Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 10
10 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR BARIST VIÐ ELD Slökkvilið notaði þyrlur til að berjast við eld sem kviknaði eftir að flugeldaförgunar- stöð sprakk í loft upp í gær í Sava di Bar- onissi á Suður-Ítalíu. Eins manns er sakn- að eftir slysið og var hans leitað í gær. SVEITARSTJÓRNARMÁL Rúmlega 160 manns undirrituðu mót- mælaskjal gegn deiliskipu- lagi Suðurstrandar á Sel- tjarnarnesi. Þá höfðu nítján aðrar skriflegar athuga- semdir borist bæjarskrif- stofunum á föstudag þegar frestur til að skila inn at- hugasemdum rann út. 924 Seltirningar undirrituðu mótmæli gegn breytingum á aðalskipulagi Seltjarnarness sem voru fyrr í þessum mánuði afhent Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra. Deilt er um fjölbýlishús sem á að reisa við Suðurströnd þar sem nú er íþróttavöllur. Jónmundur segir að skipulagsnefnd bæjarins muni nú fara yfir athuga- semdirnar. Hún muni legg- ja faglegt mat á þær og gera tillögur um hvernig staðið verði að framhaldinu. Hann segist ekki vita hvenær þessu starfi verði lokið. ■ Áherslumunur í ríkisstjórninni Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa ver- ið ósamstíga í yfirlýsingum í mikilvægum mál- um í aðdraganda forsætisráðherraskiptanna. Hag okkar verr borgið í ESB „Mér sýnist augljóst að það er ekkert sem bendir til þess að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins. Efasemdir þar eru vaxandi.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra 12. september Ekkert sem knýr á að leyfa erlendar fjárfestingar „Það er ekkert sem knýr á um það fyrir okkur að ýta á það að útlend- ingar fjárfesti hér í höfuðgreininni sem yrði þá kannski ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arður- inn hyrfi til annarra landa. Þannig að ég er mjög hikandi við það efni og vil fara mjög varlega.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra 12. september Engin skilyrði „Það hafa engin slík skilyrði verið sett innan ríkisstjórnarinnar.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra 11. september. Ekkert meira til öryrkja á fjárlögum „Nei, nei, enda var það aldrei...Það var lofað einum milljarði og þeir fengu það og það var reyndar mjög rausnarlega gert fyrir kosningar. Öðru var ekki lofað.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra 11. september. Verkfall vagnstjóra: Tugþúsundir lentu í vanda HELSINKI, AP Tugþúsundir barna og fullorðinna gengu, hjóluðu eða húkkuðu sér far í vinnuna í helli- rigningu eftir að strætisvagnabíl- stjórar í Helsinki fóru í sólar- hringsverkfall í gær. Alls fóru um 1.400 vagnstjórar í verkfall og er talið að það hafi haft áhrif á ferðir um hundrað þúsund vegfarenda. Ríkisrekna lestarfé- lagið bætti við vögnum á um hund- rað leiðum. Leigubílar í akstri voru helmingi fleiri en venja er og höfðu leigubílstjórar í nógu að snúast. Vagnstjórar óttast einkavæð- ingu og uppsagnir en borgaryfir- völd segja það firru. ■ ■ EVRÓPA Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfingaflokkum ENSKA Enska I - II Enska III Enska tal og lesh. I Enska tal og lesh. II DANSKA Danska I - II NORSKA Norska I - II Norska tal – og lesh. SÆNSKA Sænska I - II Sænska III FRANSKA Franska I Franska tal og lesh. ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh Ítalska II SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh Spænska II Spænska II frh Spænska tal – og lesh. ÞÝSKA Þýska I Þýska II ÍSLENSKA fyrir útlendinga 5 vikna námskeið 20 kennslustundir og 10 vikna námskeið 50 kennslustundir Verklegar greinar BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLER – og POSTULÍNSMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir HAUSTKRANSAGERÐ 1 viku námskeið 4 kennslustundir LEÐURVINNA fyrir bókband 1 viku námskeið 8 kennslustundir LEIRMÓTUN I 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN II 4 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA fyrir stafrænar myndavélar og filmuvélar 3 vikna námskeið 9 kennslustundir MÓSAIK 5 vikna námskeið 20 kennslustundir PAPPÍR MARMORERAÐUR 1 viku námskeið 4 kennslustundir PRJÓNANÁMSKEIÐ Grunnnámskeið 4 vikna námskeið 12 kennslustundir STAFRÆN MYNDA- TAKA Á VIDEOVÉLAR OG KLIPPING 1 viku námskeið 