjum stað í Hólminum. Hann var valinn leikmaður móts- ins ásamt Darrel Lewis hjá Grindavík. Karakter mótsins var síðan valinn KR-ingurinn Tómas Hermannsson. KR vann Fjölni í frábærum leik um þriðja sætið sem fór alla leið í framlengingu. Frábær leik- ur þar sem Fjölnir hafði forystu lengi vel, drifnir áfram á stórleik Darrel Flake. KR-ingar náðu yfirhöndinni eftir góða byrjun í seinni hálfleik. Staðan 64-62 í byrjun 4. leikhluta en þá hófst þáttur hins kornunga Brynjars Björnssonar sem skor- aði 15 stig í leikhlutanum. Jafnt var eftir venjulegan leik- tíma 92-92 og þurfti þá að fram- lengja leikinn og enn kom til kasta Brynjars sem skoraði 4 stig í framlengingunni og þriðji sigur KR á Fjölni á fáum dögum stað- reynd. Brynjar skoraði alls 22 stig í leiknum en Darrel Flake skoraði 36 fyrir Fjölni. ■ ÞRJÚ Á LEIÐ TIL AÞENU Íslenskir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu verða þrír. Kristín Rós Hákonardóttir, sem keppir í sundi, Jóhann Rúnar Krist- jánsson sem keppir í borðtennis og Jón Oddur Hall- dórsson sem keppir í frjálsum íþróttum. BIKARARNIR STREYMA ÁFRAM Í HÓLMINN Snæfell vann Greifa- og KB bankamótið sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Fréttablaðið/Hari GREIFA- OG KB BANKAMÓTIÐ Leikur um 7.- 8. sætið ÍR–KFÍ 71-55 Leikur um 5.- 6. sætið Þór-Tindastóll 102–75 Leikur um 3.- 4. sætið KR–Fjölnir 107-102 frl. ( 92-92 ) Úrslitaleikur Snæfell–Grindavík 92–85

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.