12 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir Saumanámskeið BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSKLÚBBUR 3 miðvikud. Kl. 19:30 Einu sinni í mánuði FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir CRACY QUILT 4 vikna námskeið 16 kennslustundir SKRAUTSAUMUR Baldering og skattering 5 vikna námskeið 15 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Föndurnámskeið ÍKONAGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HURÐARKRANS ÚR BIRKI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir JÓLATRÖLLADEIG 2 vikna námskeið 8 kennslustundir STENSLAÐ Á EFNI 4 vikna námskeið 16 ennslustundir MÁLAÐ Á GLERHLUTI 3 vikna námskeið 12 kennslustundir Tölvunámskeið: FINGRASETNING OG RITVINNSLA 4 vikna námskeið 8 kennslustundir TÖLVUGRUNNUR Tekið fyrir undirstöðuatriði í: * Windows * Word * Excel * Internetið og tölvupóstur 4 vikna námskeið 32 kennslustundir WORD Ritvinnsla 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL 4 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir Matreiðslunámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARGERÐ FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUM 2 vikna námskeið 8 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna - pasta - og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPENNANDI BÖKUR OG INNBAKAÐIR VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR,Efling - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 22. september Innritun og upplýsingar um námskeiðin 6. – 16.september kl. 13 – 18 í símum 564 1507 og 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla á sama tíma Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2004 KOMIN Á SPORIÐ Indónesíska lögreglan telur sig komna á spor- ið um hverjir skipulögðu hryðju- verkaárásina í Djakarta í síðustu viku. Hún hefur fundið fram- leiðslunúmer bílsins sem var not- aður við tilræðið. Lögreglan komst á spor þeirra sem skipu- lögðu sprengjuárásina á Balí þeg- ar framleiðslunúmer þess bíls fannst. PENINGAR GEGN KOMMÚNISTUM Bandarísk stjórnvöld hafa ákveð- ið að veita valdhöfum í Nepal rúmlega 70 milljóna króna styrk til að berjast gegn kommúnískum uppreisnarmönnum. Ákvörðunin var tekin eftir að uppreisnar- menn gerðu sprengjuárás á bandaríska upplýsingamiðstöð í höfuðborg landsins. BARNAMORÐ Í LAOS Amnesty International sakar stjórnarher- menn í Laos um stríðsglæpi gegn óvopnuðum unglingum úr Hmong-minnihlutahópi. Talið er að fimm börn, á aldrinum 13 til 16 ára, hafi verið „myrt á hroða- legan hátt“ af hópi hermanna í maí á þessu ári. Fjórum stúlkum hafði verið nauðgað áður en þær voru drepnar. ■ ASÍA Sá dagur kann að koma … „Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innan dyra í Evrópusam- bandinu.“ Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, 10. september. Þversögn að banna erlendar fjárfestingar „Það má deila um það hvort ís- lensk útgerðarfyrirtæki þurfi meira olnbogarými til að vinna með og renna saman við erlend fyrirtæki og leyfð verði erlend fjárfesting í þeim. Þó svo verði ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, er ég sannfærður um að þær aðstæð- ur eigi eftir að skapast að tak- markanir á erlendum fjárfesting- um verði ekki lengur nauðsynleg- ar.“ Halldór Ásgrímsson, verðandi forsæt- isáðherra, 8. september. Uppbygging dreifikerfisins skilyrði fyrir einkavæðingu „Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söl- una.“ Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, 12. september. Verið að vinna í öryrkjamálinu „Við erum að skoða hvernig við náum þessu dæmi saman og ég... sú vinna er í miðjum klíðum hjá mér enn þá og ég mun gera grein fyrir því þegar þar að kem- ur og fjárlög verða lögð fram.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra 10. september. FYRIRHUGAÐ FJÖLBÝLISHÚS Suðurströnd og Hrólfsskálamelur á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnes: Deiliskipulagið komið í nefnd MANNSKÆTT LESTARSLYS Tveir létust og þrjátíu slösuðust í lest- arslysi á Ítalíu. Lest sem var á leið frá Torino til Cuneo nærri frönsku landamærunum fór út af spori sínu í gærmorgun. Tvær konur, stjórnandi lestarinnar og farþegi, létu lífið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